Morgunblaðið - 25.04.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Viðræður standa yfir milli Reykja-
víkurborgar og Faxaflóahafna um
að bílastæði á Miðbakka við Gömlu
höfnina verði nýtt í framtíðinni sem
almannarými, a.m.k. að sumarlagi.
Fulltrúar frá höfn og borg eru að
móta tillögur og munu skila af sér
innan tíðar, að sögn Gísla Gísla-
sonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna.
„Þetta gæti orðið að veruleika
strax í sumar,“ segir Gísli.
Reykjavík Street Food sendi
Faxaflóahöfnum erindi fyrr í vetur
um að fá afnot af Miðbakkasvæði
vegna götubitahátíðar sem til
stendur að halda í júlí í sumar. Var
skipulagsfulltrúa hafnarinnar falið
að ræða við bréfritara.
Reykjavík Street Food hyggst
halda svokallaðan götubitamarkað
á Miðbakkasvæðinu yfir eina helgi,
frá föstudegi til sunnudags. Áform
eru um að yfir 30 söluaðilar selji
þar gestum og gangandi götubita í
gámum, matarvögnum og sölutjöld-
um en auk þess verði settar upp
búðir með götufatnaði og sérversl-
anir. Þá stendur einnig til að hafa
bar, kaffibari, ísbúð og bakarí á
staðnum en viðburðurinn á að auki
að hýsa keppnina Besti götubiti Ís-
lands.
Fyrirhugað er að halda tónleika
og fjölskylduskemmtun samhliða
matvörumarkaðnum. Sambæri-
legur markaður var settur upp í
Skeifunni í fyrra af sama aðila.
Ef samkomulag næst um að
breyta bílastæðunum í almanna-
rými má búast við að fram komi
óskir um að halda fleiri viðburði á
svæðinu.
Stæði í bílakjöllurum
Á Miðbakka eru nú rúmlega 60
bílastæði, sem Bílastæðasjóður
borgarinnar leigir út. Þessi stæði
munu leggjast af. Hins vegar verða
Faxaflóahafnir áfram með hluta
Miðbakkans undir bílastæði fyrir
starfsfólk sitt.
Ekki verður skortur á bílastæð-
um á svæðinu í framtíðinni því unn-
ið er að því að opna um 240 bíla-
stæði undir Hafnartorgi og
Geirsgötu. Alls verða nær 1.130
stæði í samtengdum bílakjöllurum
Hafnartorgs, Hörpureits (Austur-
höfn) og Hörpu.
Mikil uppbygging hefur staðið
yfir í Austurhöfn, á hafnarbakk-
anum á milli Hörpu og Hafn-
artorgs. Steypuframkvæmdum er
lokið við Marriot Edition-lúxushót-
elið næst Hörpu og sex hæða íbúða-
bygging með 71 íbúð af ýmsum
stærðum. Brátt hefjast fram-
kvæmdir við nýjar höfuðstöðvar
Landsbankans. Hið nýja hús verður
16.500 fermetrar. Bankinn hyggst
nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, um
60% af flatarmáli hússins, en selja
eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem
nýtist fyrir verslun og aðra þjón-
ustu.
Morgunblaðið/sisi
Miðbakki Bílastæðið sem mun víkja fyrir fólki og viðburðum. Í bakgrunni
er gömul vöruskemma sem Ríkisskip reistu á sínum tíma við Geirsgötu 11.
Bílastæði við höfn-
ina víkja fyrir fólki
Bílastæði á Miðbakka verða tekin
undir viðburði og hátíðir Sótt um
leyfi fyrir götubitahátíð í sumar
„Listeríusýkingar eru tiltölulega
sjaldgæfar sýkingar. Eins og gjarnan
er með sjaldgæfar sýkingar þá sér
maður ekki neitt í nokkur ár og svo
einhvers konar hrinu næstu árin,“
segir Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir, spurður hvers vegna listeríu-
sýkingum virðist fjölga á síðustu ára-
tugum hér á landi.
Kona á fimmtugsaldri lést á þessu
ári vegna listeríusýkingar sem hún
fékk um jólaleytið 2018. Konan var
með undirliggjandi ónæmisbælingu
og hafði borðað bæði grafinn og
reyktan lax um jólin. Árið 2018
greindust þrír einstaklingar með lis-
teríusýkingu og árið áður greindust
sjö og létust fjórir þeirra, þar af eitt
nýfætt barn. Árin 2015 og 2016
greindist enginn. Þetta kemur fram í
Farsóttarfréttum Embættis land-
læknis.
Listeríubakterían er alls staðar
Þórólfur segir að erfitt sé að segja
til um nákvæmlega hver ástæðan sé
að tilfellunum hafi fjölgað. Hann
bendir á að mun fleiri einstaklingar í
dag séu á ónæmisbælandi lyfjum, t.d.
gigtarsjúklingar, og fyrir vikið eigi
þeir erfiðara með að vinna á lister-
íusýkingum en ella. Einnig hefur
neysla á hráum matvörum aukist, s.s.
á fiski.
„Listeríubakterían er alls staðar,
hún finnst í dýrum og í jarðvegi, en er
einkum hættuleg í hráum matvælum,
fiski og kjöti. Fólk á ónæmisbælandi
lyfjum og með ónæmisbælingu á að
gæta vel að sér, borða ekki hráan mat
og skola vel allt grænmeti. Heilbrigt
fólk ætti ekki að óttast og það er
óþarfi fyrir alla að hætta að borða
hráan mat,“ segir Þórólfur.
Erfitt er að rekja uppruna bakterí-
unnar vegna þess að meðgöngutími
hennar er langur. Frá því að fólk fær
hana geta einkennin komið fram
mörgum vikum seinna. Í tilviki kon-
unnar voru leifar af laxinum til í frysti
og hægt var að rækta úr honum bakt-
eríuna.
Frá ostum í kalkúna
Á heimasíðu landlæknis kemur
m.a. fram að listería smitast með mat-
vælum sem ýmist hafa verið menguð
frá upphafi eða mengast í framleiðslu-
ferli. „Helstu matvælategundirnar
sem tengst hafa sýkingum eru mjúkir
og ógerilsneyddir ostar, kaldreyktur
og grafinn lax og í Bandaríkjunum
hefur bakterían fundist í niðursneidd-
um kalkúni og kjúklingum tilbúnum
til neyslu,“ segir þar, en hægt er að
meðhöndla sýkinguna með sýklalyfj-
um. Batahorfur fullorðinna geta verið
nokkuð góðar en eru verri hjá ný-
fæddum börnum og fóstrum, að því er
fram kemur á síðu landlæknis.
Ónæmisbælandi lyf og
breyttar matarvenjur
Sýkingar af völdum listeríu eru fremur sjaldgæfar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Graflax Listería getur m.a. fundist í ógerilsneyddum ostum og laxi og ætti
því fólk með bælt ónæmiskerfi ætti ekki að borða hráan mat sökum hættu.
Listería
» Meðgöngutími er oftast um
3 vikur en getur verið 3-70
dagar.
» Veldur nánast aldrei sjúk-
dómi hjá fullfrísku ungu fólki
en getur leitt til fósturláts.
» Finnst m.a. í ógerilsneydd-
um ostum og laxi.
VIÐ TENGJUMÞIG
KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og
hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur
eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag.
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is
Alls voru skráðir 1.013 nýfæddir ein-
staklingar á fyrsta fjórðungi ársins.
Nýskráðir erlendir ríkisborgarar
voru 1.402 og 48 nýskráðir Íslend-
ingar en það eru íslensk börn sem
fædd eru erlendis. Þetta kemur fram
á nýju yfirliti Þjóðskrár um skrán-
ingu fæddra og flutning innflytjenda
til landsins.
Alls bárust Þjóðskrá tilkynningar
um 563 andlát á fyrstu þremur mán-
uðum ársins. „Á síðasta ári voru 4.208
nýfæddir einstaklingar skráðir í þjóð-
skrá og 10.290 skráningar erlendra
ríkisborgara. Á árinu 2017 voru 4.038
skráningar nýfæddra einstaklinga
sem gerir aukningu milli ára upp á
tæp 4,2%. Hins vegar var samdráttur
í skráningu erlendra ríkisborgara
milli ára en á árinu 2017 voru 10.515
erlendir ríkisborgarar skráðir í þjóð-
skrá og er því samdráttur milli ára
um 2,1%,“ segir í frétt Þjóðskrár.
Samdráttur varð í
skráningu erlendra
ríkisborgara