Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 20

Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignaþróunarfyrirtækið Rauðs- vík hefur sett á sölu 70 íbúðir í nýju fjölbýlishúsi á Hverfisgötu 85-93. Salan sætir tíðindum á íslenskum fasteignamarkaði enda sjaldgæft að svo margar nýjar íbúðir komi í sölu í miðborg Reykjavíkur. Þær verða afhentar í ágúst. Að sögn Sturlu Geirssonar, fram- kvæmdastjóra Rauðsvíkur, er með- alverð íbúðanna um 708 þúsund krónur á fermetrann. Í húsinu eru 57 tveggja herbergja íbúðir, 12 þriggja herbergja og ein fjögurra herbergja. Stærð íbúða er á bilinu 44-122 fer- metrar og verðið frá 37,9 milljónum til 87,9 milljóna fyrir 122 fm þakíbúð. Bílastæði fylgir öllum íbúðum nema um annað sé samið. Þær afhendast fullbúnar en án gólfefna í megin- rýmum. Bílakjallari er undir húsinu en akleiðin í hann er milli Bjarna- borgar og fyrirhugaðs Radisson Red-hótels á Skúlagötu 26. Á jarðhæð fjölbýlishússins verður þjónusta sem setja mun mikinn svip á þennan hluta Hverfisgötu. Arkitekt hússins er Arkþing. Endurgerðu sögufrægt hús Jafnframt stendur til að setja á sölu tvær íbúðir á miðhæð og í risi á Hverfisgötu 84. Húsið hefur verið endurgert en þar var meðal annars verslunin Varmá á sínum tíma. Á jarðhæð verður þjónusta. Í haustbyrjun er svo áformað að hefja sölu 24 íbúða og atvinnurýmis á Hverfisgötu 92 og svo á 5-6 íbúðum á Hverfisgötu 88-90 í kjölfarið. Þar verður einnig atvinnurými. Fasteignasölurnar Eignamiðlun og Miklaborg eru með íbúðirnar í sölu. Opið hús verður um helgina. Framkvæmdir við húsið hófust árið 2017. Með framkvæmdunum verður til ný göngugata milli Lauga- vegs og Hverfisgötu. Hún hefur ekki fengið nafn. Fram kemur á vefsíðu verkefnis- ins, Vitaborg.is, að Hverfisgata 85- 93 sé hluti af heildaruppbyggingu á hluta Baróns- og Laugavegsreits með nýjum göngustígum, uppgerð- um eldri húsum auk nýbygginga. Áformaðar séu listskreytingar á svæðinu í samvinnu við borgina. Hefja sölu á 70 íbúðum á Hverfisgötu 85-93  Fyrstu íbúðirnar á þéttingarreit í borginni koma á markað Tölvuteikning/Onno Hverfisgata 85-93 Bílakjallari er undir húsinu. Á jarðhæð verður atvinnuhúsnæði. Húsið breytir götumyndinni. Hverfisgata 88-90 Áætluð verklok og afhending íbúða er í febrúar 2020. Hverfisgata 92 Áformað er að hefja sölu íbúða í þessum húsum í haust. IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ram Limited 3500 Nýtt útlit 2019! Litur: Perlurauður/ svartur að innan (einnig til Granite Crystal) Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. VERÐ 11.790.000 m.vsk 2019 Chrysler Pacifica Hybrid Limited Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, t.d. hita/ kæling í sætum, glerþak, leðursæti, bakkmyndavél, Dvd spilari, Harman Kardon hljómflutningskerfi o.fl o.fl. 3,6 L Hybrid. VERÐ 8.490.000 m.vsk 2019 GMC Denali 3500 Litur: Silver, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, 2019 Módel, Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti, geymsla undir aftursæti, heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) og fleira. VERÐ 11.360.000 m.vsk 2018 Ford F-150 Platinum Ekinn 10.000 km. Litur: Platinum white / svartur að innan. Upphækkaður, tölvubreyting 431 hö, lok á palli, Ceramic húðaður. Quad-beam LED hedlights, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart, 20” felgur. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 431 hestöfl, 470 lb-ft of torque VERÐ 11.790.000 m.vsk Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Meðalverð á grásleppu sem seld er á markaði er nú 290 krónur á kíló, en var í fyrra 205 krónur. Það kem- ur því á óvart að bátum á grásleppu hafi aðeins fjölgað um 10 milli ára, en alls hafa 159 bátar hafið veiðar, segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Þrátt fyrir fleiri báta á grá- sleppuvertíð en í fyrra og að fleiri dagar hafi verið nýttir er afli nán- ast sá sami og á sama tíma fyrir ári. Vertíðin hófst 20. mars og mega leyfishafar róa í 44 daga samfellt frá því að netin eru lögð og er veiði- tíminn fyrir norðan og austan langt kominn. Mestum afla hafði í byrjun vikunnar verið landað á Bakkafirði eða 182 tonnum, 174 tonnum á Drangsnesi og 168 tonnum á Hólmavík. Alls hefur grásleppuafla verið landað á 33 stöðum. Aflahæsti báturinn var kominn yfir 40 tonn. Hlökk ST var með 41,5 tonn, Hólmi ÞH 39 tonn og Sund- hani ST með 38,3 tonn. Alls voru sjö bátar komnir með yfir 30 tonn. Á sama tíma í fyrra höfðu níu bátar náð 30 tonnum og aflahæstur þá var kominn með um 45,9 tonn. Hátt verð en lítil fjölgun báta á grásleppu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.