Morgunblaðið - 25.04.2019, Page 22

Morgunblaðið - 25.04.2019, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tún og hagar eru farin að grænka, fuglar komnir í móana, álftir á tjarnir og bændur eru byrjaðir í vorverkum. Þannig er staðan á Skeiðum; sveit- inni sem liggur milli stórfljótanna Hvítár og Þjórsár í Árnessýslu. Morgunblaðið var þar fyrir nokkrum dögum og kannaði land, mannlíf og sveitarbrag. Í suðri er útlína Skeiða í Merkur- hrauni en í norðri á Sandlækjarholti. Í dag eiga þau skil ekki við nema að takmörkuðu leyti, því árið 2002 voru Skeiða- og Gnúpverjahreppur sam- einaðir í eitt sveitarfélag. Íbúar þess eru í dag um 600, þar af tæplega 290 á Skeiðunum, svæðinu sem hér er til umfjöllunar. Þar er í dag búið á um 50 sveitabæjum og rúmlega tugur einbýlishúsa er á Brautarholti; sveitaþorpi með um 70 íbúum. Ósæð og botnlangar Alls eru Skeiðin tæplega 100 fer- kílómetrar. Vörðufell setur í norðri sterkan svip á þessa flatlendu gras- gefnu sveit þar sem urðir Þjórs- árhrauns sjást víða. Á Skeiðum hefur ísilögð Hvítá oft flætt yfir bakka sína, sem ræður því að bæirnir í sveitinni, sem gjarnan eru í þyrpingum, standa yfirleitt uppi á hólum eða hæð- ardrögum. Þjóðvegur númer 30 er ósæðin sem liggur þvert um Skeiðin; frá Suðurlandsvegi í Flóanum og þaðan til dæmis upp á Flúðir eða inn í Þjórsárdal. Frá Skeiðaveginum eru botnlangar sem liggja heim að bæj- um, en á mörgum þeirra er margbýlt. Ástæður þess að svo er búið eru margar. Ein sú, segja kunnugir, að í lítilli sveit þurfti að nýta hvern skika vel, svo sem þegar nýjar kynslóðir voru að taka við búskap á óðali feðr- anna. Það er líka áberandi á Skeiðum að í ættir fram er oft skyldleiki meðal fólks í gegnum Reykjaættina svo- nefndu. Að karlarnir hér heiti Bjarni, Eiríkur, Jón eða Ólafur er mjög al- gengt. Nýtur kosta dreifbýlis Í Brautarholti, sem aðrir kalla Húsatóftaholt, er miðpunktur í þess- ari sveit. Þar er leikskóli en grunn- skóli er hins vegar við Árnes, sem er í Gnúpverjahluta sveitarfélagsins. Í Brautarholti er einnig sundlaug, gistiaðstaða og vinsælt tjaldsvæði. „Þróun íslensks landbúnaðar end- urspeglast vel í búskap hér á Skeið- um,“ segir Björgvin Skapti Bjarna- son í Skeiðháholti, oddviti sveitarstjórnar. „Áveitan sem bar frjósamt jökulvatn úr Þjórsá var tek- in í notkun um 1920 og með henni og enn seinna notkun tilbúins áburðar gátu bændur aukið framleiðslu sína og þá farið í framkvæmdir. Þegar best lét, fyrir um 30 árum, var hér stundaður kúabúskapur á tæplega 40 bæjum en nú ellefu. Eigi að síður hef- ur mjólkurframleiðslan á Skeiðum haldist svipuð í lítrum talið. Þetta er gjöful sveit og hér hefur fólk einnig haslað sér völl í nýjum greinum eins og hrossarækt, ferðaþjónustu og ým- iskonar ræktun. Þá býr hér líka fólk sem sækir vinnu til dæmis á Selfossi en nýtur líka kosta dreifbýlisins.“ Hundafólk Georg Lárusson og Mette Pedersen búa á Ólafs- völlum og sinna þar ræktun íslenska fjárhundakynsins. Skeiðin eru gjöful  Milli tveggja stórfljóta  Grasgefin sveit og 100 ferkíló- metrar  Bjarni, Eiríkur, Jón og Ólafur  Óðal feðranna „Hugurinn hefur alltaf verið í sveit- inni,“ segir Ásmundur Lárusson, bóndi í Norðurgarði á Skeiðum, sem er einn bæja í hverfinu sem kennt er við kirkjustaðinn Ólafs- velli. Þar búa þau Matthildur Elísa Vilhjálmsdóttir kona hans, sem er Skeiðakona í húð og hár, mekt- arbúi. „Ég var tíu ára gamall Selfoss- strákur þegar ég var sendur í sveit á Hlemmiskeið hér í sveit og þar voru örlög mín ráðin. Mig langaði í bændaskóla en þar sem draum- urinn um að verða bóndi var fjar- lægur lærði ég smíði sem hefur oft komið sér vel. Við byrjuðum búskap sem leiguliðar þar sem ég var í sveit. Færðum svo út kvíarnar og fengum ríkisjörðina Norðurgarð til ábúðar árið 1999. Eignuðumst svo jörðina fyrir tíu árum og höfum jafnt og þétt verið að stækka búið,“ segir Ásmundur. Í dag tilheyrir Norðurgarði 410 þúsund lítra mjólkurframleiðslu- réttur á ári og mjólkandi kýr á hverjum tíma eru um 60 talsins ásamt því að hafa 300 grísi í upp- eldi. Hannes Orri, sonur Ásmundar og Matthildar, lauk búfræðinámi síðastliðið vor og hefur starfað við búið síðan. Að auki eiga hjónin börnin Árnýju Fjólu, Bergsvein Vil- hjálm og Elínu Ástu sem öll hafa verið og eru liðtæk við bústörf. Vilja auka framleiðsluna Draumur Norðurgarðsfólks er að geta aukið framleiðsluna enn frek- ar, svo kynslóðaskipti verði auð- veldari og bústörfin fýsileg og raunhæfur kostur fyrir komandi kynslóð. „Jú, við getum alveg bætt við okkur, en það tekur bara sinn tíma. En svo velti ég líka fyrir mér hvort áfram verði sama eftirspurn eftir mjólkurafurðum nú þegar svo margir gerast vegan og neysluvenj- ur breytast. Sú neyslubreyting vek- ur spurningar en hún mun vænt- anlega hafa sín áhrif á íslenskan landbúnað, sem að mínu mati er mun vistvænni landbúnaður en stundaður er í okkar samanburð- arlöndum,“ segir Ásmundur. Vegan vekur spurningarnar STÓRBÚ Í NORÐURGARÐI Í ÓLAFSVALLAHVERFINU Vordagur Ásmundur Lárusson bóndi lengst til hægri. Með á mynd- inni eru sonurinn Hannes Orri og Marta Stefánsdóttir, unnusta hans. Mektarbú Myndarlega hefur verið byggt upp í Norðurgarði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stórbýli Bærinn Fjall er vestast í sveitinni og stendur undir Vörðufelli. Skeiðháholt VorsabærFjall Brautarholt Ólafsvellir Norðurgarður Blesastaðir Þj ór sá Þjó rsá Hv ítá Kortagrunnur: OpenStreetMap Húsatóftir Reykir Reykjaréttir Áshildarmýri Skeið í Árnessýslu Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is Allt til merkinga & pökkunar BRÉFPOKAR Í ALLSKONAR STÆRÐUM OG GERÐUM Mikið úrval í verslun og á netinu www.pmt.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.