Morgunblaðið - 25.04.2019, Page 30
30 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík
Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
Mikið úrval varahluta í Ifor Williams kerrur
og allar aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu
Ifor Willams Kerrur
í öllum stærðum og útfærslum
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Leiðtogar 37 ríkja og embættismenn
frá tugum annarra landa taka þátt í
þriggja daga fundi sem hefst í Pek-
ing í dag og er haldinn til að ræða
umdeilda framkvæmdaáætlun Kín-
verja sem nefnd hefur verið Belti og
braut. Gert er ráð fyrir að Kínverjar
reyni á fundinum að draga úr gagn-
rýni sem áætlunin hefur sætt, meðal
annars vegna ásakana um að fram-
kvæmdirnar auki skuldabyrði fá-
tækra samstarfsríkja.
Samkvæmt áætluninni er stefnt að
miklum fjárfestingum í vegum, járn-
brautum, höfnum, flugvöllum og öðr-
um mannvirkjum í 65 löndum í Asíu,
Evrópu og Afríku með það fyrir aug-
um að greiða fyrir viðskiptum og að-
gangi Kínverja að mikilvægum
markaðssvæðum og hráefnum til
iðnaðar.
Xi Jinping, forseti Kína, hrinti
áætluninni í framkvæmd árið 2013
og heildarverðmæti verkefnanna
sem boðuð hafa verið nemur 3,67
billjónum dollara, jafnvirði tæpra
450 billjóna króna, að því er frétta-
veitan Reuters hefur eftir sérfræð-
ingum í heimsviðskiptum. Stjórnvöld
í Peking segja að kínversk fyrirtæki
hafi fjárfest fyrir andvirði 90 millj-
arða dollara (tæpra 11.000 milljarða
króna) í löndum sem taka þátt í áætl-
uninni og veitt lán að andvirði 200-
300 milljarða dollara (24.000 til
36.000 milljarða króna) á árunum
2013 til 2018.
Samstarfsríki í skuldagildru?
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og
fleiri vestrænum löndum hafa sakað
Kínverja um að hafa aukið skulda-
byrði fátækra ríkja með því að veita
þeim lán til að fjármagna óarðbær
verkefni í tengslum við Belti og
braut og telja að meginmarkmiðið
með áætluninni sé að styrkja stöðu
Kína sem heimsveldis. Fyrir-
komulagið er oft þannig að kínversk-
ur banki veitir samstarfsríki lán til
að fjármagna ákveðin byggingar-
verkefni og landið gerir síðan samn-
ing við kínverska verktaka um fram-
kvæmdina og rekstur mannvirkisins.
Samstarfsríkið þarf síðan að greiða
afborganir af láninu í áratugi og í
sumum tilvikum þarf það einnig að
greiða kínverska fyrirtækinu þókn-
un fyrir rekstur mannvirkisins, að
sögn The Wall Street Journal. Til að
mynda hafa íbúar Afríkuríkja kvart-
að yfir því að verktakarnir noti
marga kínverska verkamenn við
framkvæmdirnar í stað þess að ráða
heimamenn. Nokkrir vestrænir
embættismenn hafa jafnvel sakað
Kínverja um að hegða sér eins og ný-
lenduveldi í Afríku til að efla efnahag
Kína.
Kínversk stjórnvöld neita þessu
og segja að fjárfestingarnar og lánin
stuðli að auknum hagvexti í fátækum
löndum og segja ekkert hæft í því að
samstarfsríki þeirra lendi í „skulda-
gildru“ eins og haldið hefur verið
fram á Vesturlöndum. Belti og braut
greiði fyrir auknum milliríkja-
viðskiptum og komi þannig öllum
heiminum til góða.
Ágreiningur milli Evrópuríkja
Leiðtogar 37 ríkja sitja fundinn í
Peking, þeirra á meðal Vladimír Pút-
ín Rússlandsforseti. Bandaríkja-
stjórn ákvað að senda ekki neinn
embættismann frá Washington á
fundinn og flest ríki Evrópu sendu
ekki leiðtoga sinn, heldur ráðherra
efnahagsmála. Nokkrir leiðtogar að-
ildarríkja Evrópusambandsins
ákváðu þó að mæta á fundinn og
flestir þeirra gerðu það til að ergja
leiðtoga ESB, að því er fréttaveitan
AFP hefur eftir fréttaskýrendum.
Á meðal leiðtoganna á fundinum
eru Giuseppe Conte, forsætisráð-
herra samsteypustjórnarinnar á
Ítalíu, Viktor Orbán, forsætisráð-
herra Ungverjalands, Sebastian
Kurz, kanslari Austurríkis, og sósíal-
istinn Alexis Tsipras, forsætisráð-
herra Grikklands.
Ítalía varð fyrsta G7-ríkið til að
undirrita samning um þátttöku í
Braut og belti þegar Xi Jinping
heimsótti landið í mars. Sú ákvörðun
ítölsku samsteypustjórnarinnar
reitti bandarísk stjórnvöld til reiði og
ráðamenn nokkurra samstarfsríkja
Ítalíu í ESB og NATO gagnrýndu
hana. Þeir sögðu hana meðal annars
geta orðið til þess að Kínverjar
fengju tangarhald á samgöngu-
mannvirkjum á Ítalíu og aðgang að
hernaðarlega mikilvægri tækni.
Heimildir: Ríkisfjölmiðlar í Kína
Áform Kínverja um Belti og braut
Stefnt er að miklum fjárfestingum í járnbrautum, vegum og höfnum í 65 löndum frá Asíu til Evrópu og
Afríku með það fyrir augum að greiða fyrir viðskiptummilli Kína og annarra landa
Helstu leiðir, hafnir og borgir
Xian Hangzhou
Lanzhou
Peking
Urumqi
Bichkek
Almaty
Astana
Samarcande Kashgar
IslamabadTehran
Istanbúl
Moskva
Rotterdam
Feneyjar
Aþena
Mombasa
Djibbútí
KolkataGwadar
Colombo
Jakarta
Hanoi
Zhanjiang
Kuala
Lumpur
Siglingaleiðir
Vegir
Járnbrautir
Duisburg
Belti og braut í brennidepli
Leiðtogar og fulltrúar tuga landa sitja fund um umdeilda framkvæmdaáætlun kínverskra stjórn-
valda Evrópuríki greinir á um þátttöku í áætluninni Sögð styrkja stöðu Kína sem heimsveldis