Morgunblaðið - 25.04.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.04.2019, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kári Stef-ánssonskrifar langa grein í Fréttablað í gær um raforkumál og er þó full ástæða til að lesa. Hann segir m.a.: „Það bárust um daginn þær fréttir af aðal- fundi Landsvirkjunar að af- koma hennar hefði verið betri árið 2018 en í nokkurn annan tíma og þrátt fyrir það ætlaði hún að hækka gjaldskrá sína um þrjátíu prósent. Lands- virkjun er í eigu ríkisins þannig að tekjur hennar umfram rekstrarkostnað eru einfald- lega óbein skattlagning.“ Þetta er athyglisvert einkum nú þegar heimtað er með nokkrum hávaða að fyrirtækin, hvernig sem þau eru stödd, taki hvert og eitt á sig launahækk- anir sem miðstýrð samtök skrifuðu undir, hvort sem þau séu fær um það eða ekki. Kaup- hækkanir nú bættust við mikla kaupmáttarhækkun sem hér var orðin áður. Staðan hjá ein- stökum fyrirtækjum er mis- munandi og víst munu allmörg þeirra í færum um að bæta út- gjöldum á sig án þess að afla tekna á móti. En þau fyrirtæki sem komin voru að eða yfir þol- mörk útgjalda fyrir samnings- gerð og sitja undir hótunum hækki þau verð vöru sinnar hljóta að spyrja: Hvað skal þá gera? Svarið blasir við og fáir vilja heyra það og enn færri axla ábyrgð á svarinu. Í lok greinar sinnar um raf- orkumál segir Kári Stefánsson: „Þegar maður veltir fyrir sér orkupakkanum þriðja í tengslum við hugmyndir um það hvernig orkan sem við virkjum úr íslenskri náttúru sé nýtt og mikilvægi hennar fyrir framtíð þjóðarinnar, þá held ég að við ættum að láta hann vera þótt ekki sé nema vegna þeirra skilaboða sem samþykkt hans myndi senda börnum okkar og barnabörnum.“ Kári bætir því að vísu við að þjóðin myndi sennilega lifa slíkan gerning af því hún hafi breyst í „atvinnu- menn og konur í því að takast á við þau bjánasköp kjörinna full- trúa þjóðarinnar sem þeir fremja gjarnan í nágrenni Austurvallar, þau afdrifaríku inni í hlöðnu steinhúsi sem blasir við Jóni Sigurðssyni...“. Það má benda á að sá hluti ís- lensku þjóðarinnar sem lætur sig helst varða það sem frá Sjálfstæðisflokknum kemur og er enn drjúgur þótt skroppið hafi saman seinasta rúma ára- tuginn, taldi ástæðulaust að hafa áhyggjur af undirmálum í þessu orkupakkamáli. Lands- fundur flokksins hafði tekið af þunga á því máli seinast þegar hann mátti. Það styrkti al- menna flokksmenn í góðri trú sinni að fyrir réttu ári lagði formaður flokksins lykkju á sína leið í ræðustól Alþingis og hnykkti á stefnu flokksins með mjög afgerandi hætti svo enginn maður velktist í vafa um eitt né neitt. Hann sagði: „Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana? Eru það rök að þar sem Evrópusam- bandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra? Hérna er- um við með kristaltært dæmi um það, raforkumál Íslands eru ekki innrimarkaðsmál.“ Satt best að segja er þarna kveðið miklu fastar að en for- maðurinn temur sér alla jafnan. Ekkert fer á milli mála. For- maðurinn var vissulega ekki að tala til kjósenda þess flokks sérstaklega eða félaga í þeim flokki. Hann talaði til allrar þjóðarinnar. En líklegast er að fyrrnefndir hópar hafi hlustað betur en meðaltalið vegna vin- semdar eða hreinnar flokks- hollustu. Og þessar yfirlýs- ingar komu þeim ekki á óvart. Sjálfstæðismenn telja það reglu en ekki undantekningu að formaðurinn tali í takt við það sem flokkurinn samþykki á Landsfundum sínum. En skyndilega tóku einstakir þingmenn, þeirra á meðal þeir sem margur hefur talið sér óhætt að bera gott traust til, að birta pistla eins og vottar sem gengu þvert á það sem Lands- fundur hafði samþykkt og for- maðurinn ítrekað með svo af- gerandi hætti að athygli og aðdáun vakti. Því er spurt í stíl formannsins sjálfs: Hvað í ósköpunum gengur mönnum til?“ Kostirnir sem eru í boði eru aðeins tveir. „Kosturinn“ við málið er talinn að halda megi því fram að þótt ágreinings- laust sé að það sé vita gagns- laust og ástæðulaust fyrir Ís- land, sé ekki nægilega öruggt að það sé hættulegt fyrir Ísland og ekki heldur sé algjörlega öruggt að stjórnarskráin sé brotin. Ókostur málsins felst í óaft- urkræfum og óbætanlegum skrefum sem fara í bága við stjórnarskrá landsins. Þetta dugar öllum sem bera hag Ís- lands fyrir brjósti. Og þeir og aðrir munu sjálfsagt einnig hugsa til þeirra raka sem for- maður Sjálfstæðisflokksins flutti af þunga á þingi. Hvorki flokkar né fólk þola ítrekaða ágjöf óheilinda} Hvers vegna í ósköpunum? H örður Sigurgestsson var frum- kvöðull sem leiddi Eimskipa- félagið og viðskiptalífið allt í gegnum byltingu í stjórnar- háttum. Samtímis var hann formfastur og maður framfara, en hafði líka þann allt of fágæta eiginleika að hafa sjálf- stæðar skoðanir og geta tekið af skarið. Stjórnendur sem störfuðu undir handarjaðri Harðar hafa verið leiðandi í viðskiptalífinu fram á þennan dag. Kalla má þetta skeið við- skiptaháskóla Eimskips. Vegna þess „prússneska“ yfirbragðs sem var á stjórnunarstíl Harðar að hans eigin sögn áttuðu margir sig ekki á því hversu víðsýnn hann var. Í jólablaði Vísbendingar árið 2005 birtist viðtal við Hörð. Gefum honum orðið: „Mín niðurstaða er að sumt fólk hafi hæfi- leika til að leiða aðra, hafi yfirsýn og horfi fram í tímann betur en aðrir. Stjórnandinn verður að eiga gott með að tjá sig og leiða hóp. Fólk sem hefur þessa hæfileika er besta efnið í stjórnendur. Ég lagði áherslu á menntun, að nýir stjórnendur hefðu góða háskólamenntun. Það var einungis einn viðskipta- fræðingur hjá Eimskip þegar ég kom þangað, Þorkell Sig- urlaugsson. Þegar ég kom heim frá framhaldsnámi 1968 var það undantekning ef menn með viðskiptafræði- menntun voru áhrifamenn í viðskiptalífinu. Kannski vorum við að mörgu leyti akademískir stjórn- endur. Við þurftum þó ekki mjög langan tíma til að taka ákvarðanir.“ Útrásin svonefnda var hafin af krafti: „Það er eðlilegt að menn þurfi að hafa vara á sér ef hinar raunverulegu höfuðstöðvar þessara fyrirtækja fara að flytjast í meira mæli en nú til útlanda. Þá á ég ekki við hinar lögformlegu höfuðstöðvar heldur hvar foringjarnir eru og hugvitið er.“ Í framhaldinu velti Hörður fyrir sér hvort það væri heppilegt að þróun íslensks atvinnulífs væri í ríkum mæli komin undir bönkunum. Hver átti staða Íslands að vera í samfélagi þjóðanna? „Útflutningur sjávarútvegsfyr- irtækja sem hlutfall af landsframleiðslu hefur minnkað hratt. [Þá] breytist ýmislegt annað, eins og t.d. rökin fyrir því að við getum ekki gengið í Evrópusambandið. Við hljótum að vilja skoða hvernig við getum orðið meiri þátttak- endur í Evrópu 21. aldarinnar en hingað til. Ég er ekki að hugsa um þetta bara út frá pen- ingum, hvað við fáum eða þurfum að borga. Það er áhuga- vert að búa til sterka Evrópu sem er mótvægi, ásamt Bandaríkjunum, við önnur stórveldi sem eru að verða til. Ég skil heldur ekki að menn vilji ekki sitja við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar.“ „Á starfstíma mínum hjá Eimskip urðu dramatískar breytingar á Íslandi. Hér skapaðist viðskiptasamfélag hliðstætt því sem tíðkaðist í helstu samskiptalöndum okk- ar. Frelsið jókst og afskipti ríkisvaldsins urðu minni. Við- horf verkalýðshreyfingarinnar urðu jákvæðari, hún nýtt- ist betur félögum sínum, en völdin hafa minnkað.“ Benedikt Jóhannesson Pistill Upphafsmaður nútímans í viðskiptalífinu Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Frumvarp Katrínar Jak-obsdóttur forsætisráð-herra um kynræntt sjálf-ræði er komið til allsherjar- og menntamálanefndar. Um er að ræða lagafrumvarp sem snýr að rétti einstaklinga til þess að skilgreina sjálfir kyn sitt og miðar að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Verði frum- varpið að lögum mun sérhver ein- staklingur njóta óskoraðs réttar til þess að skilgreina kyn sitt sjálfur. Einstaklingar sem náð hafa 15 ára aldri eiga þannig rétt til að breyta skráningu á kyni sínu í þjóðskrá. Beiðni um slíka breytingu skal beint til Þjóðskrár Íslands. Þá er hlutlaus skráning kyns einnig heimil. „Op- inberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skil- ríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfn- um, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X,“ segir í 2. mgr. 6. gr. frumvarpsins. Stofnanir hafa 18 mánaða frest frá gildistöku laganna til að laga skráningarform, eyðublöð, skilríki og þess háttar samkvæmt ofangreindu ákvæði. Þjóðskrá Ís- lands telur í umsögn sinni við frum- varpið tímarammann til að fram- kvæma þessar breytingar vera of knappann. „Stofnunin telur að greiningar- vinna og nauðsynlegar breytingar á kerfum stofnunarinnar muni taka að minnsta kosti tvö ár,“ segir í umsögn Þjóðskrár. Stofnunin bendir einnig á að hún hefur látið útbúa kostnaðar- mat vegna nauðsynlegra breytinga á kerfum stofnunarinnar svo m.a. verði hægt að skrá, miðla og gefa út skilríki með hlutlausu kyni. „Ljóst er að ekki verður hægt að fara í nauðsynlegar breytingar á framangreindum kerf- um nema fyrir liggi fjármagn til slíkr- ar vinnu,“ segir í umsögn Þjóðskrár. Líkamleg friðhelgi Lögunum er einnig ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Í frumvarpinu er tekið fram að óheimilt er að gera varanlegar breyt- ingar á kynfærum, kynkirtlum eða öðrum kyneinkennum einstaklings 16 ára eða eldri án skriflegs samþykkis hans. Til varanlegra breytinga teljast meðal annars skurðaðgerðir, lyfja- meðferðir og önnur óafturkræf lækn- isfræðileg inngrip. Slíkt telst til lík- amlegrar friðhelgi einstaklings. Samtökin Trans Ísland, félags trans- fólks á Íslandi, gera alvarlega at- hugasemd við aldursskilyrðin í þessu ákvæði. „Líkamleg friðhelgi er að tryggja fólki í rauninni vernd gegn inngripum sem þau geta ekki veitt leyfi fyrir. Það er talað um að það sé brotið á líkamlegri friðhelgi þegar ungbörn eru send í aðgerðir og kyn- einkennum þeirra breytt á einhvern hátt. Þegar við tölum um líkamlega friðhelgi erum við að tala um að setja valdið í hendur einstaklingsins. Þannig að það verða ekki gerðar neinar aðgerðir án upplýsts sam- þykkis þeirra,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynja- fræðingur og formaður Trans Ís- lands. Hún segir það sérstakt að setja aldurstakmark á líkamlega friðhelgi þar sem langflest inngrip á börnum með ódæmigerð kyneinkenni verða þegar þau eru ungbörn. „Þannig að frumvarpið tryggir ekki eitt af þeim grundvallaratriðum sem það ætti að tryggja,“ segir Ugla. Að öðru leyti styðja samtökin frumvarpsdrögin en þau voru unnin í samstarfi við Trans Ísland, Intersex Ísland og Samtökin 78. Ísland yrði með fremstu lönd- um í réttindum trans og intersex Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögunum verður settur á fót starfs- hópur sem mun meðal annars fá það verkefni að skoða líkamlegu friðhelg- ina nánar. „Þetta er kannski eitt af þeim atriðum sem mesti ágreining- urinn er um og í raun stærsta álita- málið almennt í heiminum þegar kemur að intersex fólki; það eru rosa- lega fáir staðir sem tryggja því lík- amlega friðhelgi. Það er verið að storka ákveðnu kerfi og hrófla við heilbrigðisstéttinni þannig að oft myndast einhver mótstaða og íhalds- samar skoðanir. Við bjuggumst alveg við því að þetta myndi valda einhverri togstreitu en við vorum að vonast til þess að okkar álit og sérstaklega álit þeirra sem eiga í hlut myndi vega meira en áhyggjur annarra,“ segir Ugla. Hún segir afar fá lönd í heim- inum tryggja líkamlega friðhelgi og oftast með einhverjum skorðum. Ef breyting á aldursskilyrðunum í lög- unum yrði að veruleika myndi Ísland því standa með fremstu löndum í heiminum hvað varðar réttindi trans og intersex fólks. „Þetta myndi vera stórt skref í réttindabaráttu, ekki bara fyrir Íslendinga, heldur fyrir heiminn almennt, ef þetta verður samþykkt eins og við höfum lagt til.“ Rétturinn til að skrá hlutlaust kyn hjá ríki Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gleðiganga Stjórnarfrumvarp um kynrænt sjálfræði er komið í nefnd. Lagabreytingin yrði framfaraskref í réttindum trans- og intersex fólks.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.