Morgunblaðið - 25.04.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.04.2019, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Vísindaráð loftslags- rýnenda í Noregi sneri sér um daginn til Ernu Solberg, forsætisráð- herra, og leggja til, að gerð verði grein fyrir afleiðingum þess að skipta í græna orku, með þessum orðum m.a.:  Hafa ráðstafanir í Noregi yfirleitt nokkur áhrif á þróun hitastigs á jörðinni?  Hvað kosta loftslagsráðstafanir Norðmanna?  Til hvers leiðir það í náttúrunni, umhverfinu og þjóðfélaginu að virkja vinda og taka í notkun lífræna orku?  Hvaða áhrif hefur það fyrir fá- tækar þjóðir, að hætt verði nýta brunaorku?  Til hvers leiðir það í vestrænum iðnríkjum að hverfa að „grænni orku“ og sömuleiðis fyrir orku- öryggið?  Eru stjórnvöld viðbúin kaldara loftslagi? Ráðið, sem er skipað tuttugu mönnum, gerði á 11 síðum grein fyrir viðhorfi sínu til loftslagshugmynda á vegum Sameinuðu þjóðanna. Menn- irnir segja blaðamenn ónýta að kynna gagnrýni á þessar hugmyndir. Þeir halda því fram, að það sé blekk- ing, að um hinar opinberu hug- myndir sé samstaða vísindamanna. Þeir kannast ekki við, að hlýnað hafi marktækt, þegar mælt er ofan þess, sem staðbundnar ástæður móta. Þeir halda því fram, að loftslagslíkön hafi ekki ráðið við að skýra breytingar. Þeir sýna, að opinber gögn um lofts- lagið hafa verið fölsuð. Þeir halda því fram, að hitastigið hafi áhrif á koltví- sýringsmagnið, en ekki öfugt. Þá gera þeir grein fyrir breytingum á hafís; þar sé ekki um að ræða hraða rýrnun. Þá halda þeir því fram, að styrkur sólargeisla og breytingar á skýjafari stýri hitafari. Þeir segja beinlínis, að for- sætisráðherra, eins og fleiri ráðamenn, snið- gangi vísindalegar stað- reyndir í þessum efn- um. Mér vitanlega hefur vísindaráðið ekki áður birt sameiginlegt álit af þessu tagi. Samtökin urðu þannig til, að ýmsir, sem sendu Aftenposten greinar gagnrýnar á samþykktir loftslags- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, urðu fyrir því, að blaðið birti þær ekki eða það breytti þeim að höfundi for- spurðum. Þeir stofnuðu þá vettvang- inn Klimanytt (klimarealistene.com) til að koma máli sínu óbrengluðu til skila. Eftir að ég kynntist þessum vett- vangi, gefst mér vel, þegar útvarpið eða Morgunblaðið flytja fréttir heimsins um loftslagmál, að bíða nokkra daga til að sjá, hvað norsku loftslagsrýnendurnir hafa að segja. Nýlegt dæmi er fréttin um útrým- ingu skordýra; hún reyndist ekki styðjast við merkileg rök. Engu að síður má vel segja mér, að skordýr heimsins séu í hættu, en í þetta sinn var það illa rökstutt. Eftir Björn S. Stefánsson » Samþykktir Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsmál eru ekki vísindalegar. Björn S. Stefánsson Höfundur var kallaður í Vísindafélag Norðmanna árið 1991. bssorama@gmail.com Erindi loftslags- rýnenda í Noregi Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Elskaðu. Lifðu. Njóttu. Ég get sagt með góðri samvisku að Femarelle VIRKAR. Hitakófin hættu, vakna ekki lengur á nóttinni og fótapirringur er minni eftir að ég fór að taka inn Femarelle. Halldóra Ósk Sveinsdóttir 40+ FEMARELLE REJUVENATE • Minnkar skapsveiflur • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur teygjanleika húðar • Viðheldur eðlilegu hári 50+ FEMARELLE RECHARGE • Slær hratt á einkenni (hitakóf og nætursviti minnka) • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur kynhvöt • Hefur engin áhrif á vef í brjóstum eða legi 60+ FEMARELLE UNSTOPPABLE • Inniheldur kalsíum og D3-vítamín • Eykur liðleika • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku sem stuðlar að andlegu jafnvægi Biðlistar eftir hjúkr- unarrýmum halda áfram að lengjast. Í dag þurfa 42% þeirra sem bíða eftir hjúkr- unarrými að bíða í meira en 90 daga eða lengur samanborið við 26% árið 2014 að sögn landlæknis. Fram kem- ur í nýrri greinargerð Landlæknisembættisins að löng bið eftir hjúkrunarrýmum sé verulegt áhyggjuefni og þá sennilega um allt land. Hin langa bið endurspeglast meðal annars í fjölda ein- staklinga sem bíða eftir varanlegri dvöl á hjúkrunarheimili á Landspítalanum segir á vef Landlæknisemb- ættisins. Það eru slæm örlög að vera fastur á sjúkra- húsi án þess að þurfa þess. Skerðing lífsgæða er mikil við þær aðstæður. Það versta í þessu er að ekki er verið að byggja nógu mörg hjúkrunarrými eins og landlæknir hefur bent á. Alls eru 2.700 hjúkrunarrými á landinu sam- kvæmt opinberum tölum. Áætlað er að allt að 270 ný rými vanti til við- bótar við þau hjúkrunarrými sem þegar hefur verið ákveðið að byggja, samkvæmt gögnum landlæknis, auk þess þurfi að bæta eða endurbyggja allt að 400 hjúkrunarrými til að mæta kröfum um bættan aðbúnað. Eftir er að svara hvort verið sé að byggja nægjanlega mörg hjúkrunarrými í sjálfri höfuðborginni. Nýlega, á fundi borgarráðs, lagði ég fram beiðni um að fá nýjar upplýs- ingar um stöðu eldri borgara í Reykjavík og hver biðin sé m.a. eftir heimaþjónustu og hjúkrunarrýmum. Samkvæmt upplýsingum Velferð- arsviðs Reykjavíkurborgar voru í desember 2018 53 einstaklingar sem lágu á bráðadeildum LSH vegna skorts á hjúkrunarrýmum á höf- uðborgarsvæðinu en höfuðborg- arsvæðið myndar eitt heilbrigð- isumdæmi. Um 67 einstaklingar biðu á biðdeildum sem LSH rekur og á annan tug biðu eftir heimahjúkrun. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu um að sett yrði á lagg- irnar starf „hagsmunafulltrúa eldri borgara“ en sú tillaga hugnaðist ekki meirihlutanum og var hún felld. Öld- ungaráð Reykjavíkur veitti umsögn þar sem segir: „að nú þegar sé verið að fjalla um þessi mál auk þess sem starfandi sé umboðsmaður borg- arbúa sem fer meðal annars með mál- efni eldri borgara“. Ekki var talin þörf á stofnun sérstaks hagsmuna- fulltrúa í Reykjavík fyrir aldraða. Umboðsmaður borgarbúa og málefni eldri borgara Í ljósi umsagnar Öldungaráðs Reykjavíkur að umboðsmaður borg- arbúa sinnti málum eldri borgara var kannað hver staða þessa málaflokks er hjá honum. Fram kom hjá um- boðsmanninum að mikið álag er á embætti umboðsmanns og neyðist embættið til að forgangsraða verk- efnum og málsmeðferðartími getur því verið langur. Ljóst má vera að embættið þarf aukið fjármagn og mannafla til að anna öllum þeim mál- um sem það fæst við að sögn umboðs- manns borgarbúa. Ekki hvað síst svo það geti haft frumkvæði að því að nálgast jaðarsetta hópa, svo sem aldraða, með það að markmiði að kynna starfsemi embættisins og auð- velda og hvetja hópinn til að leita til þess um hagsmunagæslu og rétt- arvernd. Eldri borgarar í neyð Í tiltölulega nýrri rannsókn Berg- lindar Blöndal á aðstæðum aldraðra kemur fram að þunglyndi og ein- manaleiki einkenndi þátttakendur rannsóknarinnar og voru sumir einn- ig vannærðir. Þessar upplýsingar hafa oft komið fram. Þess vegna skyldi ætla að Velferðarsviðið sem og Öldungaráðið hefðu viljað styðja þessa tillögu heils hugar eða í það minnsta skoða hana nánar. Sífellt er verið að fullvissa borgarfulltrúa um að fylgst sé vandlega með eldri borg- urum sem eru í viðkvæmri stöðu en ítrekað hefur það verið staðfest að betur má ef duga skal. Hagsmuna- fulltrúinn skoðar málefni eldri borg- Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur »Hagsmunafulltrúinnskoðar málefni eldri borgara ofan í kjölinn, heldur utan um hags- munamál þeirra og fylg- ist með aðhlynningu og aðbúnaði. Kolbrún Baldursdóttir Hagsmunafulltrúi aldraðraAtvinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.