Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 38

Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 ✝ KjartanBjörnsson fæddist á Hraun- koti í Aðaldal 22. maí 1932. Hann lést á sjúkradeild Heilbrigðisstofn- unar Norðurlands á Húsavík 15. apr- íl 2019. Foreldrar hans voru Björn Ár- mannsson, f. á Hraunkoti 19.1. 1902, d. 18.8. 1970, og Kristín Kjartansdóttir, f. á Daðastöðum í Reykjadal 3.4. 1898, d. 16.9. 1987. Kjartan var þriðji í röð sex systkina en þau eru: Þórey, f. 4.10. 1929, Árdís, f. 8.11. 1930, Hálfdan Ármann, f. 2.12. 1933, d. 20.8. 2009, Þórgrímur, f. 27.11. 1937, og Svanlaug, f. 31.10. 1942, d. 5.2. 1996. Kjartan kvæntist þann 23.12. 1959 Snjólaugu Guðrúnu Bene- diktsdóttur, f. 14.5. 1940, frá 25.12. 1965, maki Tora Katinka Bergeng, f. 9.7. 1983. Þeirra börn eru: Hildur Helga og Jarl. Börn Kolbeins og fyrri konu hans, Huldu R. Árnadóttur, eru: Hafrún, Guðrún Kristín og Kjartan Árni. 5) Björn, f. 19.1. 1967, maki Aðalheiður Einars- dóttir, f. 23.5. 1968. Dætur þeirra eru: Sóley og Ólöf Rún. Sonur Aðalheiðar er Einar Halldórsson. Kjartan útskrifaðist vorið 1950 úr smíðadeild Héraðsskól- ans á Laugum. Næstu árin fékkst hann við smíðar og múr- verk, s.s. við brúargerð á Laxá við Laxamýri og hafnargerð á Þórshöfn og í Grímsey en fór einnig á vertíð til Grindavíkur. Lífsstarf Kjartans og helsta áhugamál var búskapur á Hraunkoti. Frá 1960 bjuggu þau Snjólaug félagsbúi með Birni og Kristínu, foreldrum Kjartans, þar til Björn lést og síðar með Kolbeini syni sínum og hans fjölskyldu. Kjartan verður jarðsunginn frá Neskirkju í Aðaldal í dag, 25. apríl 2019, klukkan 14. Hjarðarbóli í Aðal- dal. Foreldrar hennar voru Bene- dikt S. Sigurðsson frá Garði í Aðaldal, f. 14.1. 1909, d. 3.12. 1988, og Snjó- laug Guðrún Jóns- dóttir frá Kaldbak, f. 6.4. 1919, d. 10.6. 2006. Börn þeirra eru fimm: 1) Snjó- laug Guðrún, f. 21.9. 1959, gift Karli Friðjóni Arnarsyni, f. 12.8. 1960, d. 27.6. 2016. Þeirra synir eru Örn Þór og Atli Björn. 2) Borghildur, f. 25.9. 1960, gift Kristjáni Krist- jánssyni, f. 7.3. 1960. Þeirra börn eru: Daði, Bjarki, Fanney og Laufey. Kristján á einnig dótturina Kristel. 3) Börkur, f. 30.6. 1962, maki Berglind Ólafsdóttir, f. 15.9. 1967. Þeirra börn eru: Benedikt, Birkir Óli, Brynjar Þór og Guðný Björg. 4) Kolbeinn, f. Það eru forréttindi að þekkja fólk í íslenskri sveit og fyrir mig voru það sannarlega for- réttindi að hafa fengið að kynn- ast tengdaföður mínum, Kjart- ani bónda í Hraunkoti. Leiðir okkar lágu fyrst saman haustið 1982 en þá vorum við Borg- hildur dóttir Kjartans farin að rugla saman reytum og ég mætti með henni galvaskur í smalamennsku í hrauninu. Við Kjartan náðum vel saman, enda með nokkuð svipaðar lífsskoð- anir og hann varð einn af mín- um bestu vinum. Við höfðum gaman af því að fá okkur í glas saman og ekki skemmdi að fá sér vindil með. Við reyndum þá jafnframt að leysa heimsmálin og tókst það yfirleitt, að okkur fannst, á tiltölulega skömmum tíma í hvert sinn. Einhverjum fannst við jafn- vel of líkir, sérstaklega ef við létum ekki vel að stjórn eða sýndum af okkur einhvern þvergirðingshátt og það kom fyrir að konan mín talaði um að sér liði stundum eins og hún væri gift honum föður sínum. Kjartan fylgdist vel með þjóðmálunum, var víðlesinn maður og mikill viskubrunnur og menn komu ekki að tómum kofunum þegar kom að bú- skapnum eða ættfræði. Þá var hann mikill hagyrðingur og þótt ekki liggi mikið eftir hann á prenti er ekki ólíklegt að mjólkurbílstjórar og jafnvel fleiri eigi vísur eftir Kjartan, sem gerði t.d. töluvert af því að panta vörur með mjólkurbílnum í bundnu máli. Kjartan og Snjólaug voru með með blandaðan búskap, mjög fjölbreyttan um tíma, fið- urfénað af ýmsum stærðum og gerðum, kýr, kindur, geitur, hesta, hunda og ketti. Þau hjón unnu saman í verkunum en Snjólaug sá að mestu leyti um mjaltir. Sjálfur hafði Kjartan mestan áhuga á íslensku sauðkindinni, ólíkt mér, þar sem kýrnar heilla mig meira. Enda sagði Kjartan mér það reglulega að ég væri sauðheimskur en kýrskýr og með því var hann alls ekki að gera lítið út mér, þvert á móti. Þá benti Kjartan mér reglu- lega á það þegar ég var að gefa fénu, að ég gæfi eins og bú- fræðingur en það var að hans mati ekki rétta aðferðin. Það var mikið af börnum í kringum Kjartan og það kunni hann vel að meta. Hann var barngóður, naut návistar barna- barna sinna og að segja þeim sögur. Hann lét þau gjarnan fá verkefni í fjárhúsunum, eins og halda á lömbum þegar hann var að marka á sauðburði. Það þótti nú aldeilis merkilegt embætti. Það eru ómetanleg forréttindi fyrir börnin okkar að hafa feng- ið að kynnast lífinu í sveitinni og njóta samvista og leiðsagnar afa síns og við erum þakklát fyrir að hafa átt hann að þetta lengi. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er og Kjartan hefur nú kvatt þennan heim eftir fremur stutta en harða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Með þessum fáu línum langar mig að minnast þessa merka manns og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Kjartan var stórmerki- legur maður, hjartahlýr og góður. Elsku Snjólaug, börn og aðr- ir aðstandendur, missir ykkar er mikill en Guð geymir minn- ingu um góðan mann. Hvíl í friði, kæri vinur. Kristján Kristjánsson. Þegar ég var barn beið ég óþolinmóð eftir að sumarið kæmi og ég fengi að fara norð- ur í Hraunkot. Mér fannst Hraunkot falleg- asti staður í heimi og ég held að Kjartan frændi minn hafi verið sama sinnis. Þetta var fæðingarstaður hans, um- kringdur Kinnarfjöllunum, Aðaldalshrauni og Bakkanum og þar ræktaði hann jörðina all- an sinn aldur. Margt hefur breyst frá því að Selmýrin og Fljótsbakkinn voru nýtt til heyskapar fyrir úthey og laufhey. Kjartan var bóndi af lífi og sál og hafði dálæti á sauðfé. Hann hafði líka gaman af börnum og þau hændust að honum, hann tók alltaf vel á móti mér þó nóg væri af börn- unum fyrir á bænum. Hann hafði hlýlegt viðmót og fallega rödd og var með myndarlegri mönnum. Hann gat líka sungið og var haft eftir kórstjórnanda að hann hefði getað náð langt ef hann hefði lagt fyrir sig söng. Það var gaman að hanga yfir honum við vinnu, hann kunni margar sögur og sagði skemmtilega frá, svo var hann líka góður hagyrðingur og kunni vísur um menn og mál- efni. Það hefur eflaust stundum reynt á þolinmæðina hjá honum gagnvart okkur frænkunum sem heldur vildum leika okkur en raka dreif úti á túni, reyta arfa í kartöflugarði eða stinga út úr fjárhúsi. Einu sinni kom hann að okkur þar sem við vor- um að vigta hanann, hann skammaði okkur ekki heldur sagði okkur að fara varlega með hann. Það var ekki mikið um ferða- lög á þessum árum en ég man eftir skemmtilegri ferð þegar Snjólaug og Kjartan fóru með okkur krakkana að Dettifossi. Við frænkur sátum eins og prinsessur í aftursæti Skodans en strákunum þremur var troð- ið í skottið og sátu þar flötum beinum. Heldur voru allir ryk- ugir en sælir við heimkomuna. Þegar leið að jólum kom allt- af poki með hangikjöti, magál og stundum, rjúpum frá frænda og var það heilög stund að smakka á þessu góðgæti. Eftir að ég varð fullorðin var alltaf jafn gott að koma í Hraunkot og heimsækja frænda í litla fallega húsið sem þau byggðu á efri árum og Kolbeinn hafði tekið við búinu og haldið áfram myndarlegri uppbygg- ingu. Ég er þakklát fyrir þessi góðu kynni sem munu alltaf fylgja mér og sendi fjölskyld- unni samúðarkveðjur. Hrafnlaug Guðlaugsdóttir. Kjartan Björnsson ✝ Elín Þórarins-dóttir fæddist 6. febrúar 1932 á Stóra-Hrauni, Snæfellsnesi. Hún lést 12. mars 2019 á Grund í Reykja- vík. Foreldrar hennar voru Rósa Lárusdóttir frá Breiðabólstað og Þórarinn Árnason, sonur séra Árna Þórarinssonar, prófasts frá Stórahrauni. Elín var þekkt sem Ella Dóa og var hún fjórða elst af sínum systrum. Gengnar eru Lára og Kristín Þórarins- dætur og eftir lifa Elsa, Gyða og Inga Þórarinsdætur. Allar eru þær fæddar á Stóra- Hrauni og áttu góðan uppvöxt á æskuheimilinu. Elín var þrígift og eignaðist einn son og fjögur barna- börn. Elín fór snemma út í heim, ferðaðist vítt og breitt um Skandinavíu og skemmti fólki á sýningarferðum með þáverandi manni sínum. Henni var tónlist í blóð borin en hún spilaði á gítar, píanó og söng af hjartans lyst. Mörg voru ævintýri Elínar en ævi- saga hennar „Allt önnur Ella“ kom út árið 1986, skrifuð af Ingólfi Margeirssyni. Útför Elínar fór fram í kyrr- þey 21. mars 2019. Elsku amma mín. Nú get ég ekki lengur heim- sótt þig á Grund og fært þér súkkulaðimola, en margar voru þær stundir sem við sátum sam- an yfir súkkulaði og ræddum tímana tvenna. Þegar þú varst á dvalarheim- ilinu í Hveragerði kom ég oft að heimsækja þig og eyddi með þér heilu helgunum þar sem við ræddum um gamla tíð, líðandi stundu og hlógum mikið að. Við settum svo á tónlist og gæddum okkur á bláberjum með rjóma. Við fórum líka oft í bíltúr eða „út að rússa“ eins og þú kallaðir það. Þá var fyrsta stoppið ísbúðin þar sem þú fékkst þér ís í dollu með karamellusósu. Alltaf það sama, enda kunni ég þetta utan að og pantaði fyrir þig áður en þú komst orði að. Á menntaskólaárum mínum kom ég alltaf eina helgi í mán- uði til þín í Hveragerði. Sá tími var dýrmætur enda hlakkaði ég alltaf til að keyra veginn til þín í hvaða veðri sem var. Síðan flutti ég til London en þá skrifuðumst við reglulega á, þegar ég fékk bréf frá þér hringdi ég strax í þig. Þú varst alltaf ánægð að heyra í mér og spurðir mig um lífið og tilveruna. Í fríum var ég dugleg að koma í gistingu og oftast kom ég með nýja flík fyrir þig. Þannig gat ég alltaf kætt þig en stundum skiptirðu við mig á gamalli flík ef þér leist á eitt- hvað nýtt sem ég var í. Það tókst alltaf, enda vissi ég að ég fengi sennilega þessa flík til baka í næstu heimsókn. Þegar ég var lítil stelpa bröll- uðum við margt saman, ég var ömmubarn alveg frá upphafi og sá ekki sólina fyrir þér. Þeir tímar voru bestir þegar við vor- um bara tvær, þú og ég. Við fundum þá dægradvöl sem hægt var að finna í Hveragerði; fara í Tuska, Blómaborg og Eden. Á þessum tíma varstu oft á leiðinni í bæinn eða til Reykja- víkur. Stundum komstu á föstu- degi og sóttir mig heim til mín og skutlaðir mér svo aftur heim á sunnudegi. Mér fannst sunnu- dagarnir þess vegna alltaf leiðinlegir, því þá var helgin okkar búin. Þegar ég fékk bílpróf keyrði ég þig oft í heimsókn til Stínu heitinnar, svo fórum við til Ernu frænku eða Elsu, Gyðu og Ingu. Oft voru þetta langar heim- sóknir með kaffi og með því og þegar ég var orðin þreytt, þá man ég mig segja: „Amma, erum við ekki að fara að koma?“ Í þeim heimsóknum þar sem píanó var, fannst mér skemmti- legast að heyra þig spila gömlu lögin þín; Vorkvöld í Reykjavík, Dagný og Játning. Ég lét spila þau fyrir þig á orgelið í útför- inni og ég veit að þér hefði fund- ist það fallegt. Það síðasta sem minnir mig á þig eru liljurnar sem ég fékk fyrir útförina, en eftir hana fór ég með þær heim og mamma gerði úr þeim mikinn vönd. Ilm- urinn af þeim minnir á þig en það er eins og þú hafir bara komið með okkur heim. Þú trúðir því að þeir liðnu geti fylgst með lifendum og verndað farveg þeirra. Ég vona það svo sannarlega því ég hef svo margt að sýna þér. Líf mitt á Englandi færðu nú loks að sjá og allt það sem ég mun taka mér fyrir hendur. Nú er ég að verða þrítug, elsku amma mín, en í hjarta mínu er ég er enn sú litla stelpa og það ömmubarn sem sér ekki sólina fyrir þér. Þín Ella litla. Elín Rós. Elín Þórarinsdóttir Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Yndislegur sambýlismaður og vinur, stjúpi og afi, GUNNAR B. JOHANSEN, múrarameistari, lést miðvikudaginn 10. apríl. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 29. apríl klukkan 13. Viktoría Skúladóttir Jens Guðbjörnsson Valgerður Júlíusdóttir Daði Guðbjörnsson Soffía Þorsteinsdóttir Guðbjörn Guðbjörnsson Gunnar Guðbjörnsson Ólöf Breiðfjörð og afabörn HERMANN EINARSSON, kennari og útgefandi, lést 20. apríl í Vestmannaeyjum. Útför hans verður gerð frá Landakirkju laugardaginn 27. apríl klukkan 14. Minningarathöfn verður í Reykjavík í Neskirkju föstudaginn 3. maí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Guðbjörg Ósk Jónsdóttir Sigurborg Pálína Hermannsdóttir, Páll Friðbertsson Steinunn Ásta Hermannsdóttir, Ágúst Ingi Jónsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær frændi og afi okkar, EGILL ÁSMUNDSSON, Ránargötu 7, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 17. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 29. apríl klukkan 13. Ari Rafn Sigurðsson Pia María Aradóttir, Kári Rafn Arason Lis Ruth Klörudóttir Karen Lind Lúðvíksdóttir, Aron Logi Lúðvíksson Nína Kjartansdóttir Bryndís Klara Árnadóttir, Sigurjón Óskar Árnason Ásmundur Helguson Hólmfríður Leifsdóttir Aron Holmfridarson Pettersen Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EMIL GEIR GUÐMUNDSSON, sem lést laugardaginn 20. apríl á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 27. apríl klukkan 14. Ólafur Geir Emilsson Haukur Arnar Emilsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.