Morgunblaðið - 25.04.2019, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 25.04.2019, Qupperneq 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 ✝ SigurþóraMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 20. júní 1931. Hún lést 12. apríl 2019 á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Pat- reksfirði. Foreldrar henn- ar voru Magnús Guðbrandur Bjarnason, f. 27.11. 1874, d. 13.1. 1963, og Þórey Brandsdóttir, f. 10.7. 1887, d. 8.1. 1955. Þóra, eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp í Ytri-Skógum frá þriggja vikna aldri. Hún var alin upp af hjónunum Margréti 22.12. 1936, og giftast þau 14.10. 1959. Pálmi dó af slysför- um 13.12. 1975. Þóra vann við hjúkrun frá árinu 1958-2001 á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar, að undan- teknum árunum 1987-1997 þeg- ar hún vann á Sólvangi í Hafnarfirði. Þóra og Pálmi eignuðust fjögur börn: Helgi Páll, f. 23.10. 1961, maki Sólveig Ásta, f. 4.10. 1963. Guðný Freyja, f. 3.12. 1962, maki Guðbrandur Bjarna- son, f. 2.10. 1960. Kristinn, f. 26.5. 1963, d. 21.1. 2015, maki Salóme Þorbjörg Guðmunds- dóttir, f. 3.8.1966. Skjöldur, f. 17.2. 1968, maki María Ragnarsdóttir, f. 1.11. 1965. Barnabörn Þóru eru 11 tals- ins og langömmubörnin 15. Útför Þóru fer fram frá Pat- reksfjarðarkirkju í dag, 25. apríl 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. Oddsdóttur, f. 2.10. 1869, d. 7.5. 1959, og Páli Bárð- arsyni, f. 11.5. 1875, d. 22.10. 1943. Þóra átti einn albróður, Axel Magnússon, f. 2.5. 1929, d. 3.3. 1991. Þóra lærði hjúkrun og útskrif- aðist frá Hjúkr- unarskóla Íslands árið 1958. Sama ár flutti hún til Patreks- fjarðar til að vinna á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar. Á Patreksfirði kynnist hún Pálma Svavari Magnússyni frá Hlaðseyri, f. Við litum alltaf upp til Þóru ömmu. Hún var kjarnakona, ákveðin en á sama tíma ljúf. Ein- staklega dugleg og kunni að meta vinnusemi. Amma var líka algjör prakkari og hélt hún alltaf hátíðlega upp á 1. apríl með því að láta sem flesta hlaupa. Þegar amma flutti aftur á Patró frá Reykjavík þá voru nokkrar reglur sem við krakk- arnir þurftum að fara eftir í sam- bandi við heimsóknir til hennar. Regla númer 1 var að heimsækja ömmu ekki á morgnana þar sem hún átti það til að horfa á sjón- varpið fram á nótt og vildi þá fá að sofa frameftir. Regla númer 2 var að það þýddi ekkert að kíkja í kaffi til hennar þegar endursýn- ingar á Glæstum vonum voru. Annars vorum við krakkarnir alltaf velkomin að kíkja í kaffi til ömmu. Hún átti alltaf til kex og nammi og var dugleg að henda í pönnukökur sem var skolað niður með ískaldri mjólk. Þegar kaffispjallið dróst á langinn við fullorðna fólkið þá var notalegt að kveikja á sjónvarpinu hennar ömmu og skella teikni- myndaspólunni í tækið sem inni- hélt góða blöndu af Tomma og Jenna og Strumpunum. Við lærðum það krakkarnir þegar við urðum eldri að það var ekki sama hvernig kaffi henni var boðið, hún vildi hafa kaffið sterkt. „Það verður að vera bragð af því,“ eins og hún orðaði það. Þeg- ar Palli byrjaði að stunda sjó þá var honum ljóst að sjóarakaffið væri jafnvel ekki alltaf nógu „bragðmikið“ að hennar sið. Svo sem skiljanlegt fyrir harðdugleg- an hjúkrunarfæðing sem hefði ekki gefið sjómanni tommu eftir í vinnusemi. Þóra amma gerði bestu fiski- bollur í heimi. Hún sendi reglu- lega skammta til Palla meðan hann bjó á heimavistinni í vél- skólanum, taldi hún það nauðsyn- legt til að halda góðri orku í drengnum. Eftir að Þóra Sonja byrjaði að búa bað hún Þóru ömmu um uppskriftina. Amma sagði henni að setja saman slatta af þessu og dass af hinu. Það hef- ur enn ekki tekist að búa til jafn góðar fiskibollur og amma gerði. Amma var mjög fín kona og kenndi okkur að leggja rétt á borð. Þóra Sonja veit það í dag að hún á alltaf að leggja hníf og gaff- al við borð akkúrat öfugt við það hvernig hún heldur á þeim. Amma var mjög mikill sólar- dýrkandi. Það þurfti ekki mikla sól til þess að hún væri komin fyr- ir framan íbúðina sína á Patró í stuttum buxum og á brjóstahald- aranum. Hún sagði okkur krökk- unum frá því að áður fyrr hefði hún borið á sig saltvatn til að ná betri lit og þegar hún vann á sjúkrahúsinu á Patreksfirði í gamla daga hafi hún lagst í grasið á góðviðrisdögum fyrir utan og lagt sig á milli vakta. Við krakk- arnir áttum margar góðar stund- ir með Þóru ömmu, stundir sem við erum mjög þakklát fyrir. Þóra amma á stóran part í hjarta okkar allra. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín barnabörn, Páll Svavar, Svanur Þór, Þóra Sonja og Kristín Helga. Það er erfitt að skýra þær til- finningar sem vöknuðu þegar ég frétti andlát Þóru. Bernskuminn- ingar mínar tengjast henni náið og þó að, eins og sagt er, vík hafi verið milli vina og fjörður milli frænda, þá minnist ég hennar með hlýju og þakklæti. Amma mín, Margrét Odds- dóttir, og afi minn, Páll Bárðar- son, voru bændur í vesturbænum í Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum. Tvö barna þeirra, synirnir Gústaf Elí og Bárður Óli, komust á legg, en áhugi þeirra á velferð barna var mikill, dvöldu mörg börn hjá þeim til lengri eða skemmri tíma. Sagt er að 27 börn hafi fermst á þeirra vegum. Síðasta og yngsta barnið sem þau tóku að sér var Þóra, en afi kom með hana eitt sinn úr bæjarferð, kornabarn, og hafi amma, sem þá var orðin nokkuð fullorðin, haft einhverjar efasemdir, hurfu þær um leið og hún hélt á henni í fyrsta sinn, að eigin sögn. Þóra var þeim, og sér- staklega ömmu, eftirlát, sólar- geisli og reyndist henni vel. Eftir að afi lést af slysförum, flutti amma ásamt Þóru til Reykjavíkur og bjó fyrstu árin hjá okkur og svo hjá Gústafsfjöl- skyldu. Þar sem ég var sjö áum yngri var hún í raun bæði eins og eldri systir og föðursystir. Hún var skemmtileg, glaðlynd og oft uppátækjasöm. Tómas Grétar, eldri bróðir minn, var nær henni í aldri og kom þeim vel saman og héldu alltaf góðu sambandi þar til hann féll frá. Þau sátu saman við matarborðið og hann lærði af Þóru að halda á hníf og gaffli, en hún var örvhent, þannig að hann beitti hníf alltaf með vinstri hendi! Smári, yngri bróðir minn, er 15 árum yngri en hún, þannig að hann kynntist henni lítið meira en sem barnapíu, áður en hún flutti frá okkur. Hún fór í Hjúkr- unarskólann og var þar í heima- vist og útskrifaðist þaðan 1958, sama ár og ég fór utan til náms. Þar með í raun skildu leiðir. Hún bjó á Patreksfirði, þegar ég flutti heim mörgum árum síðar, en ég fékk alltaf fréttir af henni gegn- um Tómas Grétar bróður. Við bræðurnir, ásamt dætrum Tómasar Grétars og fjölskyldum okkar allra, sendum fjölskyldu Þóru okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Pálmar Ólason. Tárin læðast eitt og eitt niður kinnarnar og golan leikur um vangann svo þorna tárin og hugs- anirnar streyma fram. Mig lang- ar að skrifa fáeinar línur og minnast Þóru Magg. Þegar ég flutti til Patreksfjarðar árið 1974 hitti ég Þóru í fyrsta sinn á Björgunum hjá Lilju minni og Jóni mági hennar. Seinna lágu svo leiðir okkar saman á Sjúkra- húsinu á Patreksfirði þar sem Þóra var hjúkrunarkona. Einn daginn stoppaði Þóra mig í Urð- argötunni þar sem ég var að bera út blöðin, hún spurði mig hvort ég vildi ekki frekar koma að vinna uppi á sjúkrahúsi og hætta að vinna á þremur stöðum eins og ég gerði. Ég varð í fyrstu mjög hissa og gat ekki séð mig fara þangað að vinna en ákvað að láta á það reyna og þiggja vinnuna og hef aldrei séð eftir því. Þóra var mér alltaf góð og elskuleg. Snemma bankaði sorg- in á dyrnar hjá henni en árið 1975 missti Þóra elskulega manninn sinn, hann Pálma, frá fjórum börnum en hann lést af slysförum 13. desember 1976. Missirinn var mikill og söknuðurinn sár hjá litlu fjölskyldunni. Þóra var harð- dugleg og það var fátt sem stopp- aði hana. Svo dró aftur ský fyrir sólu þegar elsku Kiddi sonur hennar greindist með krabba- mein en hann lést úr þeim skelfi- lega sjúkdómi í janúar 2015. Hann var giftur og tveggja barna faðir og átti þá einn afastúf og annan á leiðinni. Við Þóra áttum margar góðar stundir saman á árunum áður og mikið gátum við hlegið að vitleys- unni sem okkur datt í hug. Ég á svo margar góðar og skemmti- legar minningar sem ég gæti skrifað um en ég ætla að geyma þær í huga mínum og hjarta. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Jónsdóttir) Lítill hörpustrengur snertir hjarta mitt. Lítið tré fellir laufin eitt og eitt uns þau hverfa ofan í jarðveginn og koma ekki aftur. Lítill hörpustrengur snertir hjarta mitt . Af litla trénu hefur enn eitt laufið fallið og eftir sit ég hljóð og tárin falla. Ég kveiki á kerti stari á logann það er þögn en í hjarta mínu eru tilfinningar til þín. Til þín sem ég kveð með söknuði og ég bið í hljóðri bæn bið fyrir þér. Tárin falla eitt og eitt. Ég hugsa um liðinn tíma góðar stundir. Þakklæti fyllir huga minn og hjarta þakklæti til þín elsku besta Þóra mín. (Solla Magg.) Góða ferð í sumarlandið, elsku Þóra mín, og takk fyrir liðinn tíma En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ókunnur) Börnum Þóru, tengdabörnum og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Sólveig S. Magnúsdóttir (Solla Magg.). Sigurþóra Magnúsdóttir Elskuleg mág- kona og svilkona, Ír- is Karlsdóttir, er fallin frá eftir erfið veikindi. Íris ólst upp í Kópavogi hjá móður og tveimur bræðrum en föður sinn missti hún barnung. Þau Íris og Mummi kynntust þeg- ar hann fór suður í Stýrimanna- skólann og það ríkti svo sannar- lega mikil eftirvænting á æskuheimili Mumma þegar hann var væntanlegur heim til Akur- eyrar til að kynna verðandi eig- inkonu. Hin verðandi mágkona beið í ofvæni og með þvílíkri til- hlökkun að berja nýjan fjölskyldu- meðlim augum, skellti sér út á svalir um leið og bíllinn renndi í hlað og góndi með velþóknun á fal- legu konuna sem steig úr bíl bróð- urins. Íris og Mummi bjuggu sitt fyrsta heimili í Hraunbæ með elstu strákana, Kalla og Halla og litla drenginn Hauk sem þau misstu tíu vikna. Þannig barði sorgin snemma dyra hjá fjölskyld- unni. Leiðin lá síðan norður á Ak- ureyri og í barnahópinn bættust Laufey, Lilja og Arnar ásamt tví- burabróður sem ekki auðnaðist líf. Það var í mörg horn að líta á stóru Íris Karlsdóttir ✝ Íris Karlsdóttirfæddist 6. febr- úar 1947. Hún lést 2. apríl 2019. Útför Írisar fór fram 24. apríl 2019. heimili en Íris var forkur dugleg við uppeldi og heimilis- störf. Þegar börnin uxu úr grasi lærði hún til sjúkraliða og starfaði sem slík við Sjúkrahúsið á Akur- eyri og síðar á Land- spítalanum. Íris var fagurkeri og listhneigð, áhuga- málin beindust að garðrækt, öllu sem laut að hann- yrðum og hún hannaði gjarnan sjálf verkin sem hún vann en auk þessa teiknaði hún bæði og mál- aði. Hún var vandvirk og fjölhæf en lítillát og hélt hæfileikum sín- um ekki á lofti. Fjölskyldan flutti aftur suður og eftir því sem árin liðu jókst tími og tækifæri til ferðalaga. Við í fjöl- skyldu Mumma eigum fjölda góðra minninga af sameiginlegum ferðalögum okkar erlendis og inn- anlands í sumarbústöðum, í borg- arferðum, við sólarstrendur og á lystiskipum. Síðasta árið stríddi Íris við al- varleg veikindi sem hún tókst á við af yfirvegun og þrautseigju. Nú þegar við kveðjum Írisi og þökk- um samfylgdina í gegnum lífið er hugurinn hjá Mumma og bróður- fjölskyldu allri. Innilegar samúð- arkveðjur, kæra fjölskylda, megi guð og góðir vættir styrkja ykkur í sorginni. Halldóra, Gunnar, Ólafur og Inga Lára. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför dóttur okkar, systur, mágkonu og föðursystur, BJARGAR ARADÓTTUR, rafmagnsverkfræðings og tölvunarfræðings, sem andaðist 5. apríl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á krabbameinsdeildum Landspítalans og öðrum sem veittu umönnun og þjónustu í veikindum hennar. Díana Þ. Kristjánsdóttir Ari G. Þórðarson Þórður Arason Elínborg G. Sigurjónsdóttir Kristján M. Arason Andrea J. Mohr-Arason Ari, Sigurjón, Bjarmi, Benjamín, Elías og Helgi Okkar kæri, GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON frá Efri-Hrepp, til heimilis að Leynisbraut 38, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 20. apríl. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 4. maí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á gjafa- og minningarsjóð Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, reikningsnúmer 552-26-411, kt. 470108-0370. Gyða Bergþórsdóttir Guðrún J. Guðmundsdóttir Jóhannes Guðjónsson Bergþór Guðmundsson Bryndís R. Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÁSGERÐUR JAKOBSDÓTTIR, áður Álfheimum 44, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 21. apríl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 13. maí klukkan 13. Ólafur Pálsson Sigrún Edda Hálfdánardóttir Gunnar Rúnar Pálsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG GUÐVARÐARDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi aðfaranótt páskadags. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 3. maí klukkan 15. Málfríður Magnúsdóttir Ingólfur Magnússon Ástríður Hartmannsdóttir Magnea Magnúsdóttir Friðrik Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁRNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, Hamravík 30, Borgarnesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 19. apríl. Útför hennar fer fram frá kapellunni á Drangsnesi laugardaginn 27. apríl klukkan 14. Ingólfur Andrésson Haraldur Vignir Ingólfsson Helga Lovísa Arngrímsdóttir Guðjón Ingólfsson I. Guðmunda Hreinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.