Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
Frístunda- og atvinnufatnaður
frá REGATTA
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu-
kylfingur úr Leyni, snýr í dag aftur til
keppni eftir að hafa neyðst til þess
að draga sig úr keppni á síðasta
móti sínu, í Jórdaníu í mars, vegna
bakmeiðsla. Hún hefur í dag dag leik
á Lalla Meryem-mótinu í Marokkó.
Mótið er það sjöunda á keppn-
istímabilinu í Evrópumótaröðinni í
golfi. Valdís glímir enn við bakmeiðsli
en vinnur á þeim með aðstoð sjúkra-
þjálfara.
Sigurjón Friðbjörn Björnsson
verður næsti þjálfari kvennaliðs
Fjölnis í handknattleik og tekur við
liðinu af Arnóri Ásgeirssyni. Fjölnir
hafnaði í 9. sæti í 1. deildinni í vetur,
Grill 66-deildinni. Sigurjón var að-
stoðarþjálfari liðsins á síðasta keppn-
istímabili en verður nú þjálfari liðsins
en hann var auk þess þjálfari 3.
flokks kvenna. Við þessum tveimur
störfum tekur Gísli Steinar Jónsson.
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson er
genginn í raðir Aftureldingar en hann
kemur frá Fram og var drjúgur í
markaskorun fyrir
Framara í Olís-
deildinni í handknatt-
leik í vetur. Stað-
arblaðið Mosfell-
ingur greinir frá
þessu og kemur
fram að Þorsteinn geri
tveggja ára samning
við Aftureldingu.
Þorsteinn
Gauti er
24 ára
gamall
og
uppalinn
hjá Þrótti.
Eitt
ogannað
Á ÁSVÖLLUM
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Haukar mæta Eyjamönnum í und-
anúrslitum Íslandsmóts karla í
handknattleik en þeir tryggðu sér
það með sannfærandi sigri á Stjörn-
unni, 30:23, í oddaleik liðanna á Ás-
völlum í Hafnarfirði í gærkvöld.
Haukar komust í 6:1 á fyrstu níu
mínútum leiksins og héldu því for-
skoti fram eftir fyrri hálfleik en
gáfu enn frekar í undir lok hans og
komust í 17:9. Staðan var orðin
21:11 þegar tíu mínútur voru búnar
af síðari hálfleik og úrslitin þar með
nánast ráðin. Stjarnan náði að laga
stöðuna aðeins undir lokin á leikn-
um.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði 6
mörk fyrir Hauka, Adam Haukur
Baumruk 5 og Daníel Þór Ingason
4. Grétar Ari Guðjónsson varði 11
skot. Hjá Stjörnunni var Aron Dag-
ur Pálsson með 7 mörk og Andri
Hjartar Grétarsson 6. Sigurður
Ingiberg Ólafsson varði 11 skot.
Fyrstu leikirnir í undanúrslit-
unum fara fram á mánudags- og
þriðjudagskvöld þegar Selfoss mæt-
ir Val og Haukar leika við ÍBV.
Haukar ekki í vandræðum
Fóru létt með Stjörnuna í oddaleiknum og mæta ÍBV í undanúrslitunum
Morgunblaðið/Eggert
Sigruðu Heimir Óli Heimisson reynir skot að marki Stjörnunnar en Haukar eru komnir í undanúrslitin.
Landsliðsmennirnir Ómar Ingi
Magnússon og Janus Daði Smára-
son voru í stórum hlutverkum með
Aalborg þegar liðið vann Skjern
34:28 í toppslag í úrslitakeppninni
um danska meistaratitilinn í hand-
knattleik í gærkvöld. Þeir skoruðu
sín sex mörkin hvor og möguleikar
liðsins á sæti í undanúrslitunum eru
nú orðnir mjög góðir. Arnar Birkir
Hálfdánsson og félagar í Sønder-
jyskE eru í baráttunni um að kom-
ast áfram eftir góðan útisigur á
Tvis Holstebro, 32:30. Arnar skor-
aði tvö mörk í leiknum. vs@mbl.is
Tólf íslensk í
toppslagnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sex Janus Daði Smárason var
drjúgur fyrir Álaborgarliðið.
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson
skoraði fyrir CSKA Moskvu þegar
liðið sigraði Anzhi Makhachkala í
rússnesku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gær. CSKA vann 2:0 og
skoraði Arnór síðara mark liðsins á
55. mínútu en þetta er fjórða mark
Skagamannsins í deildinni á þessu
tímabili. Honum var síðan skipt af
velli á 69. mínútu. Hörður Björgvin
Magnússon var einnig í byrjunarliði
CSKA og lék allan leikinn. CSKA
komst með sigrinum í þriðja sæti
deildarinnar, á eftir Zenit Péturs-
borg og Lokomotiv Moskva.
Fjórða mark
Arnórs í deildinni
AFP
CSKA Arnór Sigurðsson er í topp-
baráttu með Moskvuliðinu.
Eins og undanfarin ár er ríkjandi
meisturum spáð Íslandsmeistaratitli
í knattspyrnu karla í ár. Valsmenn
verja titilinn annað árið í röð ef spá
þjálfara, fyrirliða og forráðamanna
félaganna 12 í efstu deild gengur eft-
ir. Valur hlaut nokkuð afgerandi
kosningu en næst á eftir kom lið nýk-
rýndra deildabikarmeistara KR. FH,
Breiðablik og Stjarnan koma næst á
eftir en nokkurt bil er í liðið í 6. sæti,
nýliða ÍA sem áttu góðu gengi að
fagna á undirbúningstímabilinu.
Hinir nýliðarnir, HK, hlutu lang-
fæst stig í kosningunni eftir dapurt
gengi í vetur. Víkingur R. og ÍBV
eiga einnig slæmt sumar í vændum,
samkvæmt spánni, en talið er að
annað þeirra liða fylgi HK niður um
deild í haust.
Spáin 2019:
1. Valur 394 stig
2. KR 348
3. FH 328
4. Breiðablik 307
5. Stjarnan 299
6. ÍA 212
7. KA 183
8. Fylkir 181
9. Grindavík 122
10.-11. ÍBV 111
10.-11. Víkingur R. 111
12. HK 56
Þetta er annað árið í röð þar sem
Víkingum og Eyjamönnum er spáð
slæmu gengi en liðunum var spáð
falli í fyrra. Þá endaði ÍBV hins veg-
ar í 6. sæti og Víkingur í 9. sæti, en
Fjölnir og Keflavík féllu. Val var
spáð titlinum í fyrra og það gekk
eftir en miðað við spána fyrir ári
kom ÍBV skemmtilegast á óvart, og
einnig Breiðablik sem spáð var 4.-5.
sæti en varð í 2. sæti.
ÍBV og Víkingur fást
aftur við hrakspá
Morgunblaðið/Eggert
Líklegir Valsmenn hafa fagnað
Íslandsmeistaratitli tvö ár í röð.