Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Frístunda- og atvinnufatnaður frá REGATTA Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna  Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu- kylfingur úr Leyni, snýr í dag aftur til keppni eftir að hafa neyðst til þess að draga sig úr keppni á síðasta móti sínu, í Jórdaníu í mars, vegna bakmeiðsla. Hún hefur í dag dag leik á Lalla Meryem-mótinu í Marokkó. Mótið er það sjöunda á keppn- istímabilinu í Evrópumótaröðinni í golfi. Valdís glímir enn við bakmeiðsli en vinnur á þeim með aðstoð sjúkra- þjálfara.  Sigurjón Friðbjörn Björnsson verður næsti þjálfari kvennaliðs Fjölnis í handknattleik og tekur við liðinu af Arnóri Ásgeirssyni. Fjölnir hafnaði í 9. sæti í 1. deildinni í vetur, Grill 66-deildinni. Sigurjón var að- stoðarþjálfari liðsins á síðasta keppn- istímabili en verður nú þjálfari liðsins en hann var auk þess þjálfari 3. flokks kvenna. Við þessum tveimur störfum tekur Gísli Steinar Jónsson.  Þorsteinn Gauti Hjálmarsson er genginn í raðir Aftureldingar en hann kemur frá Fram og var drjúgur í markaskorun fyrir Framara í Olís- deildinni í handknatt- leik í vetur. Stað- arblaðið Mosfell- ingur greinir frá þessu og kemur fram að Þorsteinn geri tveggja ára samning við Aftureldingu. Þorsteinn Gauti er 24 ára gamall og uppalinn hjá Þrótti. Eitt ogannað Á ÁSVÖLLUM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Haukar mæta Eyjamönnum í und- anúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik en þeir tryggðu sér það með sannfærandi sigri á Stjörn- unni, 30:23, í oddaleik liðanna á Ás- völlum í Hafnarfirði í gærkvöld. Haukar komust í 6:1 á fyrstu níu mínútum leiksins og héldu því for- skoti fram eftir fyrri hálfleik en gáfu enn frekar í undir lok hans og komust í 17:9. Staðan var orðin 21:11 þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik og úrslitin þar með nánast ráðin. Stjarnan náði að laga stöðuna aðeins undir lokin á leikn- um. Orri Freyr Þorkelsson skoraði 6 mörk fyrir Hauka, Adam Haukur Baumruk 5 og Daníel Þór Ingason 4. Grétar Ari Guðjónsson varði 11 skot. Hjá Stjörnunni var Aron Dag- ur Pálsson með 7 mörk og Andri Hjartar Grétarsson 6. Sigurður Ingiberg Ólafsson varði 11 skot. Fyrstu leikirnir í undanúrslit- unum fara fram á mánudags- og þriðjudagskvöld þegar Selfoss mæt- ir Val og Haukar leika við ÍBV. Haukar ekki í vandræðum  Fóru létt með Stjörnuna í oddaleiknum og mæta ÍBV í undanúrslitunum Morgunblaðið/Eggert Sigruðu Heimir Óli Heimisson reynir skot að marki Stjörnunnar en Haukar eru komnir í undanúrslitin. Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smára- son voru í stórum hlutverkum með Aalborg þegar liðið vann Skjern 34:28 í toppslag í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í hand- knattleik í gærkvöld. Þeir skoruðu sín sex mörkin hvor og möguleikar liðsins á sæti í undanúrslitunum eru nú orðnir mjög góðir. Arnar Birkir Hálfdánsson og félagar í Sønder- jyskE eru í baráttunni um að kom- ast áfram eftir góðan útisigur á Tvis Holstebro, 32:30. Arnar skor- aði tvö mörk í leiknum. vs@mbl.is Tólf íslensk í toppslagnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sex Janus Daði Smárason var drjúgur fyrir Álaborgarliðið. Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson skoraði fyrir CSKA Moskvu þegar liðið sigraði Anzhi Makhachkala í rússnesku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. CSKA vann 2:0 og skoraði Arnór síðara mark liðsins á 55. mínútu en þetta er fjórða mark Skagamannsins í deildinni á þessu tímabili. Honum var síðan skipt af velli á 69. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon var einnig í byrjunarliði CSKA og lék allan leikinn. CSKA komst með sigrinum í þriðja sæti deildarinnar, á eftir Zenit Péturs- borg og Lokomotiv Moskva. Fjórða mark Arnórs í deildinni AFP CSKA Arnór Sigurðsson er í topp- baráttu með Moskvuliðinu. Eins og undanfarin ár er ríkjandi meisturum spáð Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu karla í ár. Valsmenn verja titilinn annað árið í röð ef spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna 12 í efstu deild gengur eft- ir. Valur hlaut nokkuð afgerandi kosningu en næst á eftir kom lið nýk- rýndra deildabikarmeistara KR. FH, Breiðablik og Stjarnan koma næst á eftir en nokkurt bil er í liðið í 6. sæti, nýliða ÍA sem áttu góðu gengi að fagna á undirbúningstímabilinu. Hinir nýliðarnir, HK, hlutu lang- fæst stig í kosningunni eftir dapurt gengi í vetur. Víkingur R. og ÍBV eiga einnig slæmt sumar í vændum, samkvæmt spánni, en talið er að annað þeirra liða fylgi HK niður um deild í haust. Spáin 2019: 1. Valur 394 stig 2. KR 348 3. FH 328 4. Breiðablik 307 5. Stjarnan 299 6. ÍA 212 7. KA 183 8. Fylkir 181 9. Grindavík 122 10.-11. ÍBV 111 10.-11. Víkingur R. 111 12. HK 56 Þetta er annað árið í röð þar sem Víkingum og Eyjamönnum er spáð slæmu gengi en liðunum var spáð falli í fyrra. Þá endaði ÍBV hins veg- ar í 6. sæti og Víkingur í 9. sæti, en Fjölnir og Keflavík féllu. Val var spáð titlinum í fyrra og það gekk eftir en miðað við spána fyrir ári kom ÍBV skemmtilegast á óvart, og einnig Breiðablik sem spáð var 4.-5. sæti en varð í 2. sæti. ÍBV og Víkingur fást aftur við hrakspá Morgunblaðið/Eggert Líklegir Valsmenn hafa fagnað Íslandsmeistaratitli tvö ár í röð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.