Morgunblaðið - 27.04.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 27.04.2019, Síða 1
Mættur til að fástjörn Enn í fullu fjöri 28.APRÍL 2019SUNNUDAGUR Stór- fmæli lien Raggi Bjarnaverður 85ára á árinuog er enn aðsyngja fyrirfullu húsi.Hann segistaldrei fáleiða á aðstanda ásviði. 2 a A Lykilatriðiað opna sig Arnar Ingi Njarðarsongreindist með þung-lyndi og félagsfælnifyrir tveimur árum 10 Alien hóf hrollvekjuog vísindaskáldskap tilvegs og virðingar 28 L A U G A R D A G U R 2 7. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  98. tölublað  107. árgangur  UNGA FÓLKIÐ Í FÁTÆKRA- HVERFUNUM EKKI LENGUR DRAUMUR BORGARFLUGSAMGÖNGUFLYGILDI 16SÝNING SPESSA 50 Þrýstir upp verðinu » Þorvaldur Gissurarson segir þá kröfu borgarinnar að versl- unarrými sé á jarðhæð auka kostnað við nýjar íbúðir. » Jafnvel þótt eftirspurn eftir slíkum rýmum sé nær engin. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, eins stærsta verktakafyrir- tækis landsins, segir byggingar- kostnað hafa hækkað mikið að undanförnu vegna launaskriðs og gengislækkunar. Sú þróun muni, ásamt sölutregðu á ýmsum markaðs- svæðum, birtast í minna framboði. „Ég held að það sé komið ákveðið offramboð inn á markaðinn af íbúð- um á miðbæjarsvæðinu,“ segir hann og bendir á að íbúðirnar séu ólíkar. Félagið Blómaþing byggði 66 íbúðir á Frakkastígsreitnum. Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Blómaþings, segir óvissu vegna kjarasamninga og WOW air hafa haft áhrif á íbúðamarkaðinn. Nú séu þessir þættir að baki en búið að framlengja óvissuna með loforð- um um aðgerðir í húsnæðis-, lána- og skattamálum vegna kjarasamninga. Brýnt sé að eyða þeirri óvissu. „Ég tel að íbúðamarkaðurinn í miðborginni sé ekki yfirkeyrður. Það er náttúrlega offramboð í augnablik- inu og salan mun taka eitthvað lengri tíma en áætlað var.“ Offramboð í miðborginni  Forstjóri ÞG Verks segir of margar nýjar íbúðir í sölu  Kostnaður að aukast  Húsbyggjandi segir loforð í húsnæðismálum vegna kjarasamninga skapa óvissu MOf margar íbúðir … »10 Morgunblaðið/RAX Opinskár Arnar Ingi Njarðarson er í einlægu viðtali í helgarútgáfunni. Arnar Ingi Njarðarson greindist með þunglyndi og félagsfælni sum- arið 2017 og þurfti að leggjast inn á geðdeild í ágúst 2017. Á sama tíma var hann að útskrifast úr fram- haldsskóla, æfði handbolta af kappi og hafði landað nýrri vinnu. Arnar segir frá baráttu sinni við sjúkdóm- inn af kjarki og þori í einlægu við- tali í sunnudagsútgáfu Morgun- blaðsins. „Þetta byrjaði þegar lokaprófin í framhaldsskóla voru að skella á. Viku fyrir próf var bekkurinn kall- aður í myndatöku. Ég sat í mínu sæti og byrjaði að skjálfa og fann að ég var að upplifa eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað áður. Skyndilega fann ég fyrir miklum kvíða og fékk það á tilfinninguna að ég myndi aldrei komast í gegnum þessi lokapróf,“ sagði Arnar. Hann hefur nú unnið bug á veik- indunum en þegar hann lítur yfir farinn veg telur hann að mikilvæg- ast sé að segja frá, enda séu andleg veikindi „tabú“ hjá strákum. „Þetta er bara eins og að meiðast; togna aftan á læri eða vera frá í ein- hverjum íþróttum. Munurinn er bara sá að þetta snýst ekki um líkamlega heilsu,“ sagði Arnar. Veikindi „tabú“ hjá strákum  Arnar þurfti að leggjast inn á geðdeild í ágúst 2017  Samkomulag hefur náðst um fjármögnun lagningar rafstrengs upp á Kjöl og að tengja þannig ferðaþjónustu og neyðarþjónustu sem notað hafa dísilrafstöðvar við veitu Rarik. Þá verður hægt að koma upp hleðslustöðvum og gera Kjalveg færan fyrir rafbíla. Kostn- aður er áætlaður um 300 milljónir kr. og hefur ríkið heitið að leggja verkefninu til um 100 milljónir króna á næstu tveimur árum. Strengurinn verður plægður í jörð meðfram Kjalvegi í sumar. „Þetta samrýmist í fyrsta lagi okkar stefnu um orkuskipti í samgöngum, en líka að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar verkefnið var kynnt. »6 Ríkið styður jarð- streng upp á Kjöl Verulega gæti dregið úr þeim já- kvæðu áhrifum sem Höfðaborgar- sáttmálanum er ætlað að hafa fari svo að íslenskir dómstólar dæmi Isavia í vil í málaferlum þess við bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation (ALC) um greiðslu þess á skuldum WOW air við Keflavíkurflugvöll. Áhöld eru um það hvort óundirritað sam- komulag á milli Isavia og WOW air, sem Isavia segir vera einhliða yfir- lýsingu WOW air, um greiðslu flug- félagsins á skuldum þess til Isavia, eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins hinn 18. apríl, sé í takt við markmið sáttmálans sem miðar að því að tryggja skjótvirk fullnustuúrræði fyrir kröfuhafa í tengslum við loftför sem gerir það að verkum að þeir geta boðið hag- stæðari leigu- og fjármögnunarkjör. Í umsögn Isavia dagsettri hinn 14. janúar síðastliðinn og mælt var fyr- ir á Alþingi um innleiðingu Íslands á Höfðaborgarsáttmálanum fagnar Isavia því að frumvarpið sé komið fram og telur það vera til hagsbóta fyrir flugrekendur sem geta nýtt sér ákvæði samningsins til þess að ná hagkvæmari samningum um kaup eða leigu loftfara. »20 Dregið gæti verulega úr áhrifum sáttmála  Oddfellowreglan á Íslandi fagn- aði 200 ára afmæli í gær. Af því til- efni veitti reglan samtals 59 millj- ónir króna til styrktar þremur verkefnum félaga og samtaka sem sinna mannúðar- og mannræktar- málum. Þetta var tilkynnt í af- mælishófi Oddfellowa í Reykjavík. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri voru viðstaddir hófið. Í afmælishófinu var sömuleiðis undirritaður samningur Reykjavík- urborgar og Oddfellowreglunnar um minningarreit í Laugarnesi í Reykjavík þar sem Holdsveikra- spítalinn stóð. Spítalinn var gjöf danskra Oddfellowa til íslensku þjóðarinnar árið 1898. »22 Gjöf Sigþrúður Guðmundsdóttir og Eygló Harðardóttir tóku við gjöf Oddfellowregl- unnar fyrir hönd Kvennaathvarfsins. Til vinstri er Steindór Gunnlaugsson, til hægri er Guðmundur Eiríksson, stórsír reglunnar. Veittu veglega styrki á stórafmælinu Ingvar Ómarsson úr Breiðabliki og Karen Axels- dóttir úr Tindi komu fyrst í mark í Morgunblaðs- hringnum, fyrstu fjallahjólakeppni (XC) ársins, sem fór fram í gærkvöldi. Um er að ræða fyrstu af fjórum bikarkeppnum ársins í fjallahjólreiðum, en hjólað er við höfuð- stöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum. Í öðru sæti í karlaflokki varð Hafsteinn Ægir Geirsson og Bjarki Bjarnason í því þriðja. Í kvennaflokki hafnaði Kristín Edda Sveins- dóttir í öðru sæti og Kolbrún Dröfn Ragnars- dóttir í því þriðja. Morgunblaðið/Eggert Karen og Ingvar fyrst í mark í Morgunblaðshringnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.