Morgunblaðið - 27.04.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hefur þú prófað nýju
kjúklingasteikurnar?
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOLT
A
Vigdís Finnbogadóttir var viðstödd þegar lyng-
rósin Vigdís var afhent Grasagarði Reykjavíkur
í gær. Rósin er nefnd eftir forsetanum fyrrver-
andi og var ræktuð í Noregi. Hún fannst fyrir til-
viljun í Bremen í Þýskalandi í fyrra og kom hing-
að fyrir milligöngu Garðyrkjufélags Íslands.
Morgunblaðið/RAX
Lyngrósin Vigdís komin í Grasagarðinn
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Birgir Ármannsson, formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins, telur
málþóf vera mikilvægt vopn
stjórnarandstöðunnar til að geta
spyrnt við fótum í ákveðnum aðstæð-
um. Hann segir hins vegar eðlilegt
þegar þingsköp verði skoðuð að
reynt verði að gera breytingar á
reglum um málþóf á Alþingi.
Oddný G. Harðardóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
telur eðlilegt að stjórn og stjórnar-
andstaða komi sér saman um þann
tíma sem hverju máli sé ætlaður í
þingsal en segir einnig að málþófs-
vopnið sé afar mikilvægt fyrir
stjórnarandstöðuna.
Ummæli þeirra koma í kjölfar
þess að Helgi Bernódusson, skrif-
stofustjóri Alþingis, sagði í ræðu á
Hátíð Jóns Sigurðssonar í
vikunni að banna þyrfti mál-
þóf á Alþingi.
„Einn draugur fer þó um
þinghúsið og ygglir sig í þing-
salnum og er mikil nauðsyn að
kveðinn verði niður, rotaður í
einu höggi, en það er málþóf,“
sagði Helgi í Jónshúsi í Kaup-
mannahöfn á fimmtudaginn.
Síðustu breytingar
skiluðu sáralitlum árangri
„Þetta hefur verið til umræðu með
nokkuð reglulegu millibili þegar
breytingar hafa verið gerðar á þing-
sköpum. Árið 2007 voru gerðar
ákveðnar breytingar á ræðutíma
sem áttu meðal annars að stemma
stigu við allavega óhóflega löngum
ræðum en í staðinn fengu menn und-
ir ákveðnum kringumstæðum tæki-
færi til þess að koma endalaust upp í
ræðustól,“ segir Birgir í samtali við
Morgunblaðið. „Reynslan af því hef-
ur verið sú að þetta hefur orðið til
þess að auka málþóf frekar en
minnka það. Ég held að við hljótum
að skoða alla möguleika í þessu sam-
bandi. Það er auðvitað mikilvægt að
stjórnarandstaðan hafi einhverja
möguleika á að spyrna við fótum
undir einhverjum kringumstæðum.
Það er hins vegar þannig að málþófs-
vopninu sem slíku hefur ver-
ið beitt óhóflega á undan-
förnum árum og þess vegna
gefur það okkur tilefni til að
fara í einhvers konar breyt-
ingar. Það hefur ekki orðið
til þess að bæta umræður
eða auka vandvirkni í störf-
um þingsins.“
Þyrftu að sammælast
um ræðutíma
Oddný G. Harðardóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
segir að í dag sé málþóf eina leið
stjórnarandstöðunnar til þess að
stíga fast niður fæti ef það eru mál
sem stjórnarandstaðan vill ekki að
fari í gegnum þingið.
„Skoða þarf lögin um þingsköp
með það í huga að stjórn og stjórnar-
andstaða reyni að koma sér saman
um þann tíma sem hverju máli er
ætlaður í þingsal, svipað og er gert
annars staðar á Norðurlöndunum.
Stjórnarandstaðan kæmi þá að
samningum um þann tíma sem málin
tækju í þinginu. Eftir það er búið að
reyna að ná fram málamiðlun og það
gengur ekki. Aðalatriðið er að breyta
þá þingskaparlögum þannig að staða
þingsins sé sterk gagnvart fram-
kvæmdavaldinu og ekki sé gengið á
rétt stjórnarandstöðunnar,“ segir
Oddný.
Willum Þór Þórsson, þingflokks-
formaður Framsóknar, tekur undir
orð Helga Bernódussonar. Hann
segir að það sé aldrei góður bragur á
því þegar málþófi sé beitt. „Þetta er
nú oftast, í það minnsta þann tíma
sem ég hef verið, lokaúrræði. Þetta
gefur þinginu heldur ekki góða
ásýnd. Það verður þá á móti að vera
einhver lausn á því fyrir stjórnar-
andstöðu að geta beitt sér.“
Vandasamt að slíðra málþófsvopnið
Þingflokksformenn telja þörf á að breyta reglum um málþóf Engu að síður erfitt að banna málþóf
Eina leið stjórnarandstöðunnar til að stíga fast niður fæti, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Oddný G.
Harðardóttir
Willum Þór
Þórsson
Birgir
Ármannsson
„Uppleggið hjá
okkur er að reyna
til þrautar og sjá
hversu langt við
komumst. Ef við
teljum það ekki
duga munum við
þurfa að fara í at-
kvæðagreiðslur
um verkföll,“
sagði Kristján
Þórður Snæ-
bjarnarson, formaður Rafiðnaðar-
sambands Íslands og talsmaður
samflots iðnaðarmanna í kjara-
viðræðum við Samtök atvinnulífsins,
í gærkvöldi þegar fundahöldum
dagsins var að ljúka. Hann tók það
fram að reynt yrði að klára samn-
inga áður en til verkfalla kæmi.
Fundur í kjaradeilunni hófst
klukkan 10 í gærmorgun í húsa-
kynnum Ríkissáttasemjara og stóð
fram á kvöld. Búið er að skipuleggja
áframhaldandi fundahöld um
helgina, ef þörf krefur, að sögn
Kristjáns. hjorturjg@mbl.is
Reynt til
þrautar í
Karphúsi
Kristján Þórður
Snæbjarnarson
Iðnaðarmenn
funda um helgina
Björgunarsveitin Kyndill á Kirkju-
bæjarklaustri fékk afhenta þarfa
gjöf í gær, þrjár loftdýnur, svokall-
aðar grjónadýnur, sem eru hann-
aðar til þess að flytja slasað fólk.
Það var Minningarsjóður Jennýjar
Lilju sem lést af slysförum árið
2015, einungis þriggja ára gömul,
sem styrkti björgunarsveitina með
þessari gjöf.
Tilefnið var ákall frá björgunar-
sveitarmanni í frétt á mbl.is eftir
bílslysið hörmulega við Núpsvötn
27. desember síðastliðinn. „Við
bara sáum þessa frétt og okkur
fannst tilvalið að setja okkur í sam-
band við sveitina,“ segir Gunnar L.
Gunnarsson, faðir Jennýjar Lilju. Á
myndinni er fjölskyldan ásamt Ing-
ólfi Hartvigssyni, frá björgunar-
sveitinni Kyndli.
Gáfu björgunarsveitinni grjóna-
dýnur til að flytja slasað fólk