Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
Njóttu þess að hlakka til
Cabo Verde með VITA
Flogið með Icelandair
8nætur, 4.–13. nóvember
Verð frá246.100 kr.
á mann m.v. 2 í tvíbýli – allt innifalið!
Club Hotel Riu Funana Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Það sem af er þessu ári hefur verið
skrifað undir kjarasamninga á al-
mennum markaði fyrir um 76.000
manns. Það er rúmur þriðjungur af
gervöllum íslenskum vinnumarkaði,
sem telur 202.500 manns. Um mán-
aðamótin losnuðu 152 kjarasamn-
ingar ríkis, Sambands íslenskra
sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og
fleiri opinberra aðila við stéttarfélög
opinberra starfsmanna. Fundir eru
þegar hafnir á milli þessara aðila og
Bandalags háskólamanna og BSRB.
Og í næstu viku færist þungi í við-
ræðurnar. Vonast er til þess að sam-
ið verði í byrjun júní.
Langflestir samningar BSRB
losnuðu nú í mars. BSRB eru
stærstu samtök opinberra starfs-
manna á Íslandi og aðildarfélögin
sem heyra undir þau 25. Félags-
mennirnir samtals eru þannig
21.000. Um er að ræða allt frá Fé-
lagi starfsmanna stjórnarráðsins og
Félagi íslenskra flugumferðarstjóra
til Landssambands lögreglumanna
og Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna. Undir
Bandalagi háskólamanna (BHM)
eru svo um 10.000 með lausa samn-
inga og þar eru aðildarfélög á borð
við Félag prófessora við ríkishá-
skóla og Stéttarfélag lögfræðinga.
Stytting vinnuvikunnar
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formað-
ur BSRB, segir viðsemjendur sína
hingað til hafa fylgst grannt með
framvindu mála í kjarasamnings-
gerð á almennum markaði en þar
sem þeir séu í höfn geri hún ráð fyr-
ir að í næstu viku færist þungi í við-
ræðurnar á hinum opinbera. Við-
ræðum aðildarfélaga BSRB við
ríkið, Samband íslenskra
sveitarfélaga og Reykjavíkurborg
hefur ekki verið vísað til sáttasemj-
ara. Sonja segir of snemmt að segja
til um hvort deilunni verði vísað til
sáttasemjara. „Það hefur ríkt já-
kvæður tónn yfir viðræðunum,“ seg-
ir Sonja. „Ýmsar tillögur og
áherslur kröfuaðila hafa verið lagð-
ar fram. Við leggjum áherslu á að
þetta eru sameiginlegir hagsmunir
þegar upp er staðið.“
Í grunninn segir Sonja að megin-
áherslan í þessari kjarasamnings-
gerð hjá BSRB sé að fólk geti lifað
af launum sínum annars vegar og að
vinnuvikan verði stytt hins vegar.
Lífskjarasamningarnir hafi gefið
gott fordæmi að því leyti að þeir
færi þeim sem minnst hafi á milli
handanna nokkurn stuðning. Sömu-
leiðis hafi verið samið um ákvæði
þar sem lúta að styttingu vinnuvik-
unnar en að í tilfelli BSRB muni sá
þáttur krefjast annarrar nálgunar,
því stór hluti af félagsmönnum er í
vaktavinnu, sem kann að krefjast
þess að fleiri starfsmenn verði ráðn-
ir ef vinnuvikan er stytt.
Sumar stéttir í vaktavinnu
„Það má gera ráð fyrir að þungi
færist í viðræðurnar næstu daga,“
segir Þórunn Sveinbjarnardóttir,
formaður BHM. Hún á bókaða fundi
í vikunni með ríkinu.
„Það sem er rauður þráður í
gegnum alla kröfugerðina er að há-
skólamenntun sé metin til launa.
Svo eru kröfur sem varða réttindi,
eins og um styttingu vinnuvik-
unnar,“ nefnir Þórunn spurð um
megináherslur aðildarfélaga BHM.
Háskólamenntun valdi þyngri byrði
afborgana námslána og meðal
krafna BHM í þessu samhengi er að
ríkisstjórnin komi til móts við kröfur
BHM um breyttar afborganir náms-
lána.
Þórunn segir þá að aðstæður
ólíkra stétta innan bandalagsins til
styttingar vinnuvikunnar séu mis-
munandi. Sumar stéttir vinna vakta-
vinnu. „Mikilvægast er, ef sam-
komulag næst um styttingu
vinnuvikunnar, að það eigi við alla,“
segir Þórunn.
Þungi færist í viðræðurnar
Langflestir ríkisstarfsmenn eru kjarasamningslausir Í næstu viku verður fundað af krafti
Kröfurnar taka mið af lífskjarasamningnum Stytting vinnuvikunnar krafa Menntun metin til launa
Morgunblaðið/Ásdís
Lögreglumenn Landssamband lögreglumanna er á meðal aðildarfélaga
BSRB. Í vikunni hefjast viðræður BSRB við ríkið af fullum þunga.
Skoðun á gögnum í tölvupósthólfi
Más Guðmundssonar, seðlabanka-
stjóra og fyrrverandi aðstoðar-
bankastjóra
bankans á bilinu
1. janúar til 31.
mars 2012, hefur
ekki leitt neitt í
ljós sem styður
við að Ríkis-
útvarpinu hafi
verið veittar
trúnaðarupplýs-
ingar um fyrir-
hugaða húsleit
hjá Samherja og að seðlabanka-
stjóri eða aðstoðarseðlabankastjóri
hafi haft um það vitneskju, hvað þá
heimilað. Kemur þetta fram í svari
Seðlabanka Íslands til Katrínar
Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Meint upplýsingagjöf starfs-
manna Seðlabankans til Ríkisút-
varpsins varðandi húsleitina hjá
Samherja var meðal þriggja atriða
sem forsætisráðherra óskaði sér-
staklega eftir nánari upplýsingum
um í kjölfar greinargerðar sem hún
óskaði eftir frá bankaráðinu um
málefni Samherja. Tryggvi
Gunnarsson, umboðsmaður Alþing-
is, beindi því sérstaklega til for-
sætisráðherra að ástæða væri til að
óska eftir nánari upplýsingum frá
bankanum um meinta upplýsinga-
gjöf til fréttastofu RÚV í aðdrag-
anda húsleitarinnar.
Forsætisráðherra óskaði eftir
þessum upplýsingum 15. mars sl. og
fékk svar Seðlabankans 12. apríl.
Til athugunar í ráðuneytinu
Bréfaskiptin hafa nú verið gerð
opinber á vef stjórnarráðsins en þó
hafa nöfn lögaðila og einstaklinga
verið afmáð og hluti efnis þess.
Fram kemur að forsætisráðu-
neytið mun á næstu vikum leggja
endanlegt mat á efnisatriði málsins
og það hvort tilefni sé til frekari
gagnaöflunar eða viðbragða á
grundvelli athugunar ráðuneytisins.
Finna ekki gögn
um lekann til RÚV
Tölvupóstur seðlabankastjóra skoðaður
Már
Guðmundsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við sjáum að þrátt fyrir þetta er
ánægja gesta okkar mjög mikil með
ferðalög hingað til lands. Við mæl-
umst mjög hátt í
könnunum sem
gerðar eru þegar
ferðamenn yfir-
gefa landið. Gest-
ir virðast vera
ánægðir með
gæði þjónust-
unnar,“ segir Jó-
hannes Þór
Skúlason, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar, um
samkeppnishæfni ferðaþjónust-
unnar.
Ferðamenn sem koma til Íslands
greiða tæplega tvöfalt hærra verð
fyrir vörur og þjónustu en að meðal-
tali innan Evrópusambandsins. Ís-
land er um þessar mundir dýrasta
land Evrópu og að öllum líkindum
einn dýrasti áfangastaður heims.
Þetta mun koma fram í skýrslu Ís-
landsbanka um ferðaþjónustu á Ís-
landi sem kynnt verður í næstu
viku, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá bankanum.
Fram kemur að verðlag á Íslandi
er um 84% hærra en að meðaltali í
aðildarríkjum Evrópusambandsins
árið 2017. Verðlag á algengum
vörum og þjónustu sem ferðamenn
nota hafi hækkað langt umfram
verðlag í Evrópu undanfarinn ára-
tug og er nefnt sérstaklega að verð
áfengra drykkja sé hátt í þrefalt
hærra en að meðaltali í Evrópusam-
bandinu.
Kostnaður aukist mikið
Þessar upplýsingar koma Jóhann-
esi Þór Skúlasyni ekki á óvart.
Hann bendir á að hann hafi nefnt
það í fjölmörgum viðtölum að Ísland
væri orðið ósamkeppnishæft í verði
og væri að verða eitt dýrasta ferða-
mannaland heims. „Það má svo líta
á þetta frá ýmsum hliðum. Það er
ekkert keppikefli að vera sérstak-
lega ódýr. Best er að saman fari
verð og gæði þjónustu, eins og al-
mennt í viðskiptum með vöru og
þjónustu,“ segir Jóhannes.
Spurður um ástæður þessarar
stöðu segir Jóhannes að það sé sam-
bland aukins kostnaðar hjá fyrir-
tækjunum og lækkandi tekna vegna
sterks gengis íslensku krónunnar.
„Frá árinu 2010 hefur kostnaður
aukist gífurlega hjá öllum fyrir-
tækjum. Þannig hefur vísitala
neysluverðs hækkað um rúm 25%
og byggingarvísitala um 37% og
vísitala launa um 75%. Hækkun
kostnaðar gerir það að verkum að
fyrirtækin hafa þurft að hækka verð
þjónustunnar eða ekki getað lækkað
verðið til að mæta gengisþróun. […]
Lækkandi tekjur og aukinn kostn-
aður gerir þeim erfitt fyrir við að
halda aftur af verðhækkunum.“
Kjarasamningar bætast við
Jóhannes Þór segir að Íslend-
ingar þurfi að bæta sig að þessu
leyti. „Hvort sem við erum að tala
um fyrirtæki eða land þurfum við að
vera samkeppnishæf í gæðum og
fagmennsku. Við erum fókuseruð í
því. Ferðaþjónustufyrirtækin átta
sig vel á stöðunni,“ segir hann.
Framtíðin er ekkert sérstaklega
björt í þessu tilliti. Jóhannes nefnir
að laun muni hækka um 8-10% að
meðaltali á ári vegna kjarasamninga
og komi það ofan á þann mikla
kostnað sem fyrir er. Þá sér hann
ekki fyrir sér að gengisþróun á
næstunni verði hagstæð fyrir út-
flutningsgreinar, þótt erfitt sé að
fullyrða um það.
Spurður um mögulegar aðgerðir
segir Jóhannes að skoða mætti álög-
ur ríkisins á ferðaþjónustuna og
áhrif lagasetningar á rekstrar-
umhverfi þeirra og samkeppnis-
hæfni. Stjórnvöld geti hjálpað til á
ýmsan hátt og stuðlað þannig að því
að fyrirtækin lækki verð eða geti
haldið í horfinu. Nefnir hann hrað-
ari lækkun tryggingagjalds en nú er
áformuð og minni sértæka skatt-
lagningu á ferðaþjónustuna. Í síð-
arnefnda tilvikinu er um að ræða
gistináttaskatt sem Jóhannes bend-
ir á að komi ójafnt niður á fyrir-
tækin.
Best að saman fari verð
og gæði þjónustunnar
Ísland er einn af dýrustu áfangastöðum heims Fram-
kvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir gesti ánægða
Morgunblaðið/Ómar
Þingvellir Hamingjusamir spænskir ferðamenn skoða sig um í Þjóðgarð-
inum Þingvöllum á góðum degi. Gestir fara almennt ánægðir heim.
Jóhannes Þór
Skúlason