Morgunblaðið - 27.04.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 27.04.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 ÍTALÍA & SVISS GARDAVATN OG ALPAÆVINTÝR 28. ÁGÚST Í 8 DAGA ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS VERÐ FRÁ 287.900 KR. NÁNAR Á URVALUTSYN.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Áætlað er að hefja framkvæmdir við lagningu rafstrengs í jörð meðfram sunnanverðum Kjalvegi um mitt sumar og að verkinu verði lokið í haust. Ákvörðun þess efnis var kynnt í höfuðstöðvum RARIK í gær, en samhliða strengnum verður lagður ljósleiðari. Áætlaður kostn- aður er um 300 milljónir króna, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra opinberaði þau áform stjórn- valda að leggja verkefninu til 100 milljónir króna á næstu tveimur árum. Um er að ræða 24 kV jarðstreng frá Bláfellshálsi norðan við Gullfoss í Árbúðir, Gíslaskála, Kerlingarfjöll og að Hveravöllum. Strengurinn fer um 58 kílómetra leið að Hvera- völlum, að mestu meðfram Kjalvegi, og um 9 km frá Kjalvegi að Kerl- ingarfjöllum, samtals 67 km. Umhverfisþátturinn vegur þungt, en orkuskiptin úr brennslu jarð- efnaeldsneytis með olíurafstöðvum á hálendinu í notkun innlendra vist- vænna orkugjafa samræmast þeirri stefnu stjórnvalda að verða kolefnis- hlutlaust samfélag fyrir árið 2040. „Þetta samrýmist í fyrsta lagi okkar stefnu um orkuskipti í sam- göngum, en líka að byggja upp sjálf- bæra ferðamennsku. Við viljum styðja við ferðaþjónustuna og bjóða upp á náttúruupplifun sem er um leið í takt við umhverfið, án þess að spúa út mengandi efnum á meðan. Í þriðja lagi er þetta svo öryggismál, þar sem lagning ljósleiðara sam- hliða jarðstreng stóreykur fjar- skiptaöryggi þar sem aukinn fjöldi ferðamanna fer um Kjöl,“ segir Katrín. Mikilvægt öryggismál á Kili Katrín segir að um óumdeilt verk- efni sé að ræða sem margir ráð- herrar og ráðuneyti komu að, enda falli verkefnið í marga málaflokka. Það sé að frumkvæði ferðaþjónustu- aðila og sveitarfélaga á svæðinu, sem leituðu til stjórnvalda fyrir þá viðbót sem þurfti til að hægt væri að ráðast í verkið. Aðkoma stjórnvalda er forsenda þess að hægt sé að ráð- ast í framkvæmdina. Að auki kemur Neyðarlínan að verkefninu, en rafstrengur sem lagður var frá Brúarhvammi á Blá- fellsháls árið 2017 knýr meðal ann- ars sendistöð hennar á Bláfelli. Framlenging strengsins upp á Kjöl hefur mikla þýðingu og stuðlar að auknu öryggi í rekstri fjarskipta með tengingu við dreifiveitu raf- magns í stað rafstöðva. Um mikil- vægt öryggismál er því að ræða á svæði sem er vinsælt meðal ferða- fólks. Umhverfisspjöll eru lítil Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir að aukin krafa sé um rafvæðingu fjallaskála samhliða vaxandi notkun þeirra og kallað sé eftir útrýmingu dísilvéla uppi á öræfum. Umhverfisáhrif fram- kvæmdanna eigi að vera óveruleg. „Við plægjum þetta niður, svo að umhverfisspjöll eru lítil. Við sneið- um hjá öllum verndarsvæðum og við höfum skoðað fornminjar. Það er verið að útrýma olíunotkun og þeg- ar strengurinn hefur verið lagður á varla neitt að sjást. Við förum nán- ast alveg með Kjalvegi og erum því ekki í óröskuðu svæði,“ segir Tryggvi. Kjalvegur yrði fær rafbílum Tryggvi segir engin áform uppi um að halda áfram með strenginn norður allan Kjöl, en ef slíkt yrði gert síðar væri frekar farið frá Blönduvirkjun og suður. Jarð- strengurinn sem nú á að leggja nið- ur opni svo einnig möguleikann á uppsetningu hraðhleðslusvöðva fyr- ir rafbíla og ljósleiðarinn skapar for- sendur fyrir því að slíkum stöðvum sé stýrt á fullkominn hátt. Flutn- ingsgeta rafstrengsins opni því á möguleikann á rafknúinni umferð um Kjalveg. Tengja Kjöl við rafdreifikerfið  Framkvæmdum við jarðstreng meðfram sunnanverðum Kjalvegi að Hveravöllum lokið í haust  Samrýmist að sögn forsætisráðherra stefnu stjórnvalda, sem leggja verkefninu til 100 milljónir fyrir austan og gisti Attenborough á Hótel Höfn. Á myndinni er sjónvarpsmaðurinn heimsþekkti með Þráni Hafsteinssyni, flugstjóra hjá Erni, á Reykja- víkurflugvelli í byrjun vikunnar. Sir David Attenborough flaug af landi brott í gær- morgun. Hann hafði dvalist hér við upptökur á þátta- röðinni One Planet, Seven Worlds fyrir breska ríkis- útvarpið síðustu daga. Tökur fóru meðal annars fram Ljósmynd/Birgir Steinar Birgisson Attenborough farinn af landi brott Tryggvi Þór Haraldsson, for- stjóri RARIK, segir að raforku- þörfin á svæðinu sé um 250 kV en heildarafkastageta strengs- ins verði að óbreyttu 700 kV. Hægt yrði að hækka hana upp í 1,5 MV, svo með tilkostnaði byði jarðstrengurinn upp á umfram- möguleika. Kostnaðurinn, 270 milljónir auk 25 milljóna vegna spennu- stöðva, er fjármagnaður með tengigjöldum viðskiptavina sem nú tengjast og tekjum af áætl- aðri framtíðarnotkun. Þá eru 100 milljóna fyrirheit úr ríkis- sjóði og framlag sveitarfélaga á svæðinu forsenda strengsins. Geta aukið afkastagetu JARÐSTRENGUR Á KILI Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samkomulagi náð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK. Hveravellir Bláfellsháls Brúarhvammur Kerlingarfjöll Kjölur Langjökull Rafstrengur upp á Kjöl Grunnkort/Loftmyndir ehf. Fyrirhuguð lagnaleið jarðstrengs með Kjal- vegi að Hveravöllum Rafstrengur lagður 2017 frá Brúarhvammi að Geldingafelli á Bláfellshálsi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.