Morgunblaðið - 27.04.2019, Page 12

Morgunblaðið - 27.04.2019, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is O kkur finnst gaman að tína rusl og okkur líður vel eftir að við höfum hreinsað til. Við vitum að við erum að gera gagn af því að rusl mengar og er sóðalegt. Lítil börn geta líka meitt sig á rusli, til dæmis ef þau komast í glerbrot. Ef allir mundu tína upp rusl alltaf þegar þeir sæju það þá væri ekkert rusl,“ segja þær bestu vinkon- ur og bekkjarsystur Selma Dögg Jó- hannsdóttir og Erla Björg Viðars- dóttir, báðar í þriðja bekk í Hofs- staðaskóla í Garðabæ, en þær tóku upp á því í vetur að tína ævinlega rusl hvar sem þær sjá það í sinni heima- byggð. „Áhugi okkar á að tína rusl kviknaði á tiltektardegi í skólanum. Þá fengum við að horfa á myndband þar sem við sáum hvernig dýr geta meitt sig á rusli og stundum drepist, eins og til dæmis þegar þau éta rusl sem fólk hefur skilið eftir úti, af því að dýrin halda að það sé matur. Við sáum í myndabandinu hval sem hafði drepist af því að maginn í honum var fullur af plasti.“ Þær Selma og Erla segjast fara um hverja helgi í leiðangra til að tína rusl af því að þá gista þær stund- um hjá hvor annarri. „Einu sinni þeg- ar mamma sendi okkur saman út í búð í rigningu fannst henni skrýtið hvað við vorum lengi, en það var vegna þess að við sáum svo mikið rusl á leiðinni að við báðum um poka í búðinni til að geta tínt það upp á heimleiðinni. Við fylltum báðar pokana okkar á þessari stuttu leið,“ segja þær stöllur, sem fara ævinlega með ruslið heim og flokka það í réttar tunnur. Við höfum líka fundið eitur Þegar stelpurnar eru spurðar að því hvers konar rusl verði á vegi þeirra segjast þær finna mikið af gosdrykkjadósum, pappír og rosa- lega mikið af plastpokum. „Við höfum líka fundið eitur í litlum poka, en við pössum okkur vel og vitum að við megum ekki taka upp sprautur eða nálar ef við finnum þær. Við finnum mjög mikið af sígarettu- stubbum, fólk hendir þeim greinilega bara frá sér sem okkur finnst mjög sóðalegt. En við megum ekki snerta stubbana, þeir eru eitraðir,“ segja vinkonurnar, sem þurfa greinilega að kenna fullorðnu fólki að ganga betur um. Og stundum verður furðulegt rusl á vegi þeirra, Selma segir að eitt sinn þegar hún hafi verið úti að ganga með mömmu sinni hafi þær fundið barnakopp. „Mikið af rusli festist í þyrnirunnum og það getur verið erfitt að ná því af því að við stingum okkur. En við höfum aldrei séð eins mikið rusl hér úti í Garðabæ eins og á nýársdag eftir að fólk hafði skotið upp flugeldum og kveikt í öllu sem notað er á gamlárskvöld.“ Þær segjast ekki enn vera farn- ar að banka upp á hjá fólki til að fá að tína rusl inni á lóðum þess, þær láti duga að tína rusl á almannafæri. „En okkur langar að bjóða fólki að hreinsa rusl í görðum þess.“ Óþægilegt að sjá rusl sem þær geta ekki tekið upp Þær Selma og Erla segjast vera orðnar mjög vakandi fyrir rusli hvar sem þær fara og geti ekki sleppt því að taka það. „Þegar við erum í bíl og sjáum rusl einhvers staðar þar sem við keyrum fram hjá finnst okkur óþægilegt að geta ekki farið og tekið það upp,“ segja þessar duglegu stelp- ur sem gera sér grein fyrir að þær eru góðar fyrirmyndir fyrir aðra krakka. „Einu sinni fór ég út að labba með pabba mínum og litla eins árs frænda mínum og við sáum svaka- lega mikið rusl á leiðinni. Þegar ég fór að tína það í poka þá fór litli frændi líka að gera það. Hann lærði af mér,“ segir Selma og bætir við að þær Erla fái góð viðbrögð frá fólki sem rekst á þær við að tína rusl. „Fólk hrósar okkur og segir: Vel gert!“ Þær eru sannarlega flottir fulltrúar framtíðarinnar og harð- ákveðnar í að halda ótrauðar áfram af því að þær vita að það skiptir máli að hver og einn leggi sitt af mörkum þegar kemur að því að halda um- hverfi okkar hreinu. Flottir fulltrúar framtíðarinnar Þær láta rusl sem þær sjá á víðavangi aldrei fram hjá sér fara, taka það upp og koma því í rétta tunnu. Selma og Erla vilja leggja sitt af mörk- um til að vinna gegn sóðaskap og mengun. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Iðnar Selmu og Erlu finnst gaman að tína rusl og þeim líður vel eftir að þær hafa hreinsað til. Hér eru þær stoltar með afrakstur ruslatínslu. Brokkkórinn, kór hestamanna á höfuðborgarsvæðinu, stendur fyrir söngpartíi í kvöld, laugardagskvöldið 27. apríl, í Sam- skipahöllinni á félagssvæði Hestamannafélagsins Spretts í Kópa- vogi. Sérstakur gestur að þessu sinni verður Sönghópur Suður- nesja. Stjórnandi beggja kóranna, hinn landskunni Magnús Kjartansson, hefur komið víða við í lagavali vetrarins og munu kórarnir tveir syngja gamla og nýja erlenda slagara í bland við ís- lensk dægurlög. Að stuttum tónleikum loknum fá partígestir tækifæri til að þenja raddböndin við undirleik Magnúsar og skemmta sér og öðrum. Miðasala er við innganginn og aðgöngumiði er jafnframt happ- drættismiði en meðal vinninga eru folatollar undan Farsæl frá Litla-Garði, Styrk frá Stokkhólma, Ými frá Heysholti og Salvador frá Hjallanesi. Þá er einnig í pottinum Broil King-gasgrill frá Húsasmiðjunni að verðmæti 69.900 krónur auk fleiri vinninga. Húsið er opnað kl. 19.30 og hægt að kaupa söngvatn á barnum. Brokkkórinn heldur sitt árlega söngpartí í kvöld þar sem partígestir syngja með og skemmta sér og öðrum Hver vill ekki vinna fola- toll og njóta samsöngs? Brokkkórinn Hluti kórsins ásamt Magnúsi stjórnanda, og öll skarta fögrum lopapeysum. Fjör Kórmeðlimir ríða oft út saman. Þóra Þóris tilbúin. AUDI A3 E-TRON SPORT nýskr. 01/2017, ekinn 16 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Virtual cockpit, B&O hljómkerfi, Matrix led ljós ofl. Verð 4.390.000 kr. Raðnúmer 259069 VWGOLF GTE PANORAMA nýskr. 05/2017, ekinn 10 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Hlaðinn aukabúnaði s.s. virtual cockpit, glerþak. Verð 4.550.000 kr. Raðnúmer 259068 AUDI A3 E-TRON S-LINE nýskr. 11/2017, ekinn 16 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Virtual cockpit, S-line innan og utan ofl. Verð 4.650.000 kr. Raðnúmer 259292 BMW225XE IPERFORMANCE nýskr. 02/2017, ekinn 12 Þ.km, bensín & rafmagn (tengitvinn), sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Verð 3.970.000 kr. Raðnúmer 259005 BMW 530E IPERFORMANCE M-SPORT nýskr.06/2018, ekinn 4þkm. bensín/rafmagn, sjálf- skiptur. M-sport innan og utan. Verð 6.590.000 kr. Raðnúmer 259344 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.