Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 16
16 FRÉTTIRTækni
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Það var öllu heldur lítið skref en
stórt sem stigið var í fyrstu opin-
beru ferð flugmannslauss
„þjónustudróna“ í Vínarborg í
Austurríki á dögunum. Engu að
síður var þar boðið upp á leiftursýn
inn í hugsanlega framtíð í borgar-
samgöngum.
Mörg stórfyrirtæki, þar á meðal
stóru flugvélasmiðirnir tveir, Bo-
eing og Airbus, hafa unnið hvert að
sinni útgáfu af flugtækni þessari.
Var það þó kínverska fyrirtækið
EHang sem sýndi fjölmiðlum
mannbært loftfar sitt á Generali
Arena knattspyrnuvellinum í aust-
urrísku höfuðborginni.
Þeir sem væntu þess að sjá það
líða um loftið yfir Dónárbökkum
urðu fyrir vonbrigðum. Lofthæfi
hins tveggja sæta fars í austur-
rískri lofthelgi hefur ekki verið
staðfest með skírteini. Þess vegna
var flug EHang 216 takmarkað við
fótboltavöllinn þar sem það leið
fram og aftur og tók allt að 10
metra lóðrétt hopp.
Einn af blaðamönnunum sem
fengu að kynnast færni drónans við
þetta tækifæri, var ljósmyndari
AFP, Joe Klamar.
Að sitja um borð í EHang 216
var „skrítið, mjúkt og undarlega
hávært“. Hann bætti því við far-
þegaklefinn hefði verið „einstaklega
þröngur“. Sagði hann „þyrilblöðin
ógnvekjandi en það venjist“.
EHang 216 er búinn átta rótor-
um og mælist hávaðinn frá þeim 90
desibel. Er það minni hávaði en frá
venjulegum þyrlum en engu að síð-
ur nógur til að teljast óþægilega
mikill. Segjast framleiðendurnir
ætla sér að ná hávaðanum niður í
75 desibel.
Treg viðhorf
EHang segir það meginmarkmið
sitt að geta á endanum brúkað
drónann til að ferja fólk í lítilli hæð
allt að 35 kílómetra vegalengd. Enn
á fyrirtækið þó eftir að fá flughæf-
isskírteini fyrir loftfar sitt frá yfir-
völdum loftferða. „Stærsta áskorun
okkar er ekki tæknin, ekki reglu-
verkið, heldur viðhorf fólks,“ segir
markaðsstjóri EHang, Derrick
Xiong, og vísar þar meðal annars
til varfærni almennings gagnvart
hinni nýju ferðatækni. Hann segir
EHang hafa fengið „þúsundir“
óstaðfestra pantana í flygildið EH-
ang 216. Á hið kínverska fyrirtæki
í samstarfi við austurríska flug-
málafyrirtækið FACC um að hefja
fjöldaframleiðslu á drónanum þegar
á næsta ári.
Xiong segir olíu- og gasfyrirtæki
einna fyrst hafa sýnt drónanum
áhuga til að ferja verkfræðinga og
tæknimenn frá einum borpalli á
annan. Sömuleiðis hafa fyrirtæki í
ferðaþjónustu verið áhugasöm um
flygildið og fyrirtæki sem sinni
flutningum vegna líffæraígræðslu.
Hann segist búast við því að
verðmiðinn á eintaki drónans verði
um 200.000 dollarar, jafnvirði um
26 milljóna íslenskra króna. Að
hans sögn verður einstaklingum
ekki seldur dróni til einkabrúks.
„Tæknilega séð er ferðamáti
þessi ekki lengur draumur, heldur
veruleiki,“ sagði Robert Macht-
linger, forstjóri FACC, á fótbolta-
vellinum í Vín. Hann segir að á
þróunarstigi hafi EHang 216 drón-
inn hafa lagt að baki 7.000 flug-
stundir, þar af 2.000 með menn
innanborðs. Austurríska fyrirtækið
er meðal birgjarisa í flugiðnaði á
borð Airbus, Boeing, Bombardier
og Embraer. Bindur það vonir við
að smíði taxidrónanna verði komin
í 300 eintök á ári þegar árið 2021.
Tvíætta tækni
Flugtilraunir EHang hafa að
mestu farið fram í Kína en einnig
nokkuð í Dúbæ við Persaflóa í
febrúar í fyrra en almenningur
fékk ekki að fylgjast með þeim.
Mörg fyrirtæki sem vinna að
þróun og smíði annarra þjón-
ustudróna, til að mynda þýska
fyrirtækið Volocopter, hafa átt
samstarf við flugmálayfirvöld, þar á
meðal flugöryggisstofnun Evrópu
(EASA), í þeim tilgangi að fá flug-
leyfi fyrir loftför sín.
„Drög að ýmsum reglum eru fyr-
ir hendi,“ segir Machtlinger en
bætir við að það sé flókið mál að fá
þjónustudrónana lögvædda vegna
tvíættaðs eðlis þeirra. „Þetta er
hvorki þyrla né flugvél,“ segir
hann.
Austurríski samgönguráðherrann
Norbert Hofer var viðstaddur sýn-
ingu EHang drónans í Vínarborg.
Kvaðst hann vonast til þess, að
Austurríki yrði meðal fyrstu ríkja
heims til að sjá þjónustudróna í
reglulegum ferðum í borgum
sínum.
Yfirvöld í Dúbæ hafa sömuleiðis
sýnt áhuga á að verða meðal fyrstu
ríkja til að tileinka sér þessa nýju
samgöngutækni. Talsvert vatn er
þó órunnið til sjávar áður en mann-
bærir þjónustudrónar verði algeng-
ir á borgarlofti, að mati sérfróðra
manna.
EHang segir loftfar sitt nú geta
flogið eitt og óstutt í hálftíma.
Hann geti náð allt að 130 kílómetra
hraða á klukkustund og borið 260
kílóa arðfarm. Rafgeymir flygildis-
ins er 17 kílóvatta og orkunotkun
þess í ferð „sambærileg við rafbíl í
borgarumferð,“ segir Machtlinger.
AFP
Tækni Þjónustusveit Air Taxi EHang 216 þjónustudrónsins ber flygildið inn á leikvanginn í Vínarborg.
Styttist í flug mannbærra dróna
Kínverskt fyrirtæki kynnti þjónustudróna í Austurríki „Tæknilega séð er ferðamáti þessi ekki
lengur draumur, heldur veruleiki“ Boeing og Airbus meðal fyrirtækja sem skoða þessatækni
AFP
Flygildi Ómannað hefur borgarflugsamgönguflygildið Air Taxi EHang 216 sig til flugs á fótboltavelli í Vínarborg.