Morgunblaðið - 27.04.2019, Síða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Í umsögn Isavia hinn 14. janúar síðast-
liðinn um frumvarp sem mælt var fyr-
ir á Alþingi um innleiðingu Íslands á
Höfðaborgarsáttmálanum fagnar hið
opinbera fyrirtæki því að frumvarpið
sé komið fram og telur það vera til
hagsbóta fyrir flugrekendur sem geta
nýtt sér ákvæði samningsins til þess
að ná hagkvæmari samningum um
kaup eða leigu loftfara. Áhöld eru aft-
ur á móti um það hvort óundirritað
samkomulag (sem Isavia segir ein-
hliða yfirlýsingu WOW air) á milli
Isavia og WOW air um greiðslu hins
síðarnefnda á skuldum þess til Isavia,
sem greint var frá í frétt Morgun-
blaðsins hinn 18. apríl, séu í takti við
markmið sáttmálans. Fari svo að ís-
lenskir dómstólar dæmi Isavia í vil í
málaferlum þess við bandaríska flug-
vélaleigufyrirtækið Air Lease Corp-
oration (ALC) um greiðslu þess á
skuldum WOW air við Keflavíkurflug-
völl gæti það vegið verulega á móti
þeim jákvæðu áhrifum sem sáttmál-
anum er ætlað að hafa.
Höfðaborgarsáttmálinn er alþjóð-
legur sáttmáli sem undirritaður var
árið 2001 og öll helstu nágrannalönd
Íslands hafa skrifað undir og miðar að
því að staðla alþjóðlegar reglur um
loftför og að koma í veg fyrir hindranir
sem kunna að koma upp við fullnustu á
réttindum kröfuhafa í tengslum við
fjármögnun loftfara í alþjóðlegri starf-
semi. Öll stærri flugfélögin rituðu í
fyrra sameiginlegt bréf til innanríkis-
ráðherra með beiðni um að þessi sátt-
máli skyldi innleiddur á Íslandi.
Áhættuálag hækkar
Í fyrrnefndri frétt Morgunblaðsins
var sagt frá stöðu ALC þar sem Isavia
krafðist þess að félagið skyldi fallast á
að greiða tæplega tveggja milljarða
skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll
innan sanngjarnra tímamarka, annars
yrði Airbus A321-211-vél félagsins
seld á uppboði. Samkvæmt 136. gr.
loftferðalaga nr. 60/1998 hefur Isavia
heimild til þess að „aftra för loftfars af
flugvelli uns gjöld eru greidd eða
trygging sett fyrir greiðslu vegna þess
loftfars sem í hlut á eða annarrar
starfsemi hlutaðeigandi eða um-
ráðanda loftfarsins.“ Í fréttinni var
einnig fjallað um óundirritað sam-
komulag milli Isavia og WOW air um
greiðslu flugfélagsins á lendingar-
gjöldum þess. Í því var gengið út frá
því að WOW air skyldi greiða upp
skuld félagsins, sem þá nam meira en
milljarði króna, í 13 aðskildum
greiðslum frá 1. nóvember 2018 til 1.
nóvember 2019.
Markmið Höfðaborgarsáttmálans
eru að tryggja skjótvirk fullnustuúr-
ræði fyrir kröfuhafa í tengslum við
loftför sem gerir það að verkum að
þeir geti boðið hagstæðari leigu- og
fjármögnunarkjör. Hafi verið gert
samkomulag á milli flugvallaryfir-
valda og flugrekenda og að lending-
argjöldum hafi verið safnað upp til
lengri tíma, sem á endanum falla á
kröfuhafa, gæti það gert að verkum að
áhættuálag flugvélaleigusala og fjár-
mögnunaraðila í samningum við ís-
lenska flugrekendur hækkar. Meðal
annars vegna þess að þá þurfi um-
ræddir aðilar að gera ráð fyrir því að
flugvallaryfirvöld geti leyft skuldum
að safnast upp og í raun notað flugvél
þriðja aðila sem veðandlag í sam-
komulagi flugrekenda við flugvallar-
yfirvöld.
Minnkar vægi sáttmála
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Kyrrsett TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá 18. mars.
Óundirritað samkomulag Isavia við WOW air gæti minnkað vægi Höfðaborgar-
sáttmálans Mælt hefur verið fyrir frumvarpi um innleiðingu hans á Alþingi
Isavia og WOW air
» Áhöld eru um það hvort
óundirritað samkomulag á
milli Isavia og WOW air um
greiðslu WOW á skuldum þess
til Isavia séu í takti við mark-
mið Höfðaborgarsáttmálans
sem miðar að því að bjóða hag-
stæðari leigu- og fjármögn-
unarkjör.
áhrif loðnubrests væru ekki að
fullu komin fram og einnig væri
óvissa vegna stöðunnar almennt á
alþjóðlegum flutningamörkuðum.
„Þó að óvissa vegna kjarasamn-
inga, og óvissa vegna skoðunar
samkeppniseftirlitsins á samstarfi
okkar við Royal Arctic Line, sé ekki
fyrir hendi lengur, þá eigum við
eftir að sjá áhrifin af því að það
verður engin loðnuvertíð,“ segir
Vilhelm, en félagið hefur haft
tekjur af flutningi loðnuafurða milli
landa.
Óvissan á alþjóðlegum flutninga-
mörkuðum lýtur helst að Brexit, að
sögn Vilhelms. Þá nefnir hann olíu-
verð sem óvissuþátt, en meira og
meira er að hans sögn þrengt að
skipafélögum um notkun svartolíu.
„Við vitum ekki nákvæmlega
hvernig það mun þróast.“
Helstu ástæður fyrir betri af-
komu milli ára eru að sögn Vil-
helms aukin umsvif í flutningum
milli Evrópu og Bandaríkjanna, og
Bandaríkjanna og Kanada og Evr-
ópu, og velgengni í rekstrinum í
Færeyjum og Noregi. tobj@mbl.is
Fjárfestar í Kauphöll Íslands tóku
vel í nýbirta bætta afkomuspá Eim-
skipafélags Íslands í gær, þegar
gengi félagsins hækkaði umtals-
vert, eða um 5,48% í 121 milljón
króna viðskiptum. Félagið býst nú
við betri afkomu á fyrsta ársfjórð-
ungi en það hafði áður gert ráð fyr-
ir, sem þýðir að í stað þess að búast
við að EBTIDA hagnaður verði á
bilinu 49 til 57 milljónir evra, þá er
nú búist við afkomu á bilinu 51 til
57 milljónir evra.
Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri
félagsins, segir í samtali við
Morgunblaðið að ekki hafi þótt
ástæða til að hækka efri mörk
afkomuspárinnar vegna óvissu sem
enn ríki í íslensku efnahagslífi,
Góð viðbrögð við bættri afkomuspá
Velgengni í Noregi og Færeyjum
Siglingar Eimskipafélagið fær tvö ný flutningaskip afhent síðar á árinu.
● Eimskipafélag Íslands hækkaði mest
allra félaga í Kauphöll Íslands í gær eins
og sagt er frá hér að neðan. Sýn hækk-
aði einnig duglega, eða um 4,29% í 116
milljóna króna viðskiptum. Heiðar Guð-
jónsson, hagfræðingur og fjárfestir, tók
við forstjórastarfi félagsins í fyrradag
og virðist markaðurinn vera að bregð-
ast við þeim fréttum. Hann lætur af
störfum sem stjórnarformaður félags-
ins en Hjörleifur Pálsson tekur við því
starfi. Marel hækkaði enn frekar, eða
um 1,89% í 497 milljóna króna við-
skiptum. Fasteignafélögin Reginn, Reitir
og Eik hækkuðu einnig, eða um 2,88%,
1,94% og 1,41%, í þessari röð. Mest
lækkuðu hlutabréf í Kviku, eða um
0,86%, í Vís, um 0,8% og í Skeljungi og
Origo, eða um 0,7%.
Markaðurinn tók vel
í ráðningu Heiðars
27. apríl 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.85 121.43 121.14
Sterlingspund 156.4 157.16 156.78
Kanadadalur 89.77 90.29 90.03
Dönsk króna 18.134 18.24 18.187
Norsk króna 14.08 14.162 14.121
Sænsk króna 12.895 12.971 12.933
Svissn. franki 118.6 119.26 118.93
Japanskt jen 1.0799 1.0863 1.0831
SDR 167.29 168.29 167.79
Evra 135.42 136.18 135.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.893
Hrávöruverð
Gull 1277.85 ($/únsa)
Ál 1853.0 ($/tonn) LME
Hráolía 74.46 ($/fatið) Brent
● Verðlag á Íslandi
var 84% hærra en
að meðaltali í að-
ildarríkjum ESB ár-
ið 2017, sam-
kvæmt nýrri
skýrslu Íslands-
banka um ferða-
þjónustuna á Ís-
landi, sem kynnt
verður á hótel Hil-
ton Nordica í
næstu viku. Ferðamaðurinn greiðir því
nær tvöfalt hærra verð hér en að með-
altali innan ESB. „Ísland er um þessar
mundir dýrasta land Evrópu og að öll-
um líkindum einn dýrasti áfangastaður
heims fyrir ferðamenn,“ segir bankinn.
Þá segir að verð áfengis sé nær þrefalt
hærra en að meðaltali í ESB.
Ísland er orðið dýrasta
landið í Evrópu
Áfengi Dýrt er
orðið að skála.
STUTT
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari