Morgunblaðið - 27.04.2019, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
Jenjarom. AFP. | Bann kínverskra
stjórnvalda við nær öllum innflutn-
ingi á plastúrgangi hefur orðið til
þess að plastið hefur hlaðist upp í
Bandaríkjunum, Evrópulöndum og
Ástralíu og plastúrgangur hefur ver-
ið fluttur í miklum mæli til landa í
Suðaustur-Asíu þar sem endur-
vinnslan einkennist af glundroða.
Kínverjar fluttu inn plastúrgang í
miklum mæli í mörg ár til endur-
vinnslu og framleiðslu á betra efni
sem verksmiðjur geta notað. Kín-
versk stjórnvöld bönnuðu hins vegar
innflutninginn að mestu í byrjun síð-
asta árs til að draga úr loftmengun
og vernda umhverfið á svæðum þar
sem plastið var endurunnið. Það
varð til þess að innflutningurinn á
plastúrgangi minnkaði úr 600.000
tonnum á mánuði árið 2016 í 30.000 á
mánuði 2018, að sögn náttúru-
verndarsamtaka.
„Þetta var eins og jarðskjálfti,“
sagði Arnaud Brunet, framkvæmda-
stjóri BIR, samtaka um 800 endur-
vinnslufyrirtækja í 70 löndum. „Kína
var stærsti markaðurinn fyrir
endurvinnanlegan úrgang. Þetta olli
miklu uppnámi á heimsmarkaðnum.“
Daunn og eitraður reykur
Bannið varð til þess að mörg kín-
versk endurvinnslufyrirtæki fluttu
starfsemi sína til landa í Suðaustur-
Asíu, m.a. Malasíu þar sem innflutn-
ingurinn á plastúrgangi þrefaldaðist
í fyrra miðað við árið 2016. Til að
mynda voru margar endurvinnslu-
verksmiðjur reistar í grennd við bæ-
inn Jenjarom í Malasíu. Íbúarnir
hafa kvartað yfir miklum fnyk frá úr-
ganginum sem hefur hlaðist upp við
verksmiðjurnar og umhverfis-
verndarsinnar segja að stybban stafi
einnig af því að verksmiðjurnar
brenni plast sem ekki teljist nógu
gott til endurvinnslu.
„Fólkið andaði að sér eitruðum
reyk og vaknaði á nóttunni. Margir
voru alltaf að hósta,“ sagði einn íbúa
bæjarins, Pua Lay Peng. „Ég gat
ekki sofið, Ég gat ekki hvílt mig, var
alltaf þreyttur.“
Pua og fleiri íbúar bæjarins fundu
um 40 verksmiðjur sem virtust hafa
hafið endurvinnslu án vitneskju yfir-
valda og án tilskilinna leyfa. Yfir-
völdin virtu kvartanir íbúanna að
vettugi í fyrstu en byrjuðu síðan að
loka verksmiðjum sem voru án leyfa
og stöðvuðu innflutning á plast-
úrgangi tímabundið. Alls var 33
verksmiðjum í grennd við bæinn lok-
að en umhverfisverndarsinnar segja
að margar þeirra hafi verið fluttar á
önnur svæði.
Hafa ekki enn fundið lausn
Mörg sorpeyðingarfyrirtæki í
Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu
lentu í vandræðum þegar þau gátu
ekki lengur sent plastúrgang til
Kína. Þau stóðu frammi fyrir því að
dýrara var að enduvinna úrganginn í
heimalöndunum og sum þeirra gripu
til þess ráðs að urða plastið þegar
það hafði hlaðist upp. „Nú þegar tólf
mánuðir eru liðnir finnum við enn
fyrir afleiðingunum og höfum ekki
enn fundið lausn á vandamálinu,“
sagði Garth Lamb, formaður sam-
taka sorpeyðingar- og endurvinnslu-
fyrirtækja í Ástralíu.
Sum fyrirtæki hafa þó verið fljót-
ari að laga sig að breyttum að-
stæðum en önnur. Til að mynda hef-
ur gengið tiltölulega vel að koma
plastúrgangi í borginni Adelaide í
Ástralíu í endurvinnslu. Nær allt
plastið í móttökustöðvum borgar-
innar var flutt til Kína en áströlsk
fyrirtæki endurvinna nú um 80% af
úrganginum og megnið af afgang-
inum er flutt til endurvinnslu á Ind-
landi. Yfirvöld í Adelaide segja að
kostnaðurinn við endurvinnsluna í
Ástralíu sé nú orðinn sá sami og
verðið sem greitt var fyrir útflutn-
inginn á plastúrgangi til Kína.
Talið er að aðeins um 7% af öllu
plasti í heiminum séu endurunnin og
umhverfisverndarsinnar segja að
eina langtímalausnin á vandanum
felist í því að fyrirtæki og neytendur
noti minna af plasti.
Ringulreið varð í
endurvinnslu á plasti
Endurvinnslan í SA-Asíu í óreiðu eftir bann í Kína
2016 2017 2018
Plastúrgangur hefur verið fluttur í miklummæli til landa í Suðaustur-Asíu
frá því að Kínverjar lokuðu plastendurvinnslustöðvum á síðasta ári
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
(Tonn)
Innflutningur á plastúrgangi
Heimild: Grænfriðungar
Innflutningur á plast-
úrgangi bannaður í Kína
VíetnamKína Taíland Malasía
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stór orð hafa verið látin falla í harðri
baráttu stjórnmálaflokkanna á Spáni
fyrir þingkosningar sem fara fram á
morgun, sunnudag. Forystumenn
þeirra hafa til að mynda verið sakaðir
um að vera „þjóðníðingar“ eða „fas-
istar“.
Kosningabaráttan hefur einkennst
af harkalegum árekstrum andstæðra
póla, með „rokum og ýkjum og án
raunverulegrar umræðu um málefn-
in,“ hefur fréttaveitan AFP eftir
Manuel Arias, prófessor í stjórnmála-
fræði við Malaga-háskóla.
Skoðanakannanir benda til þess að
Sósíalistaflokkurinn, undir forystu
Pedros Sánchez forsætisráðherra, fái
mest fylgi en enginn flokkanna fái
meirihluta á þinginu. Sánchez mynd-
aði ríkisstjórn í júní eftir að þingið
samþykkti tillögu um að lýsa yfir van-
trausti á Mariano Rajoy, þáverandi
forsætisráðherra og leiðtoga Þjóðar-
flokksins, með stuðningi sósíalista,
vinstriflokksins Podemos og flokka
katalónskra og baskneskra að-
skilnaðarsinna. 38 ára þingmaður,
Pablo Casado, var seinna kjörinn leið-
togi Þjóðarflokksins og stóryrði hans
hafa vakið mikla athygli í kosninga-
baráttunni. Hann hefur m.a. sakað
Sánchez um að vera „mesti þjóðníð-
ingur í sögu lýðræðisins á Spáni“ og
„óforbetranlegur lygari“. Forsætis-
ráðherrann hefur svarað með því að
saka Casado um lygar og ýkjur að
hætti Donalds Trumps Bandaríkja-
forseta og segir hann hafa beitt fals-
fréttum í kosningabaráttunni.
Sakaður um frankóisma
Casado er talinn hafa fært Þjóðar-
flokkinn til hægri og hefur m.a. sagt
að hann vilji að sjálfstjórnarhéraðið
Katalónía verði aftur undir beinni
stjórn stjórnvalda í Madríd vegna
sjálfstæðisyfirlýsingar héraðsins.
Kannanir benda til þess að Þjóðar-
flokkurinn hafi þó tapað fylgi til þjóð-
ernisflokksins Vox, sem sósíalistar
hafa sakað um fasisma og segja að sé
„augljóslega Frankósinnaður“, þ.e.
styðji stefnu Franciscos Francos, ein-
ræðisherra Spánar á árunum 1936-
1975.
Vox-flokkurinn var stofnaður árið
2013. Kannanir benda til þess að hann
komist á þing í fyrsta skipti og verði
fimmti stærsti flokkurinn.
AFP
Kappræður Frá vinstri: Pablo Casado, leiðtogi Þjóðarflokksins, Pablo
Iglesias, leiðtogi Podemos, og Pedro Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins.
„Þjóðníðingar“
og „fasistar“
í framboði
Stóryrði, ýkjur og ásakanir um lygar
í harðri kosningabaráttu á Spáni
Skoðanakannanir benda til þess að tveir flokkar nái því markmiði að fá
þingmenn kjörna í fyrsta skipti í kosningunum á Spáni á morgun. Skoð-
anakannanir hafa bent til þess að þjóðernisflokkurinn Vox fái um 11% at-
kvæðanna og fái í fyrsta skipti fulltrúa á spænska þinginu. Hinn flokkur-
inn er dýraverndarflokkurinn Pacma sem spáð er tveimur þingsætum.
Hann var stofnaður fyrir sextán árum til að berjast fyrir því að nautaat
verði bannað á Spáni. Flokkurinn er einnig andvígur hvers konar sport-
veiðum og vill banna „notkun á dýrum, hvort sem þau eru lifandi eða
dauð, á hvers konar sýningum eða hátíðum“.
Flokki sem vill bann við nauta-
ati á Spáni spáð þingsætum
TALIÐ AÐ TVEIR FLOKKAR KOMIST Á ÞING Í FYRSTA SKIPTI
Bannað? Nautabani gengur inn á leikvang í Sevilla fyrir viðureign við naut.
KRINGLANlífstíls & gjafavöruverslun saltverslun
VORTILBOÐ
15%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM VÖRUM