Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
ÍMið-Asíu, á silkileiðinni fráKína til Vesturlanda, voru tilforna töluð ótal tungumál ogeitt þeirra var tokkaríska.
Heimildir um tokkarísku eru handrit
frá 6.-8. öld e. Kr., mest þýðingar á
búddískum textum úr forn-indversku
(sanskrít). Handritin fundust í byrjun
20. aldar og liggja nú á söfnum víðs-
vegar um heim. Sum þeirra eru ærið
brotakennd, vandaðar útgáfur eru af
skornum skammti og túlkun textanna
oft erfið.
Tokkaríska er af indóevrópsku
málaættinni en ekki er fullljóst hvern-
ig stóð á því að þeir fjarskyldu ætt-
ingjar okkar sem töluðu þetta mál
flæktust svo langt í austur. Þótt tokk-
aríska sé ekki meðal elstu indóevr-
ópsku málanna er hún um sumt býsna
fornleg og hefur mikilvægi hennar fyr-
ir samanburðarmálfræði komið æ bet-
ur í ljós á síðustu áratugum. Svo ótrú-
lega sem það kann að hljóma varpar skilningur tokkarísku, sem var töluð í
vesturhluta Kína fyrir meira en tólf hundruð árum, ljósi á ýmis grundvallar-
atriði í forsögulegri þróun íslensku.
Íslendingar geta státað af því að hafa átt einn fremsta sérfræðing heims í
tokkarísku. Það var Jör-
undur Hilmarsson, málvís-
indamaður í Háskóla Íslands,
sem lést langt um aldur fram
árið 1992, aðeins 46 ára að
aldri. Haustið 1986 varði Jör-
undur doktorsritgerð um
tokkarísku við háskólann í
Leiden í Hollandi. Þetta brautryðjandaverk varpar ljósi á atriði í tokkarískri
málsögu sem áður voru myrkri hulin. Þar eru settar fram snjallar skýringar á
flóknum breytingum sem hafa orðið á tokkarísku allar götur frá hinni endur-
gerðu indóevrópsku frumtungu. Jörundur ritaði að auki fjölmargar greinar
og bækur um tokkarísku og indóevrópska samanburðarmálfræði.
Jörundi var athafnasemin í blóð borin og árið 1987 hleypti hann af stokk-
unum alþjóðlegu tímariti um tokkarísk og indóevrópsk fræði, Tocharian and
Indo-European Studies. Útlendir lærdómsmenn urðu forviða þegar þeir
heyrðu að Jörundur hefði kostað tímaritið að mestu leyti sjálfur og ritstýrt
því heima hjá sér á Vesturgötunni. „Ég hélt að þar væri til húsa tokkarísk
stofnun Háskóla Íslands,“ sagði þýskur málfræðingur við mig eitt sinn þegar
ég lýsti fyrir honum tilhögun útgáfunnar.
Með ótímabæru fráfalli Jörundar var tokkaríska ævintýrinu á Íslandi lok-
ið. Nokkrir nemendur hans höfðu að vísu lært tokkarísku sem hluta af námi í
indóevrópskum fræðum en þeir kusu heldur að sérhæfa sig á öðrum sviðum
málvísinda. Danskur málfræðingur að nafni Jens Elmegård Rasmussen tók
við ritstjórn tímaritsins en þegar hann dó árið 2013 varð eftirlifandi eiginkona
hans, Birgit Anette Olsen, sem er prófessor í Kaupmannahafnarháskóla, rit-
stjóri og kom 18. heftið út í fyrra. Að sönnu er ánægjulegt að þessu merka út-
gáfustarfi sé haldið áfram í Danaveldi, en hinu má ekki gleyma að upphafið
var á Íslandi þegar tokkaríska varð mál málanna fyrir atbeina eldhugans Jör-
undar Hilmarssonar.
Tokkaríska ævin-
týrið á Íslandi
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Jörundur Hilmarsson (1946-1992),
brautryðjandi í tokkarísku.
Forystumenn Viðreisnar, sem er klofningsbrotúr Sjálfstæðisflokki, þar sem er að finnabæði fyrrverandi formann og fyrrverandivaraformann þess flokks, hafa á undan-
förnum mánuðum og misserum átt í einhverjum erfið-
leikum með málflutning sinn og gripið til þess ráðs að
lýsa fyrrverandi pólitískum samherjum sem „einangr-
unarsinnum“.
Þetta hefur mér þótt svolítið skondinn málflutningur
vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn, umfram aðra
flokka en vissulega í samvinnu við bæði Framsóknar-
flokk og Alþýðuflokk, leiddi nýstofnað lýðveldi, inn í al-
þjóðasamfélagið, með aðild bæði að samstarfi Norður-
landanna, Evrópuríkja og Sameinuðu þjóðanna en auk
þess umdeilda aðild (á þeim tíma) að Atlantshafsbanda-
laginu og gerð varnarsamnings við Bandaríkin með
veru bandarísks varnarliðs hér í 55 ár.
Síðar stóðu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur að
aðild Íslands að EFTA, Fríverzlunarbandalagi Evrópu
og loks að aðild að EES, Evrópska efnahagssvæðinu.
Í ljósi þessarar sögu er erfitt að finna rökin fyrir
staðhæfingum á borð við þær að sá
flokkur sem átti sér slíka sögu væri
samansafn af „einangrunarsinnum“.
Nú er skoðanaágreiningur innan
Sjálfstæðisflokksins um orkupakka
3. Skoðanaágreiningur í svo stórum flokki er ekki nýtt
fyrirbæri. Hann hefur oft komið upp áður og er eðlileg-
ur. Skemmst er að minnast skiptra skoðana innan
flokksins um frjálst framsal kvótans, sem var að vísu
verk vinstri stjórnar, en sá ágreiningur var til lykta
leiddur á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2001 þegar
flokkurinn gerði auðlindagjald að þætti í grundvallar-
stefnu sinni.
Þá ber svo við, að merkja má tilhneigingu hjá núver-
andi forystusveit Sjálfstæðisflokksins til þess að
stimpla andstæðinga orkupakkans innan eigin flokks
„einangrunarsinna“ og jafnvel ýja að því að þeir hinir
sömu séu ekki nægilega miklir stuðningsmenn „við-
skiptafrelsis“.
Það er óneitanlega forvitnilegt að fylgjast með þess-
um samhljómi í málflutningi þessara tveggja hópa, for-
ystumanna Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar!
Að fara að tala um „viðskiptafrelsi“ í þessu samhengi
er kannski ekki skynsamlegt fyrir þá sem vilja keyra
orkupakkann í gegn á Alþingi vegna þess að það tal er
vísbending um að þeir sem leggja áherzlu á það vilji að
tækifæri verði opnað til að selja orkuna um sæstreng
úr landi um leið og þeir segja að engin hætta sé á ferð-
um að samþykkja þann pakka, af því að Alþingi hafi í
hendi sér ákvörðunarvald í þeim efnum.
En þegar málflutningur forystusveitar Sjálfstæðis-
flokks er byrjaður að byggjast á því að stimpla hluta
eigin flokksmanna sem „einangrunarsinna“ er kominn
tími á að gefa þeim hinum sömu góð ráð af heilum hug.
Förum ekki inn á þessa braut í umræðum um þetta
mál. Saga átaka innan Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkr-
um áratugum er slík, að það ætti öllum að vera kapps-
mál að hún verði ekki endurtekin. Sú saga sýnir að
átökum innan flokks fylgja sterkar tilfinningar sem
leiða til illsku og persónulegs fjandskapar.
Töluverðar upplýsingar um þá sögu er að finna í bók
sem út kom fyrir nokkrum árum og heitir Sjálfstæðis-
flokkurinn – Átök og uppgjör. Um sögu þeirra kyn-
slóða í Sjálfstæðisflokknum, sem nú eru uppnefndar
„einangrunarsinnar“ af fyrrverandi og núverandi for-
ystumönnum Sjálfstæðisflokks, má m.a. lesa í annarri
bók, sem út kom fyrir nokkrum árum og heitir Í köldu
stríði – Barátta og vinátta á átakatímum. Greinar-
höfundur er höfundur þeirra beggja.
Í stað þess að endurtaka mistök fyrri tíma er ástæða
til að gera út um þann skoðanaágreining sem upp er
kominn í tengslum við orkupakka 3 á þann veg sem
hæfir lýðræðislegum stjórnmálaflokki, annars vegar
með opnum umræðum og hins vegar með lýðræðis-
legum kosningum.
Með opnum umræðum er átt við
að á vettvangi Sjálfstæðisflokksins
fari fram umræður, þar sem tals-
menn beggja sjónarmiða koma fram,
lýsa sínum skoðunum og taka þátt í umræðum með
fundarmönnum. Slíkur fundur var haldinn í Reykja-
nesbæ sl. miðvikudagskvöld á vegum Málfundafélags-
ins Viljans, sem nokkrir sjálfstæðismenn standa að en
er ekki í skipulagslegum tengslum við Sjálfstæðis-
flokkinn.
Þar lýstum við Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarkona
utanríkisráðherra, ólíkum skoðunum og í kjölfarið urðu
líflegar umræður. Þar er á ferð kraftmikil ung kona
sem á áreiðanlega eftir að koma við sögu Sjálfstæðis-
flokksins og er skemmtilegt að skiptast á skoðunum
við.
Í kjölfarið á Sjálfstæðisflokkurinn að efna til at-
kvæðagreiðslu meðal allra flokksbundinna meðlima
sinna, sem teljast vera nokkrir tugir þúsunda, um
málið og komast þannig að lýðræðislegri niðurstöðu.
Þetta er uppbyggilegri meðferð máls sem ágreiningur
er um en að segja pólitíska samherja vera „ein-
angrunarsinna“.
Varla getur forystusveit Sjálfstæðisflokksins verið
andvíg slíkri málsmeðferð – eða hvað?
En þetta mál snýst ekki bara um Sjálfstæðisflokkinn
og skoðanir manna þar heldur snýr það að þjóðinni
allri.
Það blasir við að um málefni, sem svo skiptar skoð-
anir eru um, á að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, eins
og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur hvatt
til.
Þá er líklegt að sagt verði: Við búum við fulltrúa-
lýðræði.
Það er rétt en reynslan sýnir, bæði hér og annars
staðar, að veikleikar fulltrúalýðræðisins eru orðnir
óþægilega miklir.
Þess vegna á að fela þjóðinni sjálfri hið endanlega
úrskurðarvald, sem enginn getur deilt um.
Góð ráð og …
...tillaga um lausn
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Munurinn á tveimur helstu spá-mönnum jafnaðarmanna á
okkar dögum, John Rawls og Tóm-
asi Piketty, er, að Rawls hefur
áhyggjur af fátækt, en Piketty af
auðlegð. Mér finnst skoðun Rawls
heilbrigðari. Fátækt er böl, en auð-
legð blessun. Ég get sofið á næturn-
ar, þótt öðrum gangi vel.
Ef til vill var þess ekki að vænta,
að Piketty gerði fátækt að neinu að-
alatriði, því að mjög hefur dregið úr
henni í heiminum síðustu áratugi.
Samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóða-
bankans bjó röskur þriðjungur
mannkyns við sára fátækt eða ör-
birgð árið 1990. En aldarfjórðungi
síðar, árið 2015, var þessi tala komin
niður í einn tíunda hluta mannkyns.
Hundruð milljóna Kínverja hafa
brotist úr fátækt til bjargálna vegna
þess, að Kína ákvað upp úr 1980 að
tengjast alþjóðakapítalismanum. En
hagkerfið á meginlandi Kína er að-
eins eitt af fjórum kínverskum hag-
kerfum. Lífskjarabætur hafa orðið
miklu meiri í þeim þremur kín-
versku hagkerfum, sem reist eru á
ómenguðum kapítalisma. Árið 2017
var landsframleiðsla á mann 57.700
Bandaríkjadalir í Singapúr, 46.200 í
Hong Kong og 24.300 í Taívan, en
aðeins 8.800 í Kína. Og frjálsu kín-
versku hagkerfin þrjú sluppu við
ofsakommúnisma Maós, en í
hungursneyðinni vegna „Stóra
stökksins“ í Kína 1958-1962 týndu
um 44 milljónir manna lífi.
Talnarunur um tekjur mega síðan
ekki dylja þá staðreynd, að lífið er
almennt orðið miklu þægilegra. Kjör
fátæks fólks eru nú jafnvel um
margt betri en kjör ríks fólks fyrir
tveimur öldum vegna bíla, vatns-
lagna, húshitunar og húskælingar,
ísskápa, síma, netsambands, ódýrra
flugferða og ótal annarra lífsgæða.
Venjulegur launþegi vann fyrir 186
ljósastundum (Lumen-stundum) um
miðja þrettándu öld, en fyrir 8,4
milljónum árið 2018.
Lífið er ekki aðeins orðið betra,
heldur lengra. Árið 1751 voru lífs-
líkur við fæðingu 38 ár í Svíþjóð, en
árið 2016 82 ár. Árið 1838 voru lífs-
líkur við fæðingu 33 ár á Íslandi, en
árið 2016 hinar sömu og í Svíþjóð, 82
ár. Heilsa hefur batnað og menntun
aukist. Árið 1950 hafði um helm-
ingur mannkyns aldrei gengið í
skóla. Árið 2010 var þessi tala komin
niður í einn sjöunda hluta mann-
kyns. Allt skiptir þetta máli í um-
ræðum um auð og eklu.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Piketty: Tómlæti
um fátækt