Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 27

Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 27
segja samningnum upp eða semja um að orkumál séu undanþegin honum? Hefur eitthvað áunnist með fyrri reglum á þessu sviði sem stafa frá Evrópu? Hagsmunir hverra eiga að hafa forgang í reglum á sviði orkuréttar? Þjónar sæstrengur hagsmunum Íslendinga eða væri hann andstæður þeim? Þetta eru allt atriði sem eðlilegt er að fólk hafi mismunandi skoðun á. Sumum kann að þykja ákveðin atriði svo mikilvæg, að óháð fjár- hagslegum hagsmunum þá komi þau ekki til greina. Aðrir hafa mis- munandi skoðanir á fjárhagslegri arðsemi þess að virkja, efla netið innanlands og/eða tengjast raf- orkukerfi annarra þjóða. Þetta sáum við glöggt við Kárahnjúka- virkjun, sem var harðlega gagn- rýnd sem óarðbær virkjun, þó hún sé nú talin hryggjarstykkið í góðri stöðu Landsvirkjunar. Er ekki eðlilegt að við hugum að því við gerð orkustefnu fyrir Ís- land, hvaða atriði það eru sem skipta okkur mestu máli og ræðum þau þar? Að við setjum okkur meginreglur – boðorð – sem taki á nokkrum grundvallaratriðum. Því í deilu dagsins í dag, þá virðist til- gangurinn í sumum tilvikum helga meðalið. Það eru líklega langflestir sammála um, að það sé heppilegt að ríkið eigi orkuauðlindir, a.m.k. þær sem það á í dag. Enda höfum við þegar leitt í lög – óháð öllum orkupökkum – að ríki og sveitar- félög mega ekki selja slíkar auð- lindir með varanlegum hætti. Það eru langflestir sammála um að leita skuli leiða til að tryggja að arður af hagnýtingu þeirra nýtist samfélaginu í víðum skilningi. Síðan getum við haft mismun- andi skoðanir á því hve langt eigi að ganga í hagnýtingu orkuauð- linda okkar. Viljum við í raun hætta að virkja? Það er yfirvofandi orkuskortur (og hann er reyndar þegar til staðar á ákveðnum svæðum). Sú staða er orkupökkum óviðkomandi. Myndi ákvæði sem takmarkar þátttöku einkaaðila (er- lendra sem innlendra) í stórum virkjunum leiða til meiri sáttar en nú er? Norðmenn hafa slíkt ákvæði þegar kemur að stórum vatnsfalls- virkjunum, þeir takmarka eignar- hald einkaaðila þar við 33%. Er markaðsvæðing slæm og leið- ir hún til einkavæðingar? Nú höfum við haft markaðsvæðingu við lýði frá samþykkt raforkulaga árið 2003, sem að fullu kom til fram- kvæmda árið 2007. Samkvæmt ný- legri skýrslu frá EFLU um raf- orkuverð, hefur sérleyfisstarfsemi gefið betur af sér en samkeppn- isstarfsemi á þessu tímabili. Sem hlýtur að benda til þess að sam- keppnin sé að virka. Afkoma opin- berra raforkufyrirtækja er í dag miklu betri en hún var áður en annar orkupakkinn var innleiddur (þar sem markaðsvæðingin hófst að mati þeirra sem þetta segja). Er það slæmt? Höldum áfram að ræða megin- atriðin og grunngildi okkar í orku- málum. Tökumst á út frá okkar sannfæringu. Þá eru líkur til að hagsmunir þjóðar verði ofan á. En ef við förum fram með rangindi og af æsingi, þá er hætta á að niður- staðan verði í andstöðu við lang- tímahagsmuni okkar. Setjum okkur orkuboðorð. Hversu mörg sem þau kunna að vera. Hér hefur verið snert á nokkrum atriðum sem gætu orðið andlag slíkra reglna. Þetta er ekki tæmandi talning. Mótum orku- stefnu Íslands. Sem fullvalda og sjálfstæð þjóð. Við erum nefnilega í stöðu til þess. Hvort sem þriðji orkupakkinn verður samþykktur eða felldur. Höfundur er lögmaður og LLM í orkurétti. UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 a s ttur a staver e antar yr r . ma Smiðjuvegur11,200Kópavogur, sími5713770 pall@sauna.is /www.sauna.is OFN FYLGIR p OFN FYLGIR OFN FYLGIROFN FYLGIR Fjárfesting í vellíðan 10% f lá f l 1 Tegund Stærð h x þv Sætafjöldi Listaverð 450 122 x 152 cm 2 - 4 570.000 kr. 460 122 x 182 cm 4 - 6 610.000 kr. 470 122 x 214 cm 5 - 8 660.000 kr. Tunnupottur úr sedrusviði Tegund Stærð þv x l Sætafjöldi Listaverð 760 214 x 183 cm 2 - 4 810.000 kr. 770 214 x 214 cm 4 - 6 858.000 kr. 780 214 x 244 cm 6 - 8 895.000 kr. Saunatunna úr sedrusviði Tegund Stærð Sætafjöldi Listaverð. PSMINICL 214 x 214 cm 2 - 4 1.090.000 kr Pod útisauna úr sedrusviðiTegund Stærð b x l Sætafjöldi Listaverð 860LU 244 x 182 cm 2 - 4 1.290.000 kr. 870LU 244 x 214 cm 4 - 6 1.390.000 kr. 880LU 244 x 244 cm 6 - 8 1.490.000 kr. Luna útisauna úr sedrusviði Tegund Stærð þv x l Sætafjöldi Listaverð 760 PV 214 x 182 cm 2 - 4 1.110.000 kr. 770 PV 214 x 214 cm 4 - 6 1.150.000 kr. 780 PV 214 x 244 cm 6 - 8 1.190.500 kr. Panorama sedrus saunatunna Tíminn líður og það fýkur yfir farin spor. Það virðist flestum gleymt að á sjötta áratug liðinnar aldar var almennur áhugi um að taka upp frjálsa viðskiptahætti í Vestur-Evrópu- löndum. Tollar og höft skyldu víkja fyr- ir viðskipta- og at- hafnafrelsi. Samfara Marshall-aðstoðinni hófst sögulegt framfaraskeið mikils hagvaxtar en ESB og EFTA/EES eru sem verndarar mikils lokaárangurs, hins frjálsa innri markaðar. Frá því verður ekki snúið, að vel- ferð ríkja sem mynda Evrópska efnahagssvæðið, 31 talsins, hvílir á frjálsum viðskiptum með vörur og þjónustu, frjálsu flæði fjármagns og óheftri för fólks. Fráhvarf eða úti- lokun frá þeirri samvinnu leiðir óhjákvæmilega til samdráttar við tap þjóðartekna, misvægis og auk- ins atvinnuleysis. Brexit boðar, ef illa fer, til lengri tíma efnahagslegar ófarir. Eftir rösklega tveggja ára þras er engin eining hjá þingi eða þjóð um útgöngusamning sem fyrir- byggir, ef vel fer, efnahagsleg skakkaföll. Umræðan í Bretlandi veldur líka óvissu í Evrópu og er vatn á myllu popúlisma. Fyrir okkur sem eigum að þekkja nokkuð til er þetta breska þrátefli þeim mun hörmulegra að upphaf fríverslunar, bæði með stofnun EFTA og innri markaðs ESB, náð- ist vegna lykihlutverks Breta. Ég tók sæti í EFTA-ráðinu 1971 sem fyrsti fastafulltrúi Íslands og þá lá að baki afar hag- kvæmur aðildarsamn- ingur, sem hvað nokkur höfuðatriði snerti var samið um í London. Af- staða Breta til EFTA- aðildar varð með tím- anum jákvæð en miklu skipti líka stöðugur þrýstingur Norður- landaþjóðanna fjögurra. Þessi samningsgerð náðist á elleftu stundu því þá þegar, í byrjun okkar veru, hefjast fyrstu aðildarviðræðurnar við ESB; Bretland og Danmörk ganga þar inn 1. janúar 1973. Þjóðaratkvæði í Bretlandi 2017 skilaði naumum meirihluta fyrir úr- sögn úr ESB. Því var hampað af út- göngusinnum, að ákvæði um frjálsa för fólks hefði leitt til útilokunar á vinnumarkaðinum fyrir Breta vegna innflæðis frá Evrópu. Eru það víst Pólverjar sem þar voru skotspónn enda fjölmennir í byggingariðn- aðinum og væntanlega jafn ómiss- andi og hjá okkur Íslendingum. Þetta er á sína vísu sambærilegt við þann nýja fjanda Íslands, sem sum- ir telja vera hinn margumrædda þriðja orkupakka, og gegn honum sé til ráða að segja upp EES- samningnum. Staðreyndir eru hins vegar þær að án sæstrengs, sem ekki verður lagður nema með sam- þykki okkar, hefur raforkustefna ESB enga þýðingu fyrir Ísland. Innleiðing orkupakkans er því sjálf- sögð til að tryggja einslaga löggjöf innri markaðsins með viðskiptafríð- indum sem eru okkur brýn nauð- syn. Snar þáttur mikillar þróunar í sjávargeiranum er kunnátta á sviði markaðsmála. Frjáls og opinn markaður drífur áfram þróun um mikla verðmætisaukningu í útflutn- ingi fersks fisks. Það má þakka samkeppnisforskoti við að samhæfa framleiðslustigin þörfum markaðs- ins: styttri veiðiferðir, bætt meðferð aflans, stíft gæðaeftirlit og öryggi framboðs til valinna kaupenda. Við þessar kringumstæður fær flutn- ingsgetan og þróun á því sviði af- gerandi þýðingu. Hámark útflutn- ingsverðmætis fæst aðeins með að sinna nálægum hátekju- og frí- verslunarlöndum í Evrópu og Bandaríkjunum, m.a. með flugi. Þessa tengingu markaðs, vinnslu og veiða leika aðrir lítt eftir íslenskum útflytjendum. Landlega Íslands og takmarkað útflutningsmagn sjávar- afurða ræður að fríverslun við Kína eða aðra í sk. Asíugátt er harla lítils virði fyrir okkur. Hlutverk ís- lenskra stjórnvalda er að afla út- flutningsfrelsis t.a.m. einnig fyrir ál eða til frjálsra flugferða. Það er sumpart leyst í EES eða á tvíhliða grundvelli við Bandaríkin. Á óvissutímum um Evrópusam- vinnu hefur ríkisstjórnin réttilega markað stefnu um að standa vörð um áunnið viðskiptafrelsi og fylgja vissulega bestu óskir um þá veg- ferð. Stefnumörkun í óvissu Eftir Einar Benediktsson Einar Benediktsson » Á óvissutímum um Evrópusamvinnu hefur ríkisstjórnin rétti- lega markað stefnu um að standa vörð um áunn- ið viðskiptafelsi. Höfundur er fyrrverandi sendiherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.