Morgunblaðið - 27.04.2019, Page 44
G
uðrún Karls Helgudótt-
ir fæddist 27. apríl
1969 í Hafnarfirði en
flutti fljótlega til
Reykjavíkur. Hún var
búsett um tveggja ára skeið í
Hnífsdal 1973-1975 á meðan faðir
hennar kenndi við Menntaskólann
á Ísafirði. Hún átti heima í Kópa-
vogi frá sex ára aldri og ólst þar
upp.
„Ég var í nokkur sumur í sveit í
Stíflisdal í Þingvallasveit hjá móð-
urbróður mínum og konu hans,
Halldóri Kristjánssyni og Guðrúnu
Kristinsdóttur. Þar lærði ég að
keyra traktor og vinna hefðbundin
sveitastörf. Ég lærði á píanó sem
krakki og var í skátunum um tíma
og KFUM og K og æfði á skíðum
en entist ekki lengi í íþróttum. Það
kom ekki fyrr en miklu seinna.“
Guðrún lauk stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti,
BA-gráðu 1998 og cand.theol.-prófi
frá guðfræðideild Háskóla Íslands
2000, og Dr. Min.-gráðu í prédik-
unarfræðum frá The Lutheran
School of Theology í Chicago 2016.
Guðrún flutti til Svíþjóðar eftir
útskrift frá Háskóla Íslands árið
2000 og vígðist sem prestur
sænsku kirkjunnar í Gautaborgar-
stifti 11. janúar 2004 eftir að hafa
bætt aðeins við sig í námi áður.
Hún var prestur á tveimur stöðum
í Svíþjóð; fyrst sem prestur í
Näset-söfnuði og síðan sem sóknar-
prestur í Lerum-söfnuði. Í apríl
2008 flutti hún aftur til Íslands eft-
ir að hafa fengið stöðu prests í
Grafarvogskirkju og í apríl 2016
var hún valin sóknarprestur í
Grafarvogssókn.
„Að mörgu leyti er svipað að
vera prestur í Svíþjóð og á
Íslandi,“ segir Guðrún aðspurð.
„Þetta eru systurkirkjur og því lík-
ar í grunninn. Helsti munurinn er
stærðin. Svíþjóð er fjölmenn og í
stiftinu mínu, Gautaborgarstifti,
voru yfir 400 prestar en á Íslandi
rúmlega 100 á öllu landinu, svo það
er meiri fjölbreytni í helgihaldi þar.
Svo er líka annar munur og hann
er sá að á Íslandi sinna prestar
mun meiri sálgæslu enda leitar fólk
hér til presta með flest milli himins
og jarðar. Í Svíþjóð leitar fólk að-
allega til þeirra með trúarlegar
spurningar og í tengslum við stóru
stundirnar í lífinu. Ég er í
skemmtilegasta starfi sem ég get
hugsað mér og einstaklega heppin
með samstarfsfólk í söfnuðinum í
Grafarvogi.“
Guðrún hefur setið í nokkuð
mörgum stjórnum og nefndum á
vegum kirkjunnar. Hún sat í stjórn
Prestafélags Íslands í sex ár, fyrst
sem ritari og síðar sem varafor-
maður, hún hefur átt sæti í héraðs-
nefnd Reykjavíkurprófastsdæmis
eystra um nokkurra ára skeið auk
þess sem hún situr í stjórn Félags
prestsvígðra kvenna og gegndi um
tíma stöðu formanns Æskulýðs-
sambands þjóðkirkjunnar svo eitt-
hvað sé nefnt. Hún situr á kirkju-
þingi og hefur átt sæti þar í tæp
fimm ár. Guðrún hefur ritað fjölda
greina í Fréttablaðið og Morgun-
blaðið, Kirkjuritið og á ýmsum vef-
miðlum um trú, kirkju og sam-
félagsmál.
„Þegar ég er ekki að vinna í
kirkjunni þykir mér best að vera
með fjölskyldunni, lesa eða hlaupa
og stunda aðra líkamsrækt. Ég tók
upp á því fyrir um það bil sjö árum
að fara að hlaupa langhlaup og
kláraði mitt fyrsta heila maraþon
síðastliðið haust í Amsterdam auk
þess sem ég hef hlaupið hálf-
maraþon nokkrum sinnum. Mér
finnst hálfmaraþon góð vegalend en
ætla að taka eitt maraþon í viðbót
og stefni á að fara í Berlínar-
maraþonið í september.“
Fjölskylda
Eiginmaður Guðrúnar er Einar
Örn Sveinbjörnsson, f. 19. maí
1964, prófessor í eðlisfræði við Há-
skóla Íslands. Foreldrar Einars:
Hjónin Sveinbjörn Björnsson, 28.
október 1936, fyrrverandi prófessor
í jarðeðlisfræði og rektor Háskóla
Íslands, og Guðlaug Einarsdóttir, f.
7. janúar 1936, d. 28. nóvember
2008, bókari.
Fyrrverandi eiginmaður Guð-
rúnar er Frosti Friðriksson, f. 28.
ágúst 1968, leikmyndahönnuður.
Börn: 1) Hólmfríður Frosta-
Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju – 50 ára
Skírn barnabarns Guðrún ásamt Hólmfríði, Bjarka og Viðju sem var skírð 28. janúar 2018.
Meiri sálgæsla á Íslandi
44 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
40 ára Una er Kópa-
vogsbúi. Hún er með
BA-próf í sviðslistum
við Goldsmiths College
við University of Lond-
on og meistarapróf í
leikstjórn við Royal
Holloway við University
of London. Una er leikstjóri og lektor í
sviðslistum við Listaháskóla Íslands.
Maki: Einar Þór Karlsson, f. 1969, sjálf-
stætt starfandi.
Börn: Þorleifur, f. 2007, og Þorkell Þorri,
f. 2011, stjúpbörn eru Arnaldur, f. 1998,
Eyjólfur, f. 2000, og Ólafía Elísabet, f.
2003.
Foreldrar: Þorleifur Thorlacius Sveins-
son, f. 1951, og Hrafnhildur Jósefsdóttir,
f. 1952. Þau eru bús. í Kópavogi.
Una
Þorleifsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Í dag er rétti dagurinn fyrir þig til að
breyta um lífsstíl. Gættu þess samt að
ganga ekki of langt í byrjun. Taktu eitt skref
í einu.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er erfitt að gera svo öllum líki og
reyndar er það sjaldan besti kosturinn. Ekki
kasta hæfileikum þínum á glæ.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Samræður við vin geta valdið
mikilvægum breytingum í lífi þínu. Er ekki
kominn tími til að huga að heilsunni? Hvað
með áramótaheitið?
21. júní - 22. júlí
Krabbi Láttu aðra um að finna lausn á sín-
um málum. Næstu vikur verður þú út um
hvippinn og hvappinn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það gengur svo mikið á í kringum þig
að þú þarft að gæta þess að verða ekki
stressinu að bráð. Vináttan skiptir þig miklu
máli og vitneskjan um það að einhver láti
sér annt um þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ekki bregðast harkalega við, þótt
þér þyki tilboð félaga þíns út í hött. Leyfðu
sannleikanum að koma upp á yfirborðið og
afgreiddu svo málin þannig að þú getir
haldið ótrauð/ur áfram.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert einfari í eðli þínu, en þarft í starfi
að eiga samskipti og samstarf við aðra.
Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Taktu þér tíma til þess að
meta stöðu þína og kanna hvort þú ert á
réttri leið. Fáðu vini með þér í ferðalag.
Sígandi lukka er best.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vertu á verði gagnvart tungu-
lipru fólki. Efldu sjálfstraust þitt og leitaðu
svara við spurningum sem brenna á þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er meiriháttar áætlun í
gangi í vinnunni, og þú þarft ekki að stjórna
öllu svo hún gangi upp. Reyndu að komast
að því hvað hrjáir ástvin.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Láttu ekki hugfallast þótt þér
sýnist mörg ljón á veginum. Mælirinn er
fullur gagnvart einhverjum nákomnum.
Teldu upp að tíu áður en þú opnar munn-
inn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Náinn vinur eða starfsfélagi gæti
viljað hjálpa þér í dag. Þú gerir oft ráð fyrir
hinu versta, hvernig væri að breyta því og
reikna með hinu besta?
30 ára Hallgrímur er
úr Grafarvogi en býr í
Hafnarfirði. Hann er
með BS-próf í íþrótta-
og heilsufræði frá Há-
skólanum í Dalarna í
Svíþjóð og er í meist-
aranámi í íþrótta-
kennslufræði við HÍ. Hann er yfirþjálfari
sunddeildar Fjarðar og vinnur á leikskól-
anum Vesturkoti.
Maki: Kristín Þorvaldsdóttir, f. 1990,
sjúkraliði á Landspítalanum.
Börn: Rúnar Pétur, f. 2015, og Ýlfa
Aþena, f. 2018.
Foreldrar: Hörður Magnússon, f. 1957,
strætóbílstjóri, og Elísabet Þorsteins-
dóttir, f. 1959, kennari í Klettaskóla. Þau
eru bús. í Reykjavík.
Hallgrímur Þór
Harðarson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is