Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 47

Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 47
ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 Það væri skemmtilegt fyrir alla sem fylgjast með íslenskum fótbolta ef það gengi eftir að Kári Árnason fengi að koma til liðs við Víkinga áður en félagaskipta- glugginn lokast 15. maí. Þar með væru þrír byrjunarliðsmenn úr ís- lenska landsliðinu komnir í úr- valsdeildina hér heima (sem vissulega er kannski ekki frábær þróun fyrir landsliðið) og um leið þrjár hetjur úr hópnum sem lík- lega hefur glatt þjóðina mest allra síðustu ár. Ég spjallaði við Kára um þennan möguleika eftir landsleik- inn í París fyrir mánuði og þá sagði hann nánast útilokað að hann kæmi til Víkings fyrr en í júlí. Kári er samningsbundinn Genclerbirligi í Tyrklandi og gildir samningurinn út júní. Á þessum mánuði sem liðinn er hefur Genc- lerbirligi hins vegar komið sér í mjög góða stöðu á toppi tyrk- nesku 1. deildarinnar, níu stigum á undan liðinu í 3. sæti en tvö efstu liðin komast upp um deild. Fjórir leikir eru eftir og hugsan- lega tryggja Kári og félagar sér sæti í efstu deild strax á mánu- daginn. Eini leikur Genclerbirligi eftir 15. maí er í lokaumferðinni í Tyrk- landi, 18. maí. Mjög góðar líkur eru á að liðið verði þá búið að tryggja sig upp í úrvalsdeild. Væri þá eitthvað því til fyrirstöðu að Kári fengi sig lausan frá félaginu og kæmi til Víkings strax? Félög- in hlytu að geta komist að ein- hverju samkomulagi sem allir högnuðust á. Það tókst alla vega þegar Eið- ur Aron Sigurbjörnsson kom til Vals vorið 2017. Valsmenn náðu samkomulagi við Holstein Kiel sem var búið að tryggja sig upp í 2. deild í Þýskalandi fyrir 15. maí. Hafi það samkomulag kostað Val einhverjar krónur þá gráta þeir upphæðina tæplega í dag, tveim- ur Íslandsmeistaratitlum ríkari. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu 2019, sem nú nefnist Pepsi Max-deildin, verður lokið laust fyrir klukkan tíu í kvöld. Hún hófst í gærkvöld með viðureign Vals og Víkings og lýkur í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti KR á óvenjulegum leiktíma, á laugardags- kvöldi, í leik sem tvímælalaust er sá áhugaverðasti í fyrstu umferðinni. Hinir fjórir leikirnir fara fram um miðjan dag og þó enn sé aðeins 27. apríl verður spilað á fjórum grasvöll- um í þessari fyrstu umferð, Grinda- víkurvelli, Hásteinsvelli í Vest- mannaeyjum, Kaplakrikavelli og á Akranesvelli sem kenndur er við Norðurál. Grindavík og Breiðablik Blikar sóttu þrjú stig til Grinda- víkur í fyrra með 2:0 sigri og eru lík- legir til að endurtaka leikinn. Eftir að hafa misst sterka leikmenn í vet- ur hafa öflugir menn komið í græna búninginn í í staðinn á síðustu dög- um og vikum, síðast Höskuldur Gunnlaugsson. Hinn 43 ára gamli Gunnleifur Gunnleifsson fékk lang- fæst mörk allra á sig í fyrra og er líklegur til að halda sínu striki með sterka varnarlínu fyrir framan sig. Grindavík er með talsvert breytt lið sem á pappírunum virðist veikara en í fyrra en það verður fróðlegt að sjá hvernig nýi hollenski framherj- inn Patrick N’Koyi plumar sig suður með sjó. Ef hann reynist nýr Andri Rúnar gæti Grindavíkurliðið hrist af sér hrakspárnar.  Spáin: Breiðablik sigrar 2:0. ÍBV og Fylkir Fáir átta sig á því hvernig Eyja- menn muni mæta til leiks í ár eftir miklar breytingar á liðinu þar sem m.a. er að finna sex nýja erlenda leikmenn, þrjá þeirra frá Portúgal, heimalandi Pedro Hipólito þjálfara. Þá er Jonathan Glenn kominn aftur „heim“ og reynir að fylla skarð Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Fylkir er líka með breytta fram- línu þar sem Hollendingurinn Geoff- rey Castillion og Eistinn Tristan Koskor gætu gert góða hluti fyrir framan þrautreynda miðjumenn liðsins. Þetta er líkast til óútreiknanleg- asti leikur umferðarinnar en þrjú stig á hvorn veginn sem væri myndu gefa sigurliðinu fljúgandi start á þessu Íslandsmóti.  Spáin: Jafntefli, 1:1. FH og HK Fyrirfram ætti þetta að vera sá leikur sem auðveldast er að spá um í fyrstu umferðinni. FH-ingar með alla sína reynslu og styrk ættu að vera númeri of stórir fyrir nýliðana úr Kópavogi. Til marks um reynsluna í liði FH voru fjórir leik- manna liðsins í dag líka með þegar félögin mættust síðast í deildinni ár- ið 2008, þeir Davíð Þór Viðarsson, Atli Guðnason, Hjörtur Logi Val- garðsson og Björn Daníel Sverris- son. Reyndar var Hörður Árnason þá einnig í liði HK. Allt annað en öruggur sigur FH kæmi á óvart enda þótt tvísýnt sé með þátttöku Davíðs og Stevens Lennons vegna meiðsla. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálf- ari HK, stýrir liði í efstu deild í fyrsta skipti og fyrir hann og læri- sveina hans gerast verkefnin vart erfiðari en að hefja Íslandsmótið í Kaplakrika.  Spáin: 3:1 fyrir FH. ÍA og KA Eftir flugeldasýningu í mörgum leikjum í vetur verður fróðlegt að sjá hvernig Skagamenn koma inn í Ís- landsmótið. Langt er síðan nýliðar hafa verið taldir fyrirfram eiga jafn raunhæfa möguleika á að komast í efri hluta deildarinnar. Skagaliðið hefur verið mjög frískt og kraftmik- ið, pressað andstæðingana óhikað, og miðað við það verður erfitt fyrir alla að mæta því. Jóhannes Karl Guðjónsson er að byggja upp áhuga- vert lið. Hjá KA hafa verið mikil umskipti og ekki er gott að átta sig á því hvernig Akureyrarliðið kemur inn í mótið. Erlendir leikmenn sem hafa sett svip sinn á liðið eru farnir en öfl- ugir heimamenn eins og Haukur Heiðar Hauksson og Almarr Ormarsson eru komnir norður og félagshjartað því eflaust enn sterk- ara en áður.  Spáin: ÍA sigrar 2:1. Stjarnan og KR Þetta er stórleikur umferðarinnar og hann fer fram á áhugaverðum leiktíma en flautað verður til leiks í Garðabæ klukkan 20 í kvöld, á laugardagskvöldi. Stjarnan og KR eru tvö af þeim liðum sem fullvíst er talið að verði í baráttunni í Evrópuhlutanum, a.m.k. um Evrópusæti. Bæði lið eru gríðarlega vel mönnuð og með sterka menn á varamannabekkjum, og hafa hvort um sig gæði til þess veita Valsmönnum verðuga keppni á toppnum í ár. KR-ingar virtust komnir skrefinu lengra á undirbúningstímabilinu en fyrir bæði lið gildir að þetta er einn af þeim leikjum sem þau verða að vinna til að ná markmiðum sínum. Liðin mættust í Garðabæ í upp- hafi mótsins í fyrra og þar unnu KR- ingar góðan 3:2 sigur þar sem Atli Sigurjónsson skoraði glæsilegt sigurmark rétt fyrir leikslok. KR hefur gengið vel á Samsung- vellinum síðustu ár og unnið þar þrisvar í deildinni á síðustu fjórum árum.  Spáin: Jafntefli, 2:2, í líflegum leik. Lýkur á kvöldskemmtun  Stjarnan og KR ljúka fyrstu umferðinni í flóðljósunum í Garðabæ í kvöld  Spennandi Skagalið byrjar á heimavelli  Fjórir leikir á grasvöllum í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Garðabær Þorsteinn Már Ragnarsson úr Stjörnunni og Pálmi Rafn Pálma- son úr KR mætast í lokaleik fyrstu umferðarinnar í kvöld. Landsliðskonurnar Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir horfðu á eftir hol- lenska meistaratitlinum í fótbolta í hendur Twente í gærkvöld. Twente vann leik liðanna 3:2 með sigur- marki í uppbótartíma. Þar með munar sex stigum á liðunum fyrir lokaumferðina en PSV er í 3. sæti. Anna og Berglind komu báðar inn á í seinni hálfleik í gær. Þetta var kveðjuleikur Berglindar sem heldur nú úr láni heim til Breiða- bliks. Anna er með samning við PSV til loka leiktíðarinnar. Titill í ranga átt í kveðjuleiknum Ljósmynd/PSV Heim Berglind B. Þorvaldsdóttir leikur með Breiðabliki í sumar. Oddur Gretarsson lagði að vanda sitt af mörkum þegar Balingen vann Dormagen í þýsku B-deildinni í handbolta í gærkvöld, 32:23. Oddur var einn af markahæstu mönnum Balingen með 6 mörk. Balingen er áfram á toppi deild- arinnar með 50 stig eftir 31 umferð. Liðið er fjórum stigum frá 3. sæti þegar sjö umferðir eru eftir, en tvö efstu lið deildarinnar komast upp í efstu deild. Oddur, sem er 28 ára gamall, hefur leikið með Balingen frá sumrinu 2017 og gerði í vetur nýjan samning við félagið til 2021. Oddur færist enn nær efstu deild Ljósmynd/Balingen Sex Oddur Gretarsson skoraði sex mörk í sigri Balingen í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.