Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 49
Liverpool hefur unnið tíu leiki í röð,
þegar úrslit í öllum keppnum eru
talin, eftir að liðið vann 5:0-stórsigur
á föllnu botnliði Huddersfield í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
í gærkvöld. Með sigrinum komst
Liverpool aftur á topp deildarinnar
en Manchester City á til góða útileik
gegni Jóhanni Berg Guðmundssyni
og félögum á sunnudaginn.
Liverpool hefur nú safnað 91 stigi
í úrvalsdeildinni og sá stigafjöldi
hefur oft dugað til þess að landa
meistaratitlinum. Árið 2004 vann lið
Arsenal það einstaka afrek að verða
Englandsmeistari án þess að tapa
leik, en „hinir ósigrandi“ söfnuðu þó
ekki eins mörgum stigum og Liver-
pool nú, heldur 90 stigum. Liverpool
er sömuleiðis nú þegar komið með
12 stigum meira en Manchester
United fékk þegar liðið vann þrenn-
una árið 1999, og liðið á þó enn tvo
leiki eftir.
Mohamed Salah og Sadio Mané
skoruðu tvö mörk hvor fyrir Liver-
pool í gær, eftir að Naby Keita kom
liðinu yfir eftir 15 sekúndna leik.
Næsti leikur Liverpool er við Barce-
lona á miðvikudag. sindris@mbl.is
Fleiri stig en
ósigrandi liðið
AFP
Góðir Mohamed Salah og Naby Keita voru báðir á skotskónum í gær.
Liverpool á toppinn með stórsigri
Eitt
ogannað
ÍÞRÓTTIR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
Hákon Örn Hjálmarsson, körfu-
knattleiksmaður úr ÍR, mun leika með
liði í efstu deild bandaríska há-
skólakörfuboltans næsta vetur. Hákon,
sem kominn er með ÍR í úrslitaeinvígi
Íslandsmótsins, hefur samið um að
fara í Binghamton-háskólann í New
York-ríki. Þar mun þessi tvítugi leik-
maður leika með Binghamton Bear-
cats í American East-riðlinum. Hákon
skoraði 10,8 stig að meðaltali í úrvals-
deildinni í vetur, tók 3,2 fráköst og átti
3,1 stoðsendingu. Meiðsli hafa sett
strik í reikninginn hjá honum í úr-
slitakeppninni en hann hefur jafnað
sig af þeim.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri
Liverpool, segir að meiðsli framherj-
ans Roberto Firmino séu „ekkert stór-
mál“ þó að þau hafi orðið til þess að
Firmino var ekki í hópnum sem mætti
Huddersfield í gærkvöld í ensku úr-
valsdeildinni. Firmino meiddist í vöðva
á æfingu á fimmtudag en vonir standa
til þess að hann geti mætt Barcelona í
Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.
KR hefur fengið
til sín markvörðinn
Birnu Kristjáns-
dóttur frá Stjörn-
unni og gerði hún
samning við félag-
ið sem gildir út
knattspyrnu-
tímabilið sem
brátt hefst. Birna,
sem er 33 ára gömul, lék 10 leiki með
Stjörnunni í fyrra eftir að hafa verið
hjá Grand Bodö í Noregi í þrjú ár. Birna
er annar leikmaðurinn sem KR fær frá
Stjörnunni fyrir tímabilið því í vetur
fór sóknarmaðurinn Guðmunda
Brynja Óladóttir sömu leið. Fyrir er KR
með markvörðinn Ingibjörgu Valgeirs-
dóttur sem er 21 árs gömul og varði
mark liðsins í fyrra.
HK/Víkingur hefur sömuleiðis gert
samning við markvörð, hina banda-
rísku Audrey Baldwin, sem gildir út
komandi leiktíð. Baldwin lék með
Keflavík í 1. deild sumarið 2015 og
með Fylki í efstu deild 2016. Hún er 27
ára gömul og lék síðast með FC Ramt
HaSharon í Ísrael.
Haukur Benediktsson er aðstoðar-
þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í knatt-
spyrnu, ekki Ómar Jóhannsson, sem
er markvarðaþjálfari. Rangt var farið
með þetta í blaðinu Fótboltinn 2019
sem fylgdi Morgunblaðinu í gær.
Brasilíumaðurinn Neymar missir af
þremur af sex leikjum PSG í riðla-
keppni Meistaradeildar Evrópu í knatt-
spyrnu á næstu leiktíð, verði hann
áfram í herbúðum félagsins. Neymar
var í gær úrskurðaður í þriggja leikja
bann frá Evrópukeppnum félagsliða
vegna ummæla í garð dómara á sam-
félagsmiðlum eftir að
PSG féll út úr Meistara-
deildinni gegn Man-
chester United í vetur.
Neymar spilaði ekki
leikinn, vegna
meiðsla, en lét
hafa eftir sér á In-
stagram að
myndbands-
dómgæsla í
leiknum hefði
verið hneyksli og
að dómararnir skildu
ekki fótbolta.
Á HLÍÐARENDA
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Það var mikið fjör er Íslandsmeist-
arar Vals og Víkingur Reykjavík
mættust í fyrsta leik sumarsins í
Pepsi Max-deild karla í fótbolta í
gærkvöldi. Að lokum skiptu liðin sex
mörkum bróðurlega á milli sín og
urðu lokatölur því 3:3.
Fyrir leik var Valsmönnum spáð
öruggum sigri af flestum, en það
gekk illa að skapa færi á móti skipu-
lögðu og skemmtilegu liði Víkinga.
Gestirnir úr Fossvoginum freistuðu
þess að sækja hratt þegar tækifæri
gáfust og spilaðist fyrri hálfleikur-
inn fullkomlega fyrir Víkinga. Stað-
an í hálfleik var 1:0, Víkingi í vil, þar
sem markið kom úr skyndisókn og
Valsmenn fengu varla færi.
Teið í hálfleik hefur farið vel í
Valsmenn því þeir komu með meiri
kraft inn í seinni hálfleikinn og jöfn-
uðu verðskuldað snemma í honum,
en það gerði Emil Lyng í sínum
fyrsta leik með Val. Einhver lið
hefðu þá bakkað vel og reynt að
sigla með eitt stig heim í höfn, en
það var ekki á dagskránni hjá Vík-
ingum. Þeir héldu áfram að sækja
þegar færi gáfust og varamaðurinn
Logi Tómasson skoraði mark sem á
möguleika á að vera kosið það falleg-
asta þegar upp er staðið. Þótt mark-
ið hafi komið í fyrstu umferð verður
enginn búinn að gleyma því í lok
móts. Logi, sem er fæddur árið 2000,
lék glæsilega á tvo varnarmenn og
skilaði boltanum upp í samskeytin
með fallegu skoti.
Valsmenn tóku aftur við sér og
jöfnuðu skömmu síðar eftir þunga
sókn. Birkir Már Sævarsson skoraði
auðveldlega af stuttu færi. Víkingur
komst hins vegar yfir í þriðja skipti
á 88. mínútu þegar Sölvi Geir Otte-
sen skallaði í netið af stuttu færi. Að-
eins mínútu síðar jafnaði hins vegar
Gary Martin og lokatölur urðu 3:3.
Bæði lið eru eflaust svekkt með
úrslitin. Víkingar eru svekktir að
hafa komist yfir þrisvar en aðeins
náð í eitt stig og Valsmenn svekktir
að vinna ekki fyrsta leik á heima-
velli.
Fyrst og fremst gefur leikurinn
afar góð fyrirheit fyrir deildina í
sumar. Fullt af mörkum, þar af eitt
ótrúlega fallegt, óvænt úrslit og mik-
ið fjör.
Valsmenn eru enn þá að spila sig
saman og er sóknarlínan þeirra ný
frá því á síðustu leiktíð. Gary Martin
og Emil Lyng skoruðu báðir í fyrsta
leik, sem er jákvætt en Kaj Leo í
Bartalsstovu átti alls ekki góðan
leik. Miðjumenn Vals spiluðu
sóknarleikinn vel, en áttu oft erfitt
þegar ungir og sprækir Víkingar
sóttu hratt. Miðverðirnir Orri Sig-
urður Ómarsson og Eiður Aron
Sigurbjörnsson áttu svo mjög erfitt.
Víkingsliðið sem Arnar Gunn-
laugsson er með í höndunum er
spennandi. Það eru margir ungir og
flottir leikmenn, sem voru óhræddir
að fara á einn erfiðasta útivöll lands-
ins. Með þeim eru reynsluboltar á
borð við Sölva Geir Ottesen, Þórð
Ingason og Halldór Smára Sigurðs-
son og er það skemmtileg blanda.
Víkingar verða í fínum málum í sum-
ar haldi þeir áfram að spila líkt og í
gær. Valsmenn þurfa hins vegar að
slípa sinn leik ætli þeir sér Íslands-
meistaratitilinn þriðja árið í röð.
Fyrsti leikur gefur afar
góð fyrirheit fyrir sumarið
Sex marka jafntefli Vals og Víkings Valsmenn jöfnuðu þrisvar í fjörugum leik
Morgunblaðið/Eggert
Markasúpa Sölvi Geir Ottesen rís hæst í fagnaðarlátum Víkinganna á
Hlíðarenda í gær þar sem Sölvi skoraði eitt sex marka í frábærum leik.
Origo-völlurinn, Pepsi Max-deild
karla, föstudag 26. apríl 2019.
Skilyrði: Milt og gott veður. Gervi-
grasvöllur.
Skot: Valur 7 (4) – Víkingur 8 (5).
Horn: Valur 3 – Víkingur 5.
Valur: (4-3-3) Mark: Anton Ari
Einarsson. Vörn: Birkir Már
Sævarsson, Orri Sigurður Óm-
arsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson,
Bjarni Ólafur Eiríksson (Garðar
Gunnlaugsson 88). Miðja: Lasse
Petry, Einar Karl Ingvarsson, Hauk-
ur Páll Sigurðsson (Ólafur Karl Fin-
Valur – Víkingur R. 3:3
sen 23). Sókn: Emil Lyng (Kristinn
Ingi Halldórsson 77), Gary Martin,
Kaj Leo i Bartalsstovu.
Víkingur R.: (4-5-1) Mark: Þórður
Ingason. Vörn: Davíð Örn Atlason,
Halldór Smári Sigurðsson, Sölvi
Geir Ottesen, Dofri Snorrason (Logi
Tómasson 39). Miðja: Ágúst Eðvald
Hlynsson, Júlíus Magnússon, Viktor
Andrason, Erlingur Agnarsson, Rick
ten Voorde (Örvar Eggertsson 83).
Sókn: Nikolaj Hansen.
Dómari: Pétur Guðmundsson – 7
Áhorfendur: 1.386.
0:1 Nikolaj Hansen 19. skor-aði af stuttu færi eftir
sendingu Rick ten Voorde.
1:1 Emil Lyng 55. lyfti bolt-anum yfir Þórð eftir send-
ingu Einars.
1:2 Logi Tómasson 75. fór illameð tvo Valsmenn og skor-
aði með fallegu skoti upp í sam-
skeytin.
2:2 Birkir Már Sævarsson 79.í autt markið af stuttu færi
eftir að Þórður varði frá Kristni
Inga.
2:3 Sölvi Geir Ottesen 88.skallaði í netið af stuttu
færi eftir hornspyrnu Loga.
3:3 Gary Martin 89. skot ístöng og inn rétt utan
teigs.
I Gul spjöld:Kaj Leo (Val) 35. (brot),
Hansen (Víkingi) 45. (brot), Ólafur
(Val) 45. (brot), Birkir (Val) 71.
(brot) Viktor (Víkingi) 82. (brot)
M
Birkir Már Sævarsson (Val)
Einar Karl Ingvarsson (Val)
Gary Martin (Val)
Emil Lyng (Val)
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi)
Sölvi Geir Ottesen (Víkingi)
Júlíus Magnússon (Víkingi)
Logi Tómasson (Víkingi)
Rick ten Voorde (Víkingi)