Stefnan - 01.04.1923, Blaðsíða 27
STEFNAN
reit: nota alþingishúsið að nokkru
leyti fyrir vanalega sölubúð.
Lögin, sem þar eru samþykt, eru
mörg óþörf, önnur beinlínis skaðleg.
Tilhneigingin til lagasmíða vex ár-
lega. Lögbrot og hilmingar verða tíð-
ari, en í skjóli þeirra dafna og marg-
faldast tæringarberklar, er þegar
hafa gjörspilt viðskiftalífi þjóðar-
innar.
Rjettarmeðvitundin og viðskifta-
ráðvendnin fylgjast ætíð að. Nú reka
sjergóðir menn þessar heilladísir
harðri hendi — yfir landamærin.
----o----
Þjóðkirkjan.
Gjörð hefir verið miður sæmileg
árás á þjóðkirkjuna. Mun sú árás
vera fram komin að undirlagi Jónas-
ar frá Hriflu. (Jónas er „utan safn-
aða“, eins og flestallir alþýðuleiðtog-
ar vorir).
Hann vill að biskupsembættið sje
afnumið.
Við þessu mátti búast. Leiðtogar
bolshvíkinga hafa enga trú, vilja ekk-
ert föðurland eiga, — ekkert er þeim
heilagt.
Hjer fara á eftir setningar úr
nefndaráliti minni hluta allsherjar-
nefndar (nr. 302).
„Á dögum frumkristninnar, þeg-
ar forvígismenn hennar börðust
aðallega fyrir rjetti kúgaðra
manna og undirokaðra, og reyndú
að hræra menn til mannkærleika
og meðaumkunar, má telja, að
Verzlun
Jes Zimsen
Reykjavík
hefir nú fyrirliggjandi stærst og
bezt úrval af allskonar
járnvörum:
Smíðatól,
Búsáhöld,
hverju nafni sem nefnast.
Jarðyrkjng'aíla og Skóflur margsk.,
Saum, ferstrendan, allar tegundir,
Rúðugler, tvöfalt og einfalt.
Sparið tíma og fyrirhöfn með
þvi að snúa yður fyrst til verzl-
unar minnar, þegar yður vantar
eitthvað af ofangreindum vörum.
Heildsala — Smásala.
Virðingarfylst
Jes Zímsen.
Nýlenduvörudeild
Jes Zimsen
Reykjavik
hefir ávalt á boðstólum allsk.
matvörur,
nýlenduvörur,
hreinlætisvörnr.
Beztar vörur. — Bezt verð.