Stefnan - 01.04.1923, Blaðsíða 19

Stefnan - 01.04.1923, Blaðsíða 19
STEFNAN Nú er hann merki vonarinnar, síð- ar verður hann merki frægðarinnar. Hann á að verða tákn þeirrar þjóð- ar, sem að vísu er ein minsta þjóð heimsins, en hefir þó lífsmagn, vit og vilja til að lifa sínu lífi og koma í framkvæmd sínum sjerstöku hug- s j ónum. Jeg veit það vel, að margir halda að stórþjóðirnar einar geti unnið stórvirki, en sagan mótmælir því. Frá smáþjóðunum hefir heimurinn marg- oft fengið yngjunarafl, og svo mun enn verða. Einhvern tíma kemur sá tími, að þjóðirnar verða ekki vegnar eftir höfðatölu eða þunga holdsins, eins og kjöt á búðarvog, heldur eftir andan- um, sem í þeim býr. •Ósjálfrátt viku dyraverðirnir í liöllu Noregskonunganna, Haralds og Magnúsar, fyrir Arnóri jarlaskáldi. „Gefið rúm skáldi konunga!“ sagði hann, og hirðmennirnir fundu, að hann talaði eins og sá, sem vald hafði, — því hann hafði ódauðlegt kvæði að flytja. Og enn mun íslendingum verða gefið rúm, hvenær sem þeir hafa ódauðleg erindi mannvits og dreng- skapar með höndum. — Með þetta mark fyrir augum vilj- um vjer hefja þennan fána .... Eng- in þjóð, sem sjer hann, getur tengt við hann neinar illar endurminning- ar. pessi fáni er hreinasti fáni heims- ins, í hann er ekkert ilt skrifað. Áður fyrri saumuðu konur merki og gáfu þeim, sem þær unnu. Jeg vona, að íslenzkar konur taki upp þann sið. Jeg vona, að á hverri þjóð- hátíð fái íslenzkar mæður bömum sínum þennan fána í hönd til að bera hann í fylkingu. -----o------ flS. 0. 0, ntLDHflM, BERBEH. Ur yörulista: F I X skóáburður, svartur og bmnn. AOPOLLO - „ T Ö R F 0 T " feitisverta. SVANA ÞVOTTADUFT, er það þvottaduft, sem hefir fengið viðurkenningu alira, sem notað hafa, sem sjerstakiega gott og hreinsandi. Bezta sönnunin fyrir gæðum þess er: EFTIRSPURNIN sem eykst stórkostlega Ar frá ári. Er mun ódýrara en annað þvottaduft. „ B L A N K “ fægilögur. Áburður fyrir hvita og gráa skó. B|ÐJIÐ U M VERÐLISTA Fyrirliggjandl birgðir hefir EIKÍKUR LEIESSON LAUGAVEG 25 Pósthólf 111 Reykjavík 3

x

Stefnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnan
https://timarit.is/publication/1339

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.