Stefnan - 01.04.1923, Blaðsíða 5

Stefnan - 01.04.1923, Blaðsíða 5
STEFNAN Ritstjóri og eigandi: Steinn Emílsson. Nr. l APRÍL 1923 Stefna bolshvíking-a. Hinn raunverulegi tilgangur hennar. I. Stormur geisar á hafinu. Bylgja vekur bylgju, og loks fellur hún með brimgný að ströndinni. Maður fæðist, vinnur fyrir afkvæmi sínu — og deyr. pjóð kemur skyndilega út úr dimm- unni, gjörist leiðtogi annara þjóða, berst fyrir einhverri hugsjón, nær oft fjarlægu takmarki. En þá er siðferð- isþroski þjóðarinnar stendur ekki lengur í neinu hlutfalli við dugnað hennar og framsækni, þá er foryst- unni lokið. Að vísu getur hún um margra ára bil þreytt kapphlaup við tímann, án þess að fullnægja kröfum hans, hún lifir á fornum minjum, miðar alt við löngu liðna „gullöld", — en hverfur að lokum úr sögunni. Hjá sjerhverjum manni blunda möguleikar, nytsamar hugmyndir, —- eitthvað gott og fagurt á hann til í sálu sinni, er hann getur þroskað í samlífi sínu við aðra menn. Með heil- brigðri starfsemi vinnur hann sjer helgan tilverurjett, — rjett til sjálfs- forræðis, til ráðrúms, til frjálsræðis. Sjálfsforræðisbarátta einnar þjóðar er að öllu leyti rjetthelg, og meðan hún berst fyrir auknu frjálsræði á öllum sviðum, gjörir hún skyldu sína. þar sem maðurinn er fæddur og uppalinn, getur hann frekar afkastað verðmætri vinnu, en í útlöndum, þar sem enginn þekkir hann, og þar sem allar aðstæður eru honum ókunnar. ísland er ættarland vort. Hjer á landi erum vjer fædd og uppalin. Hjer höfum vjer flesta möguleika til að geta barist fyrir auknu frjálsræði á öllum sviðum. því er þetta land föðurland vort. því er skylda vor að unna þessu landi æfi- langt. Island er ekki lengur óþekt land. Allar þjóðir hins mentaða heims virða maklega sjálfsforræðisbaráttu vora. En sú barátta er óræk sönnun

x

Stefnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnan
https://timarit.is/publication/1339

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.