Stefnan - 01.04.1923, Blaðsíða 26

Stefnan - 01.04.1923, Blaðsíða 26
STEFNAN "1 ÞÓ JEG SJE EINEYGUR, SJE JEG ÞÓ að fallegustu og beztu yörurnar eru á boðstólum í Þingmenn. Toute nation a le governe- ment qu’ell mérite. Joseph de Maistre greifi. J>á er vjer höfum þróttlausa og skammsýna stjórn, verðskuldum vjer hana ekki betri. — Vjer sendum á þing' þá menn, er vjer treystum bezt. En er á þing er komið, kemur brátt í ljós, að þeir eru margir sjergóðir og eyðslugjarnir á landsfje. Vjer höf- um víst ekki úr betra að velja. Vjer verðskuldum ekki betri þingmenn. En fagurt mælir frambjóðandi: „Kæru kjósendur! Jeg þakka traust það, er þjer ber- ið til mín, og mun jeg ekki bregðast vonum ykkar. Föðurlandsást mín er blóði heitari, og öll störf mín eru helguð baráttunni fyrir efnalegu sjálfstæði 'landsins og öllum þeim málefnum, er lyft geta þjóðinni í heild sinni. Jeg skal semja og fá sam- þykt holl og blessunarrík lög, ef þið kjósið mig, og jeg get fullvissað ykk- ur um, að jeg er málavöxtum öllum kunnugur, og stöðunni fullkomlega vaxinn“. Loforðin eru fögur og lokkandi sem fjöll í bláma, en efndirnar eru sjald- gæfari. Hið efnalega „sjálfstæði“ hefir oftast á síðari árum reynst per- sónuleg valdafýsn og eigingimi. Föð- urlandsást breytist, — jafnvel í hrein svik gagnvart þjóðinni. Hinir eigingjömustu og sterkustu menn, er á þingi sitja, og þeir, er á bak við tjöldin bíða, svívirða helgan

x

Stefnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnan
https://timarit.is/publication/1339

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.