Stefnan - 01.04.1923, Qupperneq 26

Stefnan - 01.04.1923, Qupperneq 26
STEFNAN "1 ÞÓ JEG SJE EINEYGUR, SJE JEG ÞÓ að fallegustu og beztu yörurnar eru á boðstólum í Þingmenn. Toute nation a le governe- ment qu’ell mérite. Joseph de Maistre greifi. J>á er vjer höfum þróttlausa og skammsýna stjórn, verðskuldum vjer hana ekki betri. — Vjer sendum á þing' þá menn, er vjer treystum bezt. En er á þing er komið, kemur brátt í ljós, að þeir eru margir sjergóðir og eyðslugjarnir á landsfje. Vjer höf- um víst ekki úr betra að velja. Vjer verðskuldum ekki betri þingmenn. En fagurt mælir frambjóðandi: „Kæru kjósendur! Jeg þakka traust það, er þjer ber- ið til mín, og mun jeg ekki bregðast vonum ykkar. Föðurlandsást mín er blóði heitari, og öll störf mín eru helguð baráttunni fyrir efnalegu sjálfstæði 'landsins og öllum þeim málefnum, er lyft geta þjóðinni í heild sinni. Jeg skal semja og fá sam- þykt holl og blessunarrík lög, ef þið kjósið mig, og jeg get fullvissað ykk- ur um, að jeg er málavöxtum öllum kunnugur, og stöðunni fullkomlega vaxinn“. Loforðin eru fögur og lokkandi sem fjöll í bláma, en efndirnar eru sjald- gæfari. Hið efnalega „sjálfstæði“ hefir oftast á síðari árum reynst per- sónuleg valdafýsn og eigingimi. Föð- urlandsást breytist, — jafnvel í hrein svik gagnvart þjóðinni. Hinir eigingjömustu og sterkustu menn, er á þingi sitja, og þeir, er á bak við tjöldin bíða, svívirða helgan

x

Stefnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnan
https://timarit.is/publication/1339

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.