Fréttablaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 2
Veður Norðan 3-10 og víða léttskýjað, en norðvestan 10-15 á annesjum norðaustanlands og rigning þar seint um kvöldið. SJÁ SÍÐU 36 Sóluðu sig við fætur Ingólfs Höfuðborgarbúar nutu sín úti í veðurblíðunni í gær. Mannlífið í borginni var lifandi, sátu margir úti og létu fara vel um sig. Þar á meðal þetta par sem naut þess að sóla sig við fætur Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FLUGSÆTI Á RÝMINGARSÖLUMega P lús!Komd’út í ALLT AÐ AFSLÁTTUR EINUNGIS Á PLUSFERDIR.ISI I I .I LÖGREGLAN  „Fleiri konur eru að ljúka námi í Lögregluskólanum þannig að eðli málsins samkvæmt koma fleiri konur inn. Fyrir ekkert löngu síðan var þetta stöðin með hæstan starfsaldur og það hafa eiginlega orðið kynslóðaskipti núna síðastliðin ár,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfir­ lögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið. Lögreglustöðin er ein fjögurra stöðva á höfuðborgarsvæðinu og þar starfa þrjátíu og fimm manns, nítján konur og sextán karlar. „Þegar ég byrjaði árið 2007 vorum við mun færri heldur en við erum í dag hjá lögreglunni á höfuðborgar­ svæðinu, ég veit ekki hvernig töl­ urnar eru núna, en breytingarnar á þessum tíma eru rosalega miklar. Það er svo gaman að sjá þær og hafa fengið að upplifa þær,“ segir Ingi­ björg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknar­ lögreglumaður og jafnréttisfulltrúi LRH. Hvorki Kristján né Ingibjörg hafa fyrr heyrt um lögreglustöð þar sem starfa f leiri konur en karlar. „Ég held að þetta sé bara heimsmet, ég hef allavega ekki heyrt að þetta sé svona nokkurs staðar annars staðar,“ segir Ingibjörg og Kristján tekur undir. „Allavega held ég að þetta hlut­ fall þekkist ekki á stöð af þessari stærðar gráðu. Við höfum rætt þetta nokkrum sinnum og sagt að þetta sé líklega heimsmet og það hefur nú enginn hrakið það,“ segir hann. Aðspurð hvort eitthvað sé sér­ staklega gert á Vínlandsleið, sem ekki tíðkast á öðrum lögreglu­ stöðvum vegna fjölda kvenna sem þar starfa segir Kristján að ekk­ ert markvisst sé gert vegna kyns Heimsmet í fjölda kvenna í lögreglunni Á lögreglustöðinni á Vínlandsleið starfa fleiri konur en karlar og er það lík- lega eini staðurinn í heiminum þar sem hlutfall kvenna er hærra en karla í lögreglunni. Endurnýjun starfsfólks og aukin aðsókn kvenna sögð ástæðan. Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu innviða á lögreglustöðinni á Vín- landsleið þar sem starfa 19 konur en 16 karlar. FRETTABLADID/STEFÁN starfsmanna en mikið sé lagt upp úr vinnuumhverfinu. „Við bjuggum vel fyrir vegna þess að við vorum byrj­ uð á því að vinna í bæði innanhúss­ málum hjá okkur og í starfseminni. Því hvernig við getum orðið gott lögreglulið og að það sé þannig að það sé bæði gaman og gott að vinna hérna. Úr þeirri vinnu settum við okkur markmið, gildi og vinnu­ reglur sem við vinnum eftir.“ Ingibjörg tekur undir orð Krist­ jáns og segir mikið lagt upp úr líðan fólks í vinnunni og að allir vinni að því saman. „Hér er hlustað á fólk og ég held að það sé mjög mikilvægt. Ég kom til dæmis þeirri hugmynd áleiðis að hafa frí dömubindi á bað­ herbergjunum. Það er dæmi um eitthvað sem veitir okkur konunum öryggi en kostar lítið og er auðvelt í framkvæmd. Stemningin er þann­ ig að maður viðrar hugmynd og svo er Kristján bara farinn að kaupa dömubindi,“ segir Ingibjörg. „Ég held að þetta hafi kostað um þrjú þúsund krónur og ferð í búðina, svo auðvelt er það,“ segir Kristján og bætir við að eins og í öllu öðru séu það einstaklingarnir sem skipti máli en ekki kyn þeirra. „Við erum afar heppin með þá einstaklinga sem starfa hér.“ birnadrofn@frettabladid.is Ú T L E N D I N G A M Á L Þórd ís Kol­ brún R. Gylfadóttir dómsmála­ ráðherra breytti í gær reglugerð um út lendinga sem veitir nú Út­ lendinga stofnun heimild, á grund­ velli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, til að taka til efnis legrar með ferðar mál barna sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, ef það eru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að um sókn þeirra barst ís lenskum stjórn völdum. Mál Sarwary­feðganna og Safari­ fjölskyldunnar falla undir reglu­ gerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál þeirra Asa dullah, Ali og Madhi Sawary síðustu mánuði. Til stóð að vísa þeim úr landi á mánu­ daginn en hætt var við það eftir að annar drengjanna fékk tauga á fall vegna kvíða. Hefur hann nú fengið viðeigandi aðstoð. Asadullah segist þakklátur öllum þeim sem hafa vakið athygli á máli hans. Hann og drengirnir, Ali og Madhi, voru viðstaddir fjölmenn mót mæli sem fóru fram á fimmtu­ daginn. „Þeir voru mjög glaðir þegar ég sagði þeim að allir sem væru við­ staddir væru þar til að styðja þá og vildu halda þeim á Ís landi,“ segir Asa dullah. – la Verður ekki vísað úr landi Asadullah Sarwary, Mahdi Sarwary og Ali Sarwary. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VESTURLAND Slökkvilið Borgar­ byggðar verður ekki með bakvakt um helgina líkt og hefur verið undanfarnar helgar. Í vikunni var aflýst óvissustigi vegna eldhættu á Vesturlandi. Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðs­ stjóri í Borgarbyggð, segir að hann hefði helst kosið að hafa áfram bakvakt um þessa miklu ferða­ helgi. „Fólk þarf samt ekki að hafa neinar áhyggjur, við erum tryggðir. Það hefur líka rignt þannig að það er ekki lengur yfirvofandi hætta á ferðinni,“ segir Bjarni. Vill hann þó ítreka við fólk að fara varlega með eldfæri. – ab Engin bakvakt í Borgarbyggð Bjarni Þorsteins- son, slökkviliðs- stjóri í Borgar- byggð. Fleiri myndir af mannlífinu er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 0 -6 0 C 0 2 3 6 0 -5 F 8 4 2 3 6 0 -5 E 4 8 2 3 6 0 -5 D 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.