Fréttablaðið - 06.07.2019, Síða 10
Samfélagsfræðsla fyrir flóttamenn á
vegum Vinnumálastofnunar
Vinnumálastofnun óskar eftir tilboðum í hönnun og og gerð
kennsluefnis í samfélagsfræðslu sem tekur mið af sérþörfum
flóttamanna. Um er að ræða 50 kennslustunda efni er varða
eftirfarandi 7 flokka:
1. Nýr innflytjandi á Íslandi.
2. Saga, landafræði og lífshættir.
3. Börn og fjölskyldur.
4. Heilbrigðismál.
5. Menntun og hæfni.
6. Atvinnulíf.
7. Lýðræði og velferðarsamfélagið.
Til hliðsjónar má horfa til samfélagsfræðslu eins og hún er
framkvæmd á Norðurlöndum.
Helstu kröfur:
• Efnið skal vera aðgengilegt á ensku, arabísku, farsí, darí og
kúrdísku. Valkostur er að vera með efnið á ensku og textað
á framangreindum tungumálum.
• Efnið skal vera aðgengilegt á stafrænu formi og skal vera
unnt að nýta það í fjarkennslu.
• Efnið skal uppfylla helstu kröfur fullorðinsfræðslu.
Vinnumálastofnun mun eiga efnið og er heimilt að nota það
að vild og fela fræðsluaðilum öðrum en þeim sem vinna
efnið að nota það.
Vinnumálastofnun áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboð-
um. Ef gengið verður til samstarfs verður gerður þjónustu-
samningur við tilboðsgjafa.
Tilboðum sem lýsa nálgun og efnistökum skal skilað til
Vinnumálastofnunar á netfangið: virkni2019@vmst.is
Frestur til að skila tilboðum er til 9. ágúst 2019.
TÆKNI Bandaríski tæknirisinn Apple
ætlar sér að skipta út lyklaborðs-
hönnuninni sem finna hefur mátt á
MacBook-fartölvum frá árinu 2015.
Þetta hafði tæknimiðillinn The
Verge eftir greinandanum Ming-
Chi Kuo. Síður á borð við 9to5Mac
og MacRumors hafa sagt sömu sögu.
Hinn svokallaði fiðrildarofi (e.
butterf ly switch) sem hefur ein-
kennt lyklaborðin er á útleið og
segir The Verge það meðal annars
vera vegna þess hversu óáreiðanlegir
rofarnir eru. Ryk hafi ítrekað komist
inn í rofana og þannig eyðilagt þá.
Apple baðst í maímánuði afsök-
unar á því hversu óáreiðanleg lykla-
borðin eru. „Við erum meðvituð
um að afmarkaður hópur notenda
á í erfiðleikum með þriðju kynslóð
fiðrildalyklaborða og biðjumst
afsökunar á því,“ sagði í yfirlýsingu
þar sem einnig sagði að flestir væru
þó ánægðir með lyklaborðin. – þea
Apple ákveður að skipta
um lyklaborð á MacBook
SÚDAN Herforingjastjórnin sem
hefur verið við völd í Súdan frá því
Omar al-Bashir var steypt af stóli í
apríl síðastliðnum komst í gær að
samkomulagi við stjórnarandstöð-
una í landinu um að fylkingarnar
tvær muni deila völdum. Samkomu-
lagið gildir til þriggja ára en í lok
þess tímabils fara fram kosningar.
Samkomulaginu var fagnað inni-
lega í Afríkuríkinu í gær. Að því er
Reuters greinir frá hefur það vakið
vonir landsmanna á ný eftir erfið
átök og efnahagsörðugleika. „Við
höfum unnið sigur gegn órétt-
lætinu. Markmið okkar er að ná
fram frelsi og réttlæti og að finna
ungu fólki störf. Vald í höndum
almennra borgara og lýðræðið eru
framtíð Súdans,“ hafði miðillinn
eftir hinum 23 ára Shihab Salah.
Mótmælendahreyfingin hefur
verið áberandi frá því í desember.
Fyrst beindust mótmælin gegn
fyrrnefndum forseta en síðar gegn
herforingjastjórninni. Talið er að á
þriðja hundrað hafi farist. – þea
Samkomulag í Súdan
Loftslagsmótmæli
Mótmælendur úr röðum útrýmingaruppreisnarinnar svokölluðu, eða Extinction Rebellion, stilltu sér upp
fyrir framan franska sendiráðið í Lundúnum í gær. Franska lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd í vikunni
fyrir að beita hörku gegn loftslagsmótmælendum á einum heitasta degi í sögu Frakklands. NORDICPHOTOS/AFP
Fagnað í höfuðborginni Kartúm.
NORDICPHOTOS/AFP
Mac-lyklaborðin verða
þykkari þegar fiðrilda-
rofunum verður skipt út.
ÍRAN Yfirvöld í Íran eru afar ósátt
við að breskir sjóliðar hafi kyrr-
sett íranskt olíuf lutningaskip við
Gíbraltar fyrr í vikunni. Það gerðu
Bretar vegna gruns um að íranska
skipið væri að f lytja olíu til Sýr-
lands, í trássi við viðskiptaþving-
anir Evrópusambandsins.
Mohsen Rezayee, fyrrverandi
yfirmaður írönsku Byltingavarða-
sveitarinnar og nú meðlimur
ráðgjafaráðs æðstaklerksins Ali
Khamenei, sagði á Twitter í gær að
þótt Íran hafi aldrei átt frumkvæði
að átökum frá byltingu hafi ríkið
aldrei hikað við að svara fyrir sig.
„Ef Bretar skila ekki íranska olíu-
f lutningaskipinu er það skylda
Írana að kyrrsetja breskt olíuflutn-
ingaskip á móti,“ tísti Rezayee.
Að því er breska ríkisútvarpið
greindi frá var f logið með um þrjá-
tíu breska sjóliða til Gíbraltar til
þess að kyrrsetja skipið. Yfirvöld á
Gíbraltar báðu um aðstoðina við að
kyrrsetja skipið, er heitir Grace 1.
Íranska ríkisstjórnin álítur kyrr-
setninguna ólöglega.
Á meðan samband Írans og
Bandaríkjanna hefur versnað
stöðugt undanfarin misseri virðist
þetta mál til þess fallið að gera slíkt
hið sama fyrir sambandið við Breta.
Mostafa Kavakebian, sem leiðir
vináttunefnd þingmanna bæði
Írans og Bretlands, sagði á Twitter
að kyrrsetningin væri „í raun sjó-
rán og ólögleg aðgerð gegn Íran“.
Breska utanríkisráðuneytið hafnar
því alfarið að um sjórán hafi verið
að ræða.
Bandaríski þjóðaröryggisráðgjaf-
inn John Bolton var kátur. „Frábær-
ar fréttir: Bretar kyrrsettu olíuflutn-
ingaskipið Grace 1, sem var hlaðið
íranskri olíu á leið til Sýrlands,“ tísti
Bolton. thorgnyr@frettabladid.is
Hóta kyrrsetningu á
bresku skipi á móti
Breskir sjóliðar við kyrrsetningu Grace 1. NORDICPHOTOS/AFP
Stjórnvöld í Íran foxill
vegna kyrrsetningar
olíuflutningaskips
við Gíbraltar. Ráðgjafi
æðstaklerks hótar kyrr-
setningu bresks skips á
móti. Segja að aðgerðin
hafi verið sjórán.
6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
0
-6
F
9
0
2
3
6
0
-6
E
5
4
2
3
6
0
-6
D
1
8
2
3
6
0
-6
B
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
7
2
s
_
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K