Fréttablaðið - 06.07.2019, Síða 18

Fréttablaðið - 06.07.2019, Síða 18
GETUR MAÐUR EKKI FENGIÐ MAGASÁR EÐA EITTHVAÐ AF ÞESSU? OG Á MAÐUR BARA AÐ FÁ AÐ DREPAST? RÍKISVALDIРSKIPTI SÉR EKKI AF EINKALÍFI FÓLKS Sigríður Hlynur Snæbjörnsson, bóndi á Öndólfsstöðum Ég vildi fá að taka upp nafn ömmu minnar sem ég hafði átt að heita eftir. Það er sterk hefð fyrir slíku í fjölskyldunni en bræður mínir heita eftir öfum okkar og systir mín var skírð í höfuðið á fóstru mömmu. Ég hef almennt fengið mjög góð viðbrögð, fjölskyldan stendur algerlega með mér og það hefur alveg gerst að ókunnugt fólk víki sér að mér til að lýsa stuðningi sínum. Það kemur fyrir að virkir í athugasemdum telja nauðsynlegt að tjá sig um þetta með nei- kvæðum formerkjum en ég get ekki séð að þess háttar skoðanir hafi mikinn hljómgrunn. Mér finnst allt frelsi til einkalífs mjög mikilvægt og mér finnst að ríkisvaldið eigi ekki að skipta sér af einkalífi okkar svo fremi sem við virðum rétt annarra til jafns við okkar eigin. Ég held að mannanafnanefnd samanstandi af samviskusömu fólki sem hefur fengið það ömur- lega hlutverk að kveða upp dóma eftir lögum sem hafa eftir því sem ég fæ best séð aldrei verið nauð- synleg eða viðeigandi. Ég hef verið kallaður Hlynur í 50 ár og mér finnst líklegt að svo verði áfram þó svo að ýmsir hafi vissulega tekið upp á að kalla mig Siggu undanfarin misseri og ekki ætla ég að setja mig á upp á móti því, mér finnst það bara skemmti- legt og reikna með að það venjist vel. AUÐVELDUR SIGUR Kolbeinn Hringur Bambus Einarsson Ég bætti við Bambus sem þriðja nafni einfaldlega vegna þess að það hefur fylgt mér frá unga aldri og verið í raun óformlega partur af nafninu mínu. Ekkert flóknara eða úthugsaðra en það. Í mínu tilfelli var þetta auðveldur sigur fyrir Bambus. Manna- nafnanefnd samþykkti það án nokkurra vandræða. Það er mín persónulega reynsla og því hef ég bara gott af henni að segja. Það breytir því þó ekki að það á að vera sjálfsagt mál fyrir alla að vera þú sjálfur með nafn sem tilheyrir þér sjálfum. GETUM VIÐ EKKI TREYST FORELDRUM? Þuríður Blær Jóhannsdóttir leikkona Mér þykir mjög vænt um nafnið mitt. Mér finnst mannanafna- nefnd eiginlega alveg óþörf. Getum við ekki treyst foreldrum fyrir því að geta tekið ábyrgð á að skíra sín eigin börn, eins og í öllu öðru sem viðkemur börnunum þeirra? Að fá að vera maður sjálfur Það má heita Kusi og Náttúra en ekki Kona eða Myrká. Nokkrir einstaklingar segja frá mikilvægi þess að hafa frelsi til að velja eigið nafn. Bambus K us i Tí m i Gæfa Le lla Náttúra D itt ó Su kk i K on a Skrýmir Eldlilja jósálfur Æ vi Myrká FÁRÁNLEG ÓLÖG SEM HAFA VALDIÐ SKAÐA Jón Gnarr Frá því að ég var sextán ára gamall hef ég óskað eftir því að fá að heita Jón Gnarr en ekki Jón Gunnar Kristinsson. Það hefur tekið mig hálfa ævina að fá það í gegn og tókst loks þegar ég bjó í Bandaríkjunum um tíma. Þar sótti ég um nafnabreytingu, sem var ekkert mál og fékk hana í gegn. Þetta var fyrir fjórum árum og það var ekkert sem íslensk stjórnvöld gátu gert. Ég fór fram hjá þessu kerfi, sem er það sem sífellt fleiri kjósa að gera. Þú getur til dæmis með einföldum hætti farið til Danmerkur, skráð þig inn í landið. Farið í kirkju í nágrenninu og þar getur þú sótt um nafnabreytingu eða nefnt barn þitt nafni sem hef- ur verið hafnað af mannanafna- nefnd hér á landi. Þetta ferli tekur þrjá til fjóra virka daga og íslensk yfirvöld neyðast til að viðurkenna nafnið við heimkomuna. Við búum í fjölmenningar- samfélagi og það er á engan hátt merkilegra að heita Sigríður eða Guðmundur en José eða Ljúblíana. Ég hef verið mótfallinn þessum lögum alla tíð, árið 1996 voru þau þannig að erlendum ríkisborgurum sem fluttu til Íslands var skylt að fella niður nafnið sitt. Ég man eftir frægu máli manns frá Kólumbíu, sem tók sér nafnið Eilífur Friður til að hæðast að þessum lögum. Þegar fyrstu Víetnamarnir komu hingað til lands þá fengu þeir afhent ný vegabréf með nöfnum sem höfðu verið valin fyrir þau. Hvað ætli fólk hugsi um okkur sem þjóð þegar það veit þessa staðreynd? Þetta er svo heimskulegt og rasískt. En svo féll dóm- ur hjá alþjóða- dómstólum um að Íslendingar mættu ekki neyða fólk til að breyta nöfnum sínum. Fólk fékk því að halda ættarnöfnum sínum. Grundvallarskoðun mín er sú að þessi lög séu ekki mikilvæg. Þau tryggja ekki öryggi okkar eða barnanna heldur eru fyrst og fremst starfstækifæri fyrir þröngan en fámennan hóp fólks sem vinnur við þetta. Lögin þjóna aðallega þeirra hagsmunum en ekki okkar almennra borgara. Ég hef sagt það oft, mér finnst þetta algjörlega fáránleg ólög. Þau hafa valdið svo miklu ónæði og skaða í lífi fólks. Ég veit um fólk, innflytjendur sem vildu ekki sækja um íslenskan ríkisborgara- rétt bara vegna þess að þá þyrftu þeir að hætta að nota nafnið sitt. Þetta er fólk sem hefur lifað alla ævi á Íslandi, en ekki sem Íslendingar. Síðan þegar þetta fólk verður gamalt, þá nýtur það ekki sömu réttinda eins og það væri Íslendingar. Það er svo ljótt að finnast þetta mikil- vægt og sniðugt þegar lögin valda slíkum skaða.“ Í LÖGUM 45/1996 UM MANNANÖFN SEGIR AÐ NÝTT EIGINNAFN ÞURFI AÐ UPPFYLLA ÁKVEÐIN SKILYRÐI. TIL DÆMIS ÞARF NAFNIÐ AÐ GETA TEKIÐ ÍSLENSKRI EIGNARFALLS- ENDINGU OG EKKI BRJÓTA Í BÁGA VIÐ ÍSLENSKT MÁL- KERFI. Á dögunum hafnaði Reykjavík­urborg umsókn um leyfi fyrir pylsuvagni við Sundhöllina. Niður staðan var sú að ekki væri „heppi legt“ að hafa þar pylsu vagn. Slíkar aðfinnslur eru alls ekki nýjar af nálinni því áratugum saman hefur borgaryfirvöldum verið í nöp við rekstur pylsuvagna í Reykjavík og þrasið rataði oft á síður dagblaða. 1939 „Um þetta mál hefir því verið haldið fram, að það væru slæp­ ingjar einir, sem skiftu við pylsu­ vagnana, en sannleikurinn er þó sá, að hver einasti borgari hér í bæ mun hafa neytt af pylsum þeim, sem þar hafa verið keyptar. Þetta er sam­ eiginleg synd drykkjuræflanna og hinna, sem setið hafa á goodtempl­ arafundum og farið þaðan sterkir í baráttunni gegn áfengisbölinu, en með tóman maga,“ stóð í pistli í Vísi árið 1939. 1942 Fáeinir vörðu pylsuvagnana, það gerði Guðrún Guðlaugsdóttir sem barði í borðið og sagði á bæjar­ stjórnarfundi: „Pylsuvagnarnir eru þarfir.   Margir þurfa að fá sér mat og geta ekki fengið hann annars staðar,“ sagði hún og blandaði Valtý Stefánssyni þá bæjarfulltrúa í málið ,sagði hann samþykkan pylsuvögn­ um enda hafi hann sagt gott að geta fengið sér pylsu þegar unnið væri fram á nótt að blaðaskrifum. Næturvinnugregori Nokkrum árum seinna skrifaði maður bréf til Vikunnar. Árið var 1964 og manninum fannst að sér vegið að geta ekki borðað pylsur um miðjar nætur: „Kæri Póstur! Fær maður aldrei bót á þessum fjanda? Hvaða fjanda? Að venjulegir, einhleypir menn í bænum, sem búa bara í einu herbergi, skuli verða að svelta heilu hungri milli kl. hálf eitt eða eitt og fram á morgun. Maður fær ekkert, frá því að pylsuvagninn lokar, og þangað til ein eða tvær sjoppur opna á morgnana klukkan sex eða sjö. Maður er kannski að vinna til tvö eða þrjú og orðinn svangur, og þá fær maður ekki neitt neins staðar, nema að bíða í þrjá eða fjóra klukkutíma. Svo maður neyðist til að fara banhungraður að sofa. Segðu mér nú, Póstur: Er ekki hægt að laga þetta? Getur maður ekki fengið magasár eða eitthvað af þessu? Og á maður bara að fá að drepast? Með kveðju frá Næturvinnu­ gregori.“ – kbg Syndavagnarnir í sögu Reykjavíkur Lengri útgáfu greinarinnar má finna á www.frettabladid.is Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 0 6 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 0 -9 2 2 0 2 3 6 0 -9 0 E 4 2 3 6 0 -8 F A 8 2 3 6 0 -8 E 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.