Fréttablaðið - 06.07.2019, Qupperneq 55
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is?
Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is.
Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hólmfríður S.
Gunnlaugsdóttir
Bólstaðarhlíð 62,
Reykjavík,
lést 1. júlí.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 12. júlí kl 15
Grétar Sigurgeirsson Gunnvör Sverrisdóttir
Margrét Óskarsdóttir Steinar Þór Guðlaugsson
Gylfi Óskarsson Guðrún Sigmundsdóttir
og ömmubörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför
Hallbjörns Eðvarðs
Þórssonar
Stórhóli 29,
Húsavík.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hera Karin Hallbjörnsdóttir
Arna Júlía Hallbjörnsdóttir
Helga Hallbjörnsdóttir Eyjólfur Magnússon
Þór Ottesen Pétursson
og systkini.
Móðir okkar, amma og langamma,
Bergný Jóhannsdóttir
frá Skriðufelli,
lést fimmtudaginn 13. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Aðstandendur.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Arnheiður Helgadóttir
lést á dvalarheimilinu Fossheimum
30. júní. Útförin fer fram frá
Selfosskirkju mánudaginn 8. júlí kl. 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helgi Þorvaldsson Þórey Hilmarsdóttir
Þorvaldur Þorvaldsson Erlín K. Karlsdóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát eiginkonu minnar og systur,
Grétu Sigríðar Haraldsdóttur
Kórsölum 1.
Einnig færum við starfsfólki á deild 12G
Landspítala sérstakar þakkir.
Hrafnkell Þorvaldsson
Sigrún J. Haraldsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Elín Halldóra Halldórsdóttir
Vestursíðu 9,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
í faðmi fjölskyldu þann 2. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kristjana Rúnar
Halldór Lovísa
Hólmkell Kristín Sóley
Þórir Alyona
Hólmfríður Berglind Guðmundur Már
ömmu-, langömmu-, langalangömmubörn
og aðrir aðstandendur.
Guðsþjónusta verður í
Staðarkirkju í Grunna-
vík í mynni Jökulfjarða á
morgun, sunnudag. Séra
Magnús Erlingsson siglir
frá Ísafirði ásamt organista
og kirkjugestum með
Ölveri ÍS og til baka um
miðnætti annað kvöld.
Það er messað í Staðarkirkju í Grunnavík með nokkurra ára millibili, kannski svona á fjögurra ára fresti, þó er engin ákveðin hrynjandi í
því. Það býr náttúrlega enginn þarna
lengur en fólk dvelur þar stundum í
sumarhúsum. Nú ætlar Átthagafélag
Grunnvíkinga að standa fyrir guðs-
þjónustu þar á morgun, sunnudag,“
segir séra Magnús Erlingsson, sóknar-
prestur á Ísafirði, sem sér um helgi-
haldið. Farið verður með Ölveri ÍS frá
Ísafjarðarhöfn klukkan 15.30, að því
er fram kemur á bb.is, og komið aftur
um miðnætti. Séra Magnús upplýsir að
um hálftímagangur sé frá ströndinni til
kirkjunnar.
Jafnan er vel mætt þegar boðað er
til messu í eyðibyggðunum fyrir vest-
an, að sögn séra Magnúsar. „Ég var um
síðustu helgi með messu á Stað í Aðal-
vík, þar voru rúmlega sextíu manns.
Kirkjan rúmaði það en það var setið í
nánast öllum bekkjum. Það er þann-
ig að þegar svona sjaldan er messað
þá mætir fólk. Oft eru það félög sem
standa að þessum helgistundum eða
þær eru í tengslum við ættarmót og þá
eru kirkjurnar fullar, jafnvel þó engir
séu skráðir með búsetu í sókninni.“
Aðalvík er hluti af friðlandi Horn-
stranda og þar er bara farið um fót-
gangandi, að sögn séra Magnúsar.
„Þetta er bara gamli tíminn en það
er orðinn mikill gróður á þessum
stöðum. Í Aðalvík voru kirkjugestir
vopnaðir sveðjum til að ryðja sér leið
að kirkjunni gegnum kerfil og hvönn.
En Staðarkirkja í Grunnavík stendur á
mel. Aðalhvönnin þar er í kirkjugarð-
inum sem er svolítið frá kirkjunni og
svo sækir kerfillinn á. Ég sá hann ekki
þegar ég kom þarna fyrst.“
Séra Magnús kveðst hafa verið
sóknar prestur fyrir vestan síðan 1991.
„Ég ætlaði að vera í eitt ár en er enn, það
er svo gott að vera hérna.“ Hann kveðst
oft hafa þjónað áður í eyðibyggðunum
og telur það ekki eftir sér. „Ég sigli oft
með sómabátum hér yfir Djúpið, legg
á djúpið eins og lærisveinarnir gerðu
forðum, í alls konar veðri, og geng með
hempuna á bakinu til kirkju.“
Það horfir vel með veður nú um
helgina, en séra Magnús segir það ekki
skipta hann máli. „Ég fer hvernig sem
veðrið er, svo fremi sem skipstjór-
inn vill sigla. Það er stór bátur sem
fer núna og þar er töluvert pláss. Með
mér verður Kjartan Sigurjónsson sem
var hér organisti fyrir mörgum árum.
Hann ætlar að koma og spila á hið fót-
stigna harmóníum sem í kirkjunni er.
Vonandi virkar það, en enginn veit það
fyrr en komið er á staðinn.“
Út af hverju ætlar hann svo að leggja
í predikuninni? „Heyrðu, texti dagsins
er sígild dæmisaga um tvo syni. Annar
þeirra heimtar föðurarfinn fyrir fram,
fer og sólundar honum, kemur svo
heim aftur og faðirinn tekur hann í sátt
og fyrirgefur honum.“
Samkvæmt bb.is verður hægt að
kaupa veitingar hjá Sigurrósu á Sútara-
búðum sem verður með kökuhlaðborð
og kaffi eftir messu. gun@frettabladid.is
Leggur á djúpið eins og
lærisveinarnir gerðu forðum
Séra Magnús Erlingsson sóknarprestur á siglingu úti á Djúpinu í sólskinsskapi.
Ég var um síðustu helgi með
messu á Stað í Aðalvík, þar voru
rúmlega sextíu manns. Kirkjan
rúmaði það en það var setið í
nánast öllum bekkjum.
Fróðleikur um Stað
í Grunnavík
l Staður í Grunnavík var prest-
setur og kirkjustaður frá gamalli tíð.
Kirkjan er helguð Maríu mey.
l Séra Pjetur Maack Þorsteinsson
varð prestur á Stað árið 1884 en
hann drukknaði á heimleið úr kaup-
stað 8. september 1892 skammt
undan landi og er svipvindi kennt
um.
l Kjartan Kjartansson tók við sem
prestur. Hann byggði íbúðarhús í
Sætúni. Kjartan var talinn fyrirmynd
að sögupersónunni Jóni Prímusi í
Kristnihaldi Halldórs Laxness.
l Jónmundur Halldórsson tók við
af Kjartani árið 1918 og var prestur á
Stað til 1954. Hann skrifaði dagbók
um líf og starf í Grunnavík.
l Prestsetrið á Stað brann 1920 á
sama tíma og séra Jónmundur jarð-
söng menn sem fórust við leit að
Sumarliða pósti Brandssyni er hvarf
fram af hengibrún við Vébjarnarnúp
rétt fyrir jól árið 1920.
Heimild: Wikipedia
„Hafliði Másson og Þorgils Oddason og
aðrir fornhöfðingjar, er söfnuðu fjölmenni
til þingreiðar, myndu vafalaust kætast, ef
þeir mættu líta upp úr gröfum sínum og sjá
mannareið þá, sem verið hefir til Þingvalla
síðustu dagana. Myndi þeim þykja senni-
legt, að nú væru stórdeilur í landi, og drægju
goðorðsmenn saman flokka.“ Svo hljóðaði
umfjöllun Tímans frá 8. júlí 1950 um fyrsta
landsmót hestamanna sem var sett á Þing-
völlum þann 6. júlí 1950.
Til Þingvalla kom fjöldi fólks með úrvals-
gæðinga og keppnishesta en mótið sjálft var
haldið helgina eftir.
Alls voru sýnd 82 hross víðsvegar af landinu
en stóðhesturinn Hreinn úr Skagafirði vann
til fyrstu verðlauna í hópi stóðhesta og hlaut
Sleipnisbikarinn. Eigandi hans var Hannes
Stefánsson, bóndi að Þverá í Blönduhlíð.
Knapi var Páll Sigurðsson.
Svala frá Núpi í Haukadal fékk fyrstu verð-
laun í flokki hryssa.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 6 . J Ú L Í 195 0
Fyrsta landsmót hestamanna var sett
T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 31L A U G A R D A G U R 6 . J Ú L Í 2 0 1 9
0
6
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
0
-9
2
2
0
2
3
6
0
-9
0
E
4
2
3
6
0
-8
F
A
8
2
3
6
0
-8
E
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K