Fréttablaðið - 06.07.2019, Page 66

Fréttablaðið - 06.07.2019, Page 66
Síðumúla 34 • 108 Reykjavík Sími 696 5600 • rafsol@rafsol.is ENDURNÝJUN OG VIÐHALD Löggiltur rafverktaki Sími: 696 5600 rafsol@rafsol.is Tónleikagestir í Jarð-böðunum í Mývatns-sveit dýfðu sér heldur betur í lukkupollinn um síðustu helgi þegar þeir nutu þess í sund- fötum að sjá og heyra rapparann Emmsjé Gauta fíla sig í botn á þriðju tónleikunum sem hann heldur í lóninu fyrir norðan. Gauti var sjálfur varla enn kominn með allar tíu tær á jörðina þegar Frétta- blaðið náði tali af honum þar sem hann borðaði taco á hlaupum enda brjálað að gera og þétt prógramm í gangi í það minnsta til jóla. Gauti hélt sína fyrstu tónleika í Jarðböðunum utan dagskrár á Icelandic Airwaves fyrir þremur árum. „Ég fann það bara þá strax að það er eitthvað brjálæðislega ótrú- legt í gangi þarna. Það gerðist bara eitthvað og þarna voru einhverjir straumar í gangi sem er erfitt að lýsa,“ segir Gauti sem átti svo frum- kvæðið að því að leikurinn var end- urtekinn ári síðar. „Mér fannst þetta heppnast svo rosalega vel að ég hringdi í Airwaves og spurði hvort við ættum ekki að gera þetta aftur. Þetta er svo sérstakt að ég myndi vilja gera þetta að árlegu partíi.“ Gauti segist hreinlega ekki geta komið orðum að þeim töfrum sem eru í gangi í jarðböðunum. „Það er upplifun út af fyrir sig bara að fara þarna ofan í og þegar tónleikum er blandað saman við þetta þá verður þetta mögnuð tvöföld upplifun.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá rapparanum sem er í ofanálag einn eigenda hamborgara- staðarins Hagavagnsins sem hefur gert stormandi lukku á Melunum með einföldum og góðum borg- urum og ostasósu sem þykir svo góð að hún geti varla verið af þessum heimi. „Ég er á leiðinni til Færeyja um næstu helgi að spila á G-Festival og tveimur vikum eftir það fer ég til Póllands að spila á stóru hipphopp- festivali.“ Ekki leynir sér að Gauti er sérstaklega spenntur fyrir Póllands- Emmsjé Gauti með tónleika við Jarðböðin við Mývatn Rapparinn Emmsjé Gauti var með tónleika nú síðastliðinn fimmtudag fyrir gesti jarðbaðanna í Mývatnssveit. Þriðja barnið var að bætast í fjölskylduna og nóg er að gera á öllum sviðum hjá Gauta. ferðinni. „Ég hef aldrei komið þang- að áður en bara heyrt góða hluti.“ Gauti situr heldur ekki auðum höndum í frítímanum, ef frítíma skyldi kalla. Barnalánið hefur leikið við hann og rétt tæplega þrítugur er hann nýkominn með þriðja barnið í fjölskylduna. Og til þess að keyra gleðina enn frekar upp er hann kominn í bullandi jólaskap í byrjun júlí. „Jólin eru byrjuð hjá mér. Ég er á fullu að undirbúa jólatónleikana mína, Julevenner,“ segir Gauti en verður síðan leyndardómsfullur mjög þegar hann upplýsir að hann sé búinn að bóka alla gesti en geti ekki sagt meira um það í bili. „Ég get ekki gefið neitt upp strax annað en að það verður svaka sprenging. Ég er líka að vinna að plötu, eins og alltaf. Þannig að ég er bara á fullu að búa til tónlist, steikja hamborgara, undirbúa jólin og sinna börnum. Svo verð ég líka þrítugur í nóvember og planið er að tengja plötuútgáf- una einhvern veginn við afmælið. Kannski eitthvað Emmsjé Gauti í 30 ár. Hver veit?“ toti@frettabladid.is Gauti spilaði fyrir gesti Jarðbaðanna þriðja árið í röð nú síðastliðinn fimmtudag. MYND/MARCIN KOZACZEC Rapparinn segist ekki geta komið orðum að þeim töfrum sem eru í gangi Jarðböðunum. MYND/MARCIN KOZACZEK 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 0 6 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 0 -8 8 4 0 2 3 6 0 -8 7 0 4 2 3 6 0 -8 5 C 8 2 3 6 0 -8 4 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.