Ófeigur - 15.12.1951, Side 1
8. árg. Reykjavík, 1951 9.—12. tbl.
íslenzk stjórnmál.
Utanríkisnefnd hefur ekki verið kölluð saman á fund
í mörg ár, nema fyrir siðasakir til að kjósa formann
og ritara til engra starfa. Nú hafa formenn borgara-
flokkanna þriggja borið fram frv. um breytingu á þessari
nefnd. Hún fær framvegis það starf eitt að kjósa úr
sínum hóp þrjá fulltrúa í úrvalsnefnd. Þar eiga nú-
verandi borgaraflokkar sinn manninn hver. Kommún-
istar eiga þar engan mann. Fulltrúa eiga þeir fram-
vegis eins og nú í aðalnefndinni, en hún kemur aldrei
saman nema til að aflífa sjálfa sig. I greinargerð er
hreinlega sagt, að þetta sé gert til að útiloka kommún-
ista frá umræðum varðandi þýðingarmikil utanríkis-
mál, af því að vitað sé, að þeir muni tafarlaust bera
alla vitneskju úr landinu til stjómar, sem stefni að
því að undiroka allar þjóðir.
Þessi varasemi er að vísu sjálfsögð, en hún tryggir
ekki til fulls leyndarmál þings og stjórnar. I borgara-
flokkunum era til menn, sem bera jafnskjótt í kom-
múnista alla þá vitneskju sem gera má ráð fyrir að
Rússar kynnu að óska eftir héðan frá landinu. Um
þingtímann 1946, þegar rætt var um Keflavíkur-sátt-
málann, var einn af meiri háttar mönnum úr borgara-
flokki nokkurskonar póstur, sem bar allt, sem rætt var
við Bandaríkjamenn, tafarlaust til erindreka hins aust-
ræna „lýðræðis“.
Þessi viðbúnaður móti söguburði kommúnista til er-
lendra ríkja er þakkarverður vitnisburður um vakn-
andi skilning á eðli bolsivismans, en þar þarf meira
með. Ég mótaði, haustið 1923, kenningu um, að þegar
bolsivisminn héldi innreið sína í landið, yrðu jafnvel