Ófeigur - 15.12.1951, Qupperneq 9
ÖFEIGUR
9
Hver af okkur fimmmenningunum vann sinn hiuta af
þjóðnytjaverkinu og við höfum sérstaka ánægju af að
halda á lofti þessari áhrifamiklu samvinnu við að leysa
vandasama þraut hálfrar þjóðarinnar.
Það er staðreynd, að hver einasti atvinnu-beminga-
maður í landsmálum reynir að leyna getuleysi sínu
með því að þykjast gæddur leynigáfum og láta ekki
bera á að hann verður stöðugt að þiggja andlega Mar-
shallaðstoð í hverju máli, sem hefur nokkura þýðingu.
Hinsvegar er sama sagan sífellt endurtekin í sam-
starfi manna sem vinna heiðarlega þjóðmálavinnu. Þeir
auðgast að hugsjónum og orku við samstarfið og löng-
unina til að vinna verk, sem koma alþjóð að gagni. Her-
mann og Eysteinn gættu þess ekki, þegar þeir fóru í
hið niðurlægjandi þjónsstarf hjá bolsivikum, að þá var
þeirra eyðilegging fólgin í því, að shtna frá mörgum
mönnum, sem verið höfðu þeim um margt ár miklu hall-
kvæmara sjötta skilningarvit heldur en Hermann hafði
nokkurn tíma dreymt um að fá sér til aðstoðar í sinni
átakanlegu andlegu og mannlegu örbyrgð.
*
Það er nokkuð skemmtileg saga, hvemig Hermann
Jónasson barst um stund með pólitískum loftstraum-
um frá hreinu íhaldi til Framsóknarmanna. Hann var
starfsmaður hjá Jóhannesi bæjarfógeta, en Jóhannes
var einn af forkólfum íhaldsflokksins. Ólafi Thors leizt
svo vel á þennna unga mann, að hann bauð honum
öruggt sæti á bæjarstjórnarlista íhaldsmanna. Þetta
var að gerast, þegar ég var, sem dómsmálaráðherra, að
endurskipuleggja hina niðurbrotnu lögreglu í Reykja-
vík. Hermann var þar æskilegur starfsmaður, sökum
afls og vaxtar. Lögfræðisþekking hans og æfing við
embættisstörf var frambærileg. Ég bauð glímukapp-
anum starf lögreglustjóra. Hann fékk einu sinni á æf-
inni lífsstarf þar, sem hann gat gert nokkurt gagn og
gerði það á takmörkuðu sviði við að velja röska menn
í lögregluna og gefa þeim vasklegt útlit, sæmilegan
búnað og kenna þeim framkomu íþróttamanna. Ólafur
missti í það sinn af sínum feng og Hermann fekk um
stund loft undir vængi með stuðningi andlegrar og sið-
ferðilegrar orku frá stofnendum Tímans. Þessi raf-
.mögnun hélzt með nokkrum hætti í allmörg ár. Þá