Ófeigur - 15.12.1951, Qupperneq 40
40
ÓFEIGUR
trú á sparsemi, ráðdeild, mynt þjóðarinnar og á þjóð-
félag sem byggir á lífsháttum velsiðaðra og frjálsra
manna. En þjóðin getur ekki gengið inn í sæluríki stofn-
sjóðsins fyrr en hún hefur borgað sekt sína fyrir drýgð-
ar yfirsjónir. Hún hefir, síðan 1942, látið ginnast af
falsmyndum bolsivika og augnabliksstefnu-manna til
að trúa á sjónhverfingar og byltingartálvonir. f þess-
um sviftingum hefir þjóðin búið svo um sig, að hún
hefur eytt meginhluta alls hins hreyfanlega fjármagns
í landinu og verður nú að rétta út höndina og biðja
gott fólk í öðrum löndum um björg í búið og afl til
framkvæmda. Þegar sambandið milli orsaka og afleið-
inga, afbrota og hegningar er orðið öllum augljóst, er
fyrst hægt í alvöru að byrja að tala á íslandi um líf
frjálsra manna í frjálsu landi.
Eyðing fiskimiðanna.
Sjávarútvegur fslendinga er nú í meiri hættu heldur
en nokkru sinni áður. Véltækni nútímans og augna-
blikshyggja margra atvinnurekenda er að tæma fiski-
miðin hér við land. Fyrir nokkrum árum átti ég þátt
í að sanna svo að ekki varð um deilt, að nokkur hluti
íslenzkra togaraeigenda stóð í sambandi við erlenda
veiðiþjófa. Höfðu þessir spellvirkjar í sinni þjónustu
marga leigða njósnara til að stýra togurunum inn í
landhelgina að næturþeli eða þegar varðskip voru víðs
fjarri. Þessu eyðingarstarfi er haldið áfram með nýrri
tækni. Nú eru allt að 200 innlendir bátar að verki. Þeir
sópa landhelgina með togvörpu og dragnót upp við
landsteina, hvenær sem færi gefst. Með þessari tvöföldu
eyðileggingarstarfsemi eru miðin eyðilögð. Landsfólk-
ið veit þetta. Nú kemur ekki bein úr sjó, vertíð eftir
vertíð, í sumum helztu aflastöðvum landsins. Lögbrjót-
amir beita margvíslegu ofbeldi. Sumir skrifa yfirmönn-
um á varðskipum og varðbátum nafnlaus bréf og gefa
fyrirheit um misþyrmingar, þegar tækifæri gefist. Sjó-
mannastéttin kann ekki að taka á þessu máli og læt-
ur rányrkjuna og siðleysið viðgangast ár eftir ár. Ef
fólkið á sjávarbakkanum myndaði landhelgisfélög, kæmi
upp um sökudólgana sem ræna björginni frá þjóðinni
og fylgdi fast fram kröfunni um að banna íslenzkum
skipum að eiga og nota bátabotnvörpur og dragnæt-
/