Ófeigur - 15.12.1951, Blaðsíða 51

Ófeigur - 15.12.1951, Blaðsíða 51
ÖFEIGUF. 51 in við bifreiðina, er hann gerði þetta. Hann þvertekur fyrir það að hafa losað um gúmmleiðsluna áður en hann fór inn í skúrinn — enda kveður hann það alveg ónauðsynlegt til þess að geta kippt henni fram af. Leiðsl- an sé fest á eyrrör, sem smiti af bensíninu og sé því nokkuð hált. — Hann kveðst ekki þora að fullyrða hvoru megin hann hafi farið út úr bifreiðinni og upp í hana aftur, en heldur að það hafi verið hægra meg- in, segir að það hafi verið venja sín að gera það í þess- um bíl, — fólk sat svo oft til vinstri handar og þetta var því oft gert il þess að spara því óþægindi. Hann heldur nú, að hann hafi ekki hjálpað Ölafi neitt til að ryðja til í skúmum, en segist ekki muna þetta greini- lega. Hann segist vera viss um að Ólafur hafi staðið fyrir aftan eða úti í dyrum, er yfirh. sleit benzínleiðsl- una og síðan kveikti á eldspítunni. Ákærður er mjög ítarlega aðspurður um það, hvort Ólafur Jónsson muni nokkurt hugboð hafa haft um það að hann (yfirh.) kveikti í. Pétur þvertekur fyrir, að svo muni hafa ver- ið; kveðst hvorki undan eða eftir brunann nokkum- tíma hafa minnzt á það við Ólaf, að hann hefði kveikt í eða ætlað að gera það. Kvað hann kunni að hafa sagt um þetta kveðst hann ekki þora að fullyrða. Hann kveðst hafa verið eltur á röndum síðan hann kom út — af ýmsum mönnum til að skrifa undir og bera eitt og annað viðvíkjandi brunamálinu — og kveður sér þá oft hafa verið veitt vín. Dómarinn sér ekki ástæðu til að fara inn á þessa hlið málsins hér. Aðspurður um op það á skágólfi bifreiðarinnar, sem oft er á minnzt, skýrir ákærður svo frá, að fjölin milli pedalanna hafi verið brotin þannig, að allstórt — meir en hnefastórt stykki var brotið úr henni, og því op eftir. Hann segir að sogdunkurinn hafi verið rétt fyrir innan opið. Að- spurður segir hann, að í sogdunkinn í 14 manna Fiat- bifreiðar muni komast um 2 lítrar eða rúmlega það.“ ,,1930, nóv. 20. RéttarhaJd í lögreglurétti Reykjavíkur. D. bls. 11-15. Fyrir var tekið að halda áfram að leita fram- haldsupplýsinga í máli Péturs Pálssonar. í réttinum er mætt Jónína Jónsdóttir, kona Péturs Pálssonar, og er áminnt um sannsögli. Vegna þess að á það er minnzt í vottorði dr. Helga

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.