Ófeigur - 15.12.1951, Side 4
4
ÖFEIGUR
fyrirbæri. Hann hafði í átta ár lýst Ólaf Thors, einkum
manngildi hans, með svo dökkum litum, að ekki varð
fastar að kveðið. Alla þá stund hafði Hermann vonað
að hann mætti verða höfuð róttækrar og mjög rauðr-
ar stjórnar. Sú von varð úti vorið 1950. Þá söðlaði Her-
mann sinn pólitíska klár, reið á fund Ólafs, gafst upp
fyrir honum, tók aftur allt sem hann hafði misjafnt
sagt um þennan nokkuð synduga mann og bað um
það eitt að mega sitja við hlið hans í nýrri landstjórn.
og gera ekkert. Nýlegt dæmi frá Framsóknarfundi á
Akranesi sýnir vinnubrögð hinna æfðu trúnaðarmanna
borgaranna. Hermann kom þar á flokksfund og sagð-
ist vera laus í stjórninni. Ef hann fengi ekki 15 millj-
ónir af tekjuafgang ársins handa bændum í Búnaðar-
bankann, mundi hann segja af sér. En þá höfðu allir
borgaraflokkarnir ákveðið að skipta 30 milljónum þann-
ig, að Búnaðarbankinn fengi 15 milljónir handa bænd-
um, sem eru að ljúka við smíði bæja sinna, en aðrar
15 milljónir ganga til kaupstaðarhúsa og iðnbanka.
Fórn og áhætta valdastreitumannsins var ekki sérlega
mkil, en einlægnin í viðhorfinu í samræmi við það, þeg-
ar liðsoddar borgaranna láta togleðursdrenginn ávarpa
háttvirta kjósendur eða taka kvikmyndir af þeim á
filmulausa vél. Fjármálaástand landsins endurspeglar
átök slíkra forystumanna.
*
Halldór K. Laxness hefir komið nokkuð við sögu fyr-
ir utan stjórnmálaviðhorfið. Er þess fyrst að minn-
ast, að hann fékk fyrir fáum árum sérstök verðlaun
í Bandaríkjunum fyrir eina af sögum sínum, og nam
sú upphæð 600 þúsund krónum. Nú eru skattalög Ey-
steins með þeim hætti, í jöfnunarátt, að íslenzkur borg-
ari sem fær slíkt happ, má hrósa sigri, ef hann held-
ur eftir ígangsklæðum sínum. Leit helzt svo út um
stund, að Laxness yrði að ganga slippur og snauður
frá húsi sínu Gljúfrasteini, ef lúka skyldi þessum oturs-
gjöldum. Málfærslumaður skáldsins leiddi rök að því,
að meginhluti þessarar fjárhæðar hefði gengið til að
greiða ýmiskonar skatta og skyldur vestanhafs. Fór
svo að lokum, að skáldið náði skaplegum sættum með
því að greiða 10 kýrverð í skuldahít föðurlands síns.
Létu allir sér vel líka þau málalok. Ekki varð því neit-