Ófeigur - 15.12.1951, Side 23
ÖFEIGUR
23
svartadauða. Væri þess vegna fráleitt, að blanda svo
kyngöfgum fiski saman við framleiðslu hversdagsmanna
úti á íslandi. Skírarinn seldi allan afla sinn utan við
fiskhringinn fyrir gullhreinan gjaldeyri. En þegar kom-
ið var að reikningsskilum, var tapið á Grænlandsævin-
týrinu alveg óviðráðanlegt fyrir stjórn hlutafélagsins
og óafsakanlegt, ef ekki var tekið tillit til landkynn-
ingarinnar. Súðin komst nú undir hamarinn, og varð
Jóhann Eyjajarl að taka skipið aftur inn á eignaskrá
hins fátæka föðurlands. Eysteinn tók ósigrj sínum
við Grænland líkt og Spánarkonungur upplausn „flot-
ans ósigrandi". Filippus sagðist ekki hafa sent skip
sín gegn fellibyljum og sjávarhömrum. Eysteinn gat
á sama hátt sagt, að hann hefði ekki búizt við að
nærvera nokkurra glaðlyndra kvenna úr höfuðstaðn-
um gæti haft jafn sterkt áhrif við Grænland eins og
atomsprengja Trumans á borgir í Japan.
Skírarinn reyndi nú fyrir hönd ríkiskassans að selja
Súðina til annarra þjóða, og fór í þeim erindum til
margra landa. Ýmsir litu hýru auga til skipsins og sum-
ir nefndu þrjár milljónir sænskar fyrir gripinn. En þegar
sagt var frá hinum virðulega aldri Súðarinnar, voru
kaupendur að vísu jafnhrifnir og áður, en yfirvöldin
þung á brún og bönnuðu innflutning. Nú vildu skírarinn
og Eysteinn skilja vel og rausnarlega við hið gamla og
góða skip og helzt koma því til f jarlægra landa, þann-
ig að nokkur frægð fylgdi verzluninni. Kemur nú til
sögunnar óþekkt persóna, framtakssamur rafvirki í
höfuðstaðnum. Eftir undarlegum leiðum fékk þessi nýi
sölumaður sambönd austur í Kína og þangað var Súð-
in seld í haust sem leið. Þar eru hlutirnir verðlagðir
eftir gæðum fremur en aldri. Skírarinn lét mála Súð-
ina hvítgula, þannig að hún líktist álft á síðsumri.
Þegar borgarlýðurinn í Reykjavík gekk í kvöldsvalan-
um meðfram höfninni, sáu menn þar eina snekkju svo
æskulega og ýturvaxna, að hún bar af öllum skipum
í flotanum. Hugðu margir, að snekkja Hitlers væri hér
komin, en það var raunar gamla Súðin að byrja lang-
ferð sína austur í heim, þar sem aldrei hafði flotið
íslenzkt fley. Hinir fyrri eigendur báðu heitt og inni-
lega fyrir sínu góða skipi, og að minnsta kosti einn