Ófeigur - 15.12.1951, Side 50
50
ÓFEIGUR
Hann kveðst hafa staðið þarna í dyrunum grandalaus
og alls ekki hafa haft hugboð um að Pétur mundi
kveikja í, hann kveður hann vel hafa getað aðhafzt
það, sem hann segist hafa aðhafzt þarna inni í myrkr-
inu án þess að hann yrði þess á nokkurn hátt var.
Hann kveðst mikið efast um að það hefði á nokkum
hátt vakið eftirltekt sína þótt hann hefði heyrt eitt-
hvert það þrusk, sem af því leiddi, að gúmmírörið var
slitið — og hann kveðst, ítarlega aðspurður, alls ekki
minnast þess, að hann hafi heyrt það. ítarlega að-
spurður, heldur hann því fram, að hann hafi verið gjör-
samlega grandalaus um það, bæði fyrir og eftir brun-
ann, að Pétur hefði kveikt í — hann hafi aldrei minnzt
á það við sig, hvorki fyrr eða síðar. Hann hafi beðið
sig að fara þarna inn eftir með sér með bílinn og sem
verkstæðisfélagi hafi hann gert það. Yfirh. heldur að
Pétur hafi verið eitthvað á fylleríi þarna á undan, en
minnist þess ekki, að hann hafi verið ölvaður þarna.
Hann kveður sér oft hafa fundizt Pétur mjög ein-
kennilegur maður, en ekki minnast þess að hann hafi
verið það framar venju þarna í þetta skipti.
Itarlega aðspurður, kveðst yfirh. ekki geta gefið
neinar frekari upplýsingar um nánari atvik brunans.
„1930, nóv. 13. Réttarhald í lögreglurétti Reykjavíkur.
D. bls. 10-11.
Fyrir var tekið að halda áfram réttarrann-
sókn í framangreindu máli.
Eins og um er getið hér að framan, er Ólafur Jóns-
son á togaranum „Gylfi“ og kom úr Englandsferð í
gær. Skipið fer sennilega út í kvöld. Ef hægt væri að
komast hjá því að halda Ólafi til baka að ástæðu-
lausu, vildi dómarinn reyna að komst hjá því; þess-
vegna hringdi dómarinn til dr. Helga Tómassonar í morg-
un og fór fram á að Pétur mætti mæta í dag — og
hvað hann mega reyna að yfirheyra hann.
I réttinum er mættur gæzlufanginn, ákærður Pétur
Pálsson. — Hann kveðst hafa komizt að benzínleiðsl-
unni með því að taka upp mótorhlífina og smeygja
hendinni inn í vélina, sem sé auðvelt; hvort leiðslan
hafi slitnað eða hrokkið fram af, þorir hann ekki að
fullyrða, býst frekar við að hún kunni að hafa hrokk-
ið fram af. Haun kveðst munu hafa staðið hægra meg-