Ófeigur - 15.12.1951, Side 27
ÓFEIGUR
27
árlega verk eftir íslenzka listamenn fyrir þriðja hlut
sjóðsins. Var þetta á þeim árum, gott fyrir báða. Lista-
mönnunum gekk oft erfiðlega að selja myndir sínar
þegar hart var í ári og landið vantaði listaverk vegna
þjóðarinnar. Þegar sjóðurinn hafði starfað í 6 ár, undir
stjórn ýmissa dugandi manna, varð ég formaður mennta-
málaráðs og átti þar sæti í 8 ár. Var á þeim árum
samhugur í nefndinni um að kaupa góð listaverk fyrir
þjóðina. Fór nefndin á allar meiriháttar listasýningar
og lagði sig fram um að kaupa eins mikið og unnt var
eftir því sem fjárráð leyfðu. Fór nefndin oft heim til
Iistamannanna til að sjá hvað þeir hefðu á boðstólum.
Klessulist vildi nefndin ekki kaupa. Þegar bolsivikar
komust til valda með borgaraflokkunum 1942, beittu
þeir sér fyrir að koma á fót kaupkröfufélagi fyrir lista-
menn undir meginforystu Jóns Leifs. Voru nú stofn-
settar margar listadeildir í bandalagi listamanna og
hafin herferð gegn menntamálaráði og einkum gegn
mér. Sendu listamenn ávörp með byltingarkenndu orða-
lagi til Alþingis og afsögðu alla, sem ekki vildu styðja
klessulistina. Samtökin gáfust illa. Skáldin klofnuðu
strax í tvær illvígar fylkingar, sem bárust á banaspjót-
um. Jón Leifs hefir lagt svo þungan herskatt á allt
sönglíf í landinu, að því liggur við köfnun. Listamenn-
imir klofnuðu líka, og er þar nóg um gagnkvæm spjóta-
lög. En mest vandræði hlutu listamenn af breytingunni
í menntamálaráði. Hið nýja ráð var sniðið eftir fyrir-
bænum hinna óánægðu listamanna. Meiri hluti nefnd-
arinnar var allur á bandi klessumakaranna. En þetta
nýja menntamálaráð sýndi öllum sæmilegum málur-
um og myndhöggvurum bæði kulda og lítilsvirðingu.
Nefndin leit ekki á sýningar borgaralegra listamanna
og keypti alls ekkert af þeim. Má segja, að listamenn
og skáld hafi ekki sopið kál, þó að þeir kæmust f
rauðu ausuna. Allur félagsskapur þeirra er í rústum,
þar sem afbrýði og óvild þróast í sprungum hinna
hrundu samtaka. Hafa listamenn fengið svipaða reynslu
og aðrir af bolsivikum.
Nokkru fyrir jól gerðu höfðingjar í Reykjavík sögu-
lega för til Vestmannaeyja með rausn og steigurlæti,
sem seint mun fyrnast. Tilgangur þessarar farar var
að kynna Eyjarmönnum hinar mörgu góðu og glæsi-