Ófeigur - 15.12.1951, Blaðsíða 8
8
ÓFEIGUR
hélt vígsluræðu. Var henni útvarpað. Vakti það furðu
út um land, þegar menn heyrðu glímukappann byrja
mál sitt með frásögnum um hans þátttöku í skóla-
stofnun þessari. Ekki þóttist hann vita neitt um kaup-
in á Reykjum og byggingu sjúkrahúss á staðnum fyrir
brjóstveikt fólk. Ekki heldur um landnám Sigurðar
búnaðarmálastjóra hinum megin við ána eða þá öldu,
sem Sigurður Einarsson hafði vakið. Það er ömurlegt
líf, að fást við stjórnmál í umbótaflokki, en hafa enga
æðri hugsjón en þá, að endurtaka jafnt á degi sem
nóttu gömlu bænina um að fá gefið sitt daglega brauð.
Meðan Hermann beið eftir stuðningi bolsivika, 1942
—50, lét hann vini sína á Ströndum oft heyra þá kenn-
ingu, að hann væri gæddur sömu gáfum eins og Hitler,
sem þóttist hafa sjötta skilningsvitið. Með því gæti
hann fundið á sér, hvað gera skyldi, þó að skynsemin
kæmi þar hvergi nærri. Strandamönnum hafði ætíð
þótt samanburður Hermanns við Hitler nokkuð furðu-
legur. Og þegar sjötta skilvitið brást honum ár eftir
ár og hann náði aldrei að verða forsætisráðherra með
bolsvikingum, þrátt fyrir einlægan vilja og viðburði,
fór einn af helztu stuðningsmönnum hans að skyggn-
ast eftir ástæðunni fyrir hversvegna þingmanni þeirra
hafði gengið vel mannvirðingaleitin um nokkur ár, en
síðan tekið við auðn og giftuleysi. Að lokum kom
Strandamaðurinn með nýja skýringu: Sjötta skilvit
Hermanns var Jónas.
Þessi skýring fullnægir með skýringu. Hermann hef-
ur ekki nema fimm skilvit. Hann er algerlega hug-
myndalaus nema um það, sem snertir hans daglega
brauð. Hann græddi í nokkur ár á samvistum við mig,
þó að ég hafi enga dulargáfu. En ég safnaði nýjum
hugmyndum og leitaði til manna, sem voru leitendur. Ég
tók til fósturs og umhyggju sjálfur, eða með aðstoð
annarra, nýtilegar hugsjónir, hvar sem þeirra var von.
Árni Eylands skrifaði grein um Krísuvíkurleiðina. Eng-
inn veitti eftirtekt þessari blaðagrein, nema ég. Ámi
sannfærði mig með greinargerð sinni. Ég bauð Jóni
Baldvinssyni bandalag. Við lögfestum snjólausa veginn
með aðstoð dugandi samstarfsmanna. Mér tókst um
stund að halda málinu á réttri braut. Síðan björguðu
Emil í Hafnarfirði og Egill í Sigtúnum framhaldinu.