Ófeigur - 15.12.1951, Qupperneq 13
ÖFEIGUR
13
brjóta upp húsið. Þegar Helgi kom heim, heimtuðu
komumenn að mega leggja undir sig viðskiptabækur
hans, en kaupmaður neitar og spyr um heimildir. Eldri
sendimaður gerði sig líklegan til að beita handafli. En
Helgi kvaðst ekki hræðast ógnanir og neitaði með öllu
að afhenda skjöl sín nema eftir úrskurði dómara. Sýslu-
maður Eyjabúa brá sér þetta kvöld til Reykjavíkur
og náði sendimaður engum bréfum frá honum sér til
framdráttar. Eftir nokkurra daga bið hurfu þessir gest-
ir aftur til vígstöðvanna í Reykjavík og sögðu hús-
bændunum sínar farir ekki sléttar.
*
Enn leið stund svo, að Eyjarbúar nutu friðar. Komst
upp í Reykjavík stórkostlegt verðhækkunarmál, sem
fyllti hugi alra verðlagsnefndarmanna með skelfingu.
Hafði vitnazt, að tveir af beztu borgurum höfuðstaðarins
höfðu grætt hálfa milljón króna hvor á geysiálagn-
ingu á niðursoðið aldinmauk og skyldar vörur. Báta-
gjaldeyririnn var hér að verki. Var farið hörðum orð-
um í blöðum og á fundum um þessa bersyndugu menn,
en sök þeirra varðaði ekki við landslög en þótti for-
dæmanleg frá siðferðilegu sjónarmiði. Allir vissu um
: nöfn þessara miklu gróðamanna, en enginn vildi ganga
nær peresónum þeirra en að tala úr fjarlægð illa um
þá sem misbrúkuðu svo bátagjaldeyri. Lagðist báðum
gróðamönnum til líkn í nauð. Annar þeirra lagði megin-
hluta aldinmauksgróðans í fésýslufyrirtæki byltingar-
sinna, en hinn sýndi stórmannalega rausn í sambandi
við flokksþing samherja sinna og reisti þar skála yfir
þvera þjóðbraut. Víst mundi hann hafa búið veizlu-
salinn með silfurbitum, ef sá málmur hefði þá verið fáan-
legur fyrir bátagjaldeyri.
*
Verðlagsyfirvöldin fundu, að grundvöllurinn undir
fótum þeirar var líkastur dýjaveitu, þar sem enginn
veit um dýpt að botni. Þá vildi það happ til, að jarls-
efni krata í Eyjum, Páll Þorbjarnarson, hafði gamalt
umboð frá löngu liðnum verðlagsforkólfum. Þykir hon-
um Helgi Framsóknarjarl heldur fyrirferðarmikill úti
þar og vill minnka hans hlut, til að undirbúa þannig
vaxandi skilyrði fyrir kratajarlsdæmi í Eyjum. Fór
Páll að á sama veg og Pétur Rússakeisari við Narva.
Gaf skipun um orrustu og hvarf af vígvellinum. Lagði