Ófeigur - 15.12.1951, Qupperneq 33

Ófeigur - 15.12.1951, Qupperneq 33
ÓFEIGUR 33 þegar þýða skal Ijóð, fram yfir hagorða menn, heldur en að prenta sýnishorn eftir erlenda höfunda, sem stórskáld hafa þýtt á íslenzku, þannig að menn, sem skilja frumtextann geti borið kvæðin saman við þýð- inguna og síðan fellt dóma. Ég hefi valið „Stóð ég úti í tunglsljósi“ og ,,Ó þá náð að eiga Jesúm“. Jónas Hall- grímsson og Matthías Jochumsson eru höfuðskáld Is- lendinga. Þessvegna eru þýðingar þeirra ósambærilegar við samskonar vinnu annarra manna, sem hafa annað- hvort htla eða enga skáldgáfu. Jónas þýðir eftir Heine, sem er eitthvert frægasta ljóðskáld í vesturlöndum. Frumkvæðið þykir gott á þýzku, en ekki hefur það þó náð þar svipaðri aðdáim eins og þýðing Jónasar á Islandi. Þetta kemur af því, að Jónas var svo mikið skáld, að hann gat gefið ljóðinu enn meiri töfrafegurð og óútskýranlegan snilldarblæ á móðurmáli sínu, heldur en sjálfur Heine í frumtext- anum. Sama máli er að gegna um sálminn „Ó, þá náð a.ð eiga Jesúm“. Sá sem orti það ljóð, hafði orðið fyrir sárum og óvæntum ástvinamissi. Kvæðið er kvala- stuna manns, sem ratað hefir í mikla ógæfu. Ekki eru til eftir þann höfund önnur kvæði, sem hafa sérlega þýðingu. Þessi sálmur er hrífandi á ensku, enda mjög dáður í enskumælandi löndum. En í þýðingu Matthí- asar er haldið öllu, sem er yndislegt og hrífandi í frum- textanum, en miklu aukið við af ljóðmagni hins íslenzka trúarskálds. Menn geta ef til vill, með slíkum saman- burði, áttað sig betur en áður á þeirri staðreynd, að ágæti þýddra ljóða fer fyrst og fremst eftir því, hvort þýðandinn er stórskáld eða ekki. 1 ljóðaþýðingum er ekkert til sem heitir iðnaður eða hagvirk vinna. Þar er ekki um annað að ræða heldur en skáldgáfu, og hana á háu stigi, eða algert gildisleysi. Menn geta hugsað sér, hve fáir mundi hirða um að eiga „Álfa- reiðina“ eða „Ó, þá náð“ á íslenzku í þýðingu eftir hag- yrðinga eða smáskáld. Þær þýðingar hefðu grafizt í sandi gleymskunnar um leið og þær voru gerðar. Ljóða- þýðingar hafa eingöngu gildi eftir skáldgáfu og anda- gift þeirra sem þýða. Stórskáld Islendinga hafa auðg- að þjóðina með allmörgum ódauðlegum þýðingum. Beztu þýðingarnar eru eftir beztu skáldin. Áðrar þýðingar eru gildislausar nema til samanburðar við frumheim- ildina.

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.