Ófeigur - 15.12.1951, Blaðsíða 44

Ófeigur - 15.12.1951, Blaðsíða 44
44 ÓFEIGUR frátöldum opnum bátum, hefur misst fjármagn lands- ins og gjafafé í tapreksturinn. Eftir hrunið er ekki önn- ur leið fær í þéttbýlinu, heldur en hlutaráðning á öll- um fleytum, sem ekki eru f jölskyldufyrritæki og í verk- smiðjum. Þjóðfélagið hefur tekið skipin, bátana og verk- stæðin og getur ekki annað gert við þessi tæki en að leyfa mönnum sem kunna til sjómennsku og iðnaðar að vinna upp á hlut og eftir rússneskri Stakhanov- fyrirmynd þannig, að hver maður fái tekjur eftir af- köstum. Sjómennirnir og iðjufólkið mun vafalaust heimta, að landsmenn sem vinna með öðrum hætti að framleiðslunni verði líka hlutarmenn og að kjör þeirra fari eftir aflaafköstmn og árferði. Þar sem sjómenn og bændur sitja við uppsprettulindir framleiðslunnar og báðar stéttirnar eru háðar bylgjuköstum veðurs og strauma, fá þær úrslitaorðið um allar greiðslu fyrir vinnu þess fólks, sem síðar bætist í keðju „þarfa stétt- anna“, svo að notað sé orð úr nægtabúri Hermanns Jónassonar. Landvinnumenn og landverkakonur, skrif- stofufólk og ýmiskonar kunnáttumenn neyðast til að hverfa úr öryggisskýli fastra launa og hækka og lækka í tekjum og lífsskilyrðum í samræmi við afkomu þeirra stétta, sem ganga inn í baráttu frumframleiðslunnar. Ef hvítflibbastéttum landsins þykja þetta hörð kjör, mega þær sjálfum sér um kenna. Þær sóttust í ótíma eftir bræðralagi við þá menn, sem eyðilögðu þjóðveldið. Eimskipafélagið og Sambandið. Tvö íslenzk stórfyrirtæki hafa að mestu komizt klak- laust gegnum brim og boða upplausnarinnar 1942—51. Það eru Eimskip og Sambandið. Sömu menn og sama stefna hefir verið ríkjandi í báðum fyrirtækjunum síð- an fyrir fyrra stríðið. Þó steðja hættur að báðum fé- lögunum. Að vísu geta bolsivikar ekki náð stjóm Eim- skipafélagsins í sínar hendur með atkvæðamagni, en jpeir geta lamað fyrirtækið með dýrtíðarskrúfunni. Ef stéttarfélögin halda áfram að gera svo harðar sérhags- munakröfur til félagsins, að það geti ekki staðizt sam- keppni við erlend skipafélög, er erfitt að spá um fram- tíð þess. Enn er þessi hætta ekki aðkallandi. I Sam- bandinu hefir bólað á nýrri hættu. Fram að árinu 1944 stóðu frumherjar kaupfélaganna í þéttri fylkingu um

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.