Ófeigur - 15.12.1951, Side 3

Ófeigur - 15.12.1951, Side 3
ÖFEIGUR 3 stæðinga lands og þjóðar. En þessi lífsreynsla er dýr- keypt. Vegna þess að borgaraflokkarnir skildu ekki gildi línunnar frá 1923 fyrr en í ótíma, er landið nú á glötunarbarmi, eins og forseti sameinaðs þings Jón Pálmason viðurkenndi í þingræðu nú í vetur. # Allmargir gamlir samherjar mínir hafa álasað mér fyrir að fylgja þeim ekki út í ófæruna. Ef til vill skilja þeir nú, að það er ekki hægt fyrir þá, sem hafa fulla sjón, að lifa og leika eins og þeir væru blindir. Þegar allir þingmenn borgaraflokkanna, að mér undantekn- um, guldu jáyrði eða hlutleysi hugsjón Áka Jakobsson- ar um fiskábyrgðina, sem kostaði skattþegnana 165 milljónir króna í útlögðum peningum, þá var eingöngu um þekkingarmun að ræða. Mér og fáeinum öðrum mönnum var fullkunnugt allt eðli og innræti kommún- ista og þess vegna létum við ekki blekkjast. Meginhluti þjóðarinnar var grandalaus, og hver flokkur hugði gott til að nota byltingarliðið sem bandamenn móti nábúan- um til að láta hann kenna aflsmunar. En enginn hefur grætt á því að gera kommúnista að bandamönnum sín- um. Öll þjóðin er nú búin að fá sömu reynslu um öll mestu mál þjóðfélagsins eins og fimm af núverandi ráðherrum hafa öðlazt í Kron og félagsheimili Sjálf- stæðismanna. Þjóþin er nú, eins og Jón Pálmason sagði, að renna sér frám af bakkanum. Enginn veit hvað við tekur neðan við svarta bakkann. Ef til vill finnst hinum æfðu stjórnmálamönnum, sem nú eru byrjaðir að gera einfaldar sjálfsbjargarathafn- ir móti austrænu hættunni, nokkurt yfirlæti í því að flestir þeir menn, sem sáu við bolsivikum og vöruðu þjóðina við hættunni í tíma, munu nú líta svo á, að þeim beri enn nokkur skylda að segja til um veður. Þjóð, sem er með nálega alia atvinnu á sjávarbakkan- um í rústum, krónu, sem hrapar dag frá degi við aukning dýrtíðarinnar og þiggur óverðskuldaða mat- björg frá framandi þjóð, til að halda uppi óskynsam- legu eyðslulífi í þéttbýlinu, þarf vissulega annars með en að horfa með Kol í Njálu á hinn afhöggna fót og láta eins og ekki sé að. * Hermann Jónasson heldur áfram að vera furðulegt

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.