Ófeigur - 15.12.1951, Side 45
ÖFEIGUR
45
stórvirki Hallgríms Kristinssonar og samverkamanna
hans. Þar voru að verki vandamenn hans, lærisveinar
hans og þúsundir gamalla samherja. Stofnendur Fram-
sóknarflokksins studdu eindregið hina f jölþættu og þjóð-
hollu þróun samvinnuhreyfingarinnar. Ekkert hefði ver-
ið fjær okkur Tr. Þórhallssyni og samstarfsmönnum
okkar, en að reyna að fella þá Kristinssyni, Jón Árna-
son, Vilhjálm Þór, Bjöm Kristjánsson á Kópaskeri,
Þorstein Jónsson á Reyðarfirði, Jakob Frímannsson,
Jón Ivarsson eða Þórð Pálmason úr trúnaði samvinnu-
manna, svo að nefndir séu fáeinir af brautryðjendum
samvinnufélaganna, sem þar hafa haft forustu um
langa stund. Ekkert hefði verið fjær hugsun okkar Tr.
Þ. en að bola okkur inn í stöður þessara manna. I stað
þess unnum við meðan sú samvinna stóð, undantekn-
ingarlaust að því að styðja leiðtoga samvinnufélaganna
til trúnaðar í félögunum og oft þar fyrir utan, af því
að við töldum framtíð samvinnufélaganna bezt borgið
með því að mennirnir, sem höfðu haft forystu við að
reisa þessa mannfélagsbyggingu, gætu fullkomnað verk-
ið sjálfir. Á þessu varð breyting með upplausn þjóð-
stjórnarinnar 1942. Hermann og Eysteinn sneru sér
þá að því að gerbreyta um stefnu, afneita í verki borg—
aralegri samvinnu en leita fylgis við bolsivika og hall-
ast að því að koma á í félagi við þá svokölluðu „róttæku
þjóðskipulagi". Með undirróðri og ákafri moldvörpu-
starfsemi tókst þeim að fá svo valið á flokksþing Fram-
sóknar 1944 að þar voru í eindregnum meirihluta svo
kallaðir fulltrúar sveitamanna sem vildu freista að
starfa með bolsivikum að róttækri stefnu. Sú saga
varð lítið gleðileg fyrir Framsóknarmenn. Bolsivikar
léku á þá félaga og allt fylgilið þeirra. Sýndu þeim lítils-
virðingu í öllu og ráðstöfuðu stríðsgróðanum utan og
neðan við sveitamennina og þeirra fulltrúa. Eftir 8
ára leit að opnum dyrum fyrir Framsókn inn í rauðu
tjöldin hurfu Hermann og Eysteinn með hið vinstri-
sinnaða fylgilið í sálufélag við Ólaf Thors og Mblmenn.
Eftir að Eysteinn Jónsson og stallbræður hans voru
búnir að ná því taki á Framsóknarflokknum að þeir
töldu sér fært að fara með hann ýmist til kommún-
ista eða Mbl.manna þótti þeim henta að ná Sambandinu
líka undir veldi sitt. Til þess þurfti að rýma burtu mönn-
unum, sem höfðu skapað Sambandið. Þeir gengu að