Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Page 14
14 FÓKUS - VIÐTAL 10. maí 2019
V
iktor Freyr Jogensen er
tuttugu og tveggja ára gam
all Reykvíkingur sem glímt
hefur við mikinn kvíða allt
frá blautu barnsbeini. Kvíðinn hef
ur heltekið líf Viktors í fjölda ára
og hann lifði í stanslausum ótta
við framtíðina allt þar til fyrir einu
ári, þegar augu hans opnuðust og
hann fór að sjá hvernig lífið hafði
farið fram hjá honum.
Þá hóf Viktor mikla sjálfsvinnu
og tókst á við margs konar verkefni
til þess að yfirstíga óttann. Fljót
lega fóru hlutirnir að skýrast al
mennilega og draumar framtíðar
innar fóru að taka á sig mynd. Það
var þá sem Viktor tók þá ákvörðun
að sleppa tökunum á óttanum
og hoppa út í djúpu laugina.
Hann pantaði sér flugmiða aðra
leiðina til Noregs og það eina sem
hann hyggst taka með sér verður
reiðhjól, tjald og myndavél. Áætl
uð brottför Viktors er þann 15. maí
í næstu viku og ætlar hann sér að
hjóla einn í kringum heiminn á
rúmlega einu ári. Segir Viktor í
viðtali við blaðamann að heims
reisan sé aðeins upphafið að stór
um draumum hans.
„Ég gekk í skóla og átti nokkuð
venjulegt líf. Ég man í raun ekki
mikið eftir æskunni þannig séð en
ég man eftir að hafa verið á svolitlu
flakki. Skipti um skóla og flutti oft.
Ég greindist ungur með ADHD og
er með mikinn kvíða sem hefur
hrjáð mig afskaplega mikið í gegn
um tíðina. Ég er í rauninni bara
knúinn áfram af kvíða, það er svo
lítið svoleiðis,“ segir Viktor einlæg
ur.
Alltaf verið hræddur við
framtíðina
Viktor segist hafa verið lengi að
reyna að koma sér fyrir í lífinu.
Hann hafi ekki vitað hvað hann
vildi gera með líf sitt og stefnuleys
ið verið allsráðandi.
„Allt mitt líf hef ég verið í lítilli
skel, ef svo má segja, og alltaf verið
svolítið hræddur. En ég átti samt
marga drauma sem mig langaði
að láta rætast en ég þorði aldrei
að láta verða af þeim. Ég var alltaf
svo hræddur við framtíðina og það
kom mér á svolítið slæman stað.
Ég lýsi þessu svolítið eins og ég
hafi verið farþegi í einhverri rútu
á flakki og vaknaði svo bara hér
og þar. Þannig var hausinn á mér
og ég vissi ekkert hvert ég var að
stefna eða hvað ég vildi verða.“
Fyrir rúmlega ári vaknaði
Viktor skyndilega í fyrsta skiptið
upp og fékk nóg af því að lifa lífinu
á þennan hátt.
„Ég vaknaði þá upp og vissi
hvað mig langaði að gera. Ég sá
það í afar skýrri mynd og það var
ekki neinn kvíði á bak við það.
Vinnan í sjálfum mér hefur eigin
lega verið meira ferðalag núna
þetta ár, heldur en öll æska mín.
Stefnan að því sem mig langar að
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
Sérsmíðum eftir
óskum hvers og eins
Gylfaflöt 6-8 / S. 587 6688 / fanntofell.is
Aníta Estíva Harðardóttir
anita@dv.is
Viktor tekst á við kvíða og fer einn í heimsreisu„Kvíðinn tekur alla framtíðina frá mér og reynir að halda mér öruggum.“
„Ég var alltaf
svo hræddur við
framtíðina og það
kom mér á svolítið
slæman stað.“
M
Y
N
D
IR
: H
A
N
N
A
/D
V