Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Síða 21
PRESSAN 2110. maí 2019 Í ágúst 2000 sökk einn stærsti kjarnorkukafbátur heims, hinn rússneski Kursk, til botns og sat þar fastur á 107 metra dýpi, á botni Barentshafs. Um borð voru 118 rússneskir sjóliðar, og létust 95 samstundis en 23 sátu dögum saman og biðu eftir björgun sem aldrei barst. Þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, mætti brosandi í viðtal hjá Larry King á banda­ rísku sjónvarpsstöðinni CNN þann 8. september 2000 var hann spurður hvað hefði komið fyrir. Svarið var tvö orð: „Hann sökk.“ Slysið er ekki gleymt í Mur­ mansk, heimahöfn Kursk, þótt tuttugu ár séu liðin frá slysinu. Margir í áhöfninni voru frá Mur­ mansk en aðrir voru frá öðr­ um borgum og bæjum víða um landið. Víða um Rússland ólust því börn upp án feðra sinna og margar konur urðu ekkjur. Það liðu níu dagar áður en ljóst var að þau myndu aldrei sjá maka sína, syni, feður og bræður aftur. Í níu daga barðist fólkið árangurslaust við að reyna að fá upplýsingar um hvað hefði gerst um borð í Kursk og hvað væri gert til að reyna að bjarga áhöfninni. Í Murmansk er sú tilfinning og skoðun enn ríkjandi að rússneski sjóherinn hafi brugðist í málinu, hann hafi ekki gert allt sem í hans valdi stóð til að bjarga áhöfninni. Finnst fólki sem ríkisstjórnin hafi einnig brugðist því hún hafi ekki brugðist nógu skjótt við. Mörgum spurningum er ósvar- að Enginn var dreginn til ábyrgðar fyrir slysið og ættingjar þeirra sem fórust hafa ekki fengið svör við fjölda spurninga sem verður líklegast aldrei svarað. Af hverju laug yfirstjórn flotans? Af hverju átti flotinn ekki nauðsynlegan ör­ yggisbúnað og af hverju afþakkaði hann aðstoð frá Bretum og Norð­ mönnum á fyrstu dögunum eftir óhappið? Á þeim dögum sem skiptu mestu máli fyrir þá 23 menn sem sátu fastir á hafsbotni. Minningin um þetta stóra slys rússneska hersins og ekki síð­ ur fyrstu stóru krísu Vladimírs Pútíns á forsetastóli hefur að von­ um dofnað með árunum, og slíkt hið sama má segja um viðhorf fólks til aðgerða, eða aðgerðaleys­ is, yfirvalda. Þegar könnun var gerð árið 2000 töldu 72 prósent aðspurðra að yfirvöld hefðu ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga áhöfn Kursk. Um 15 árum síðar voru aðeins 35 pró­ sent þessarar skoðunar en 26 pró­ sent sögðu að erfitt væri að segja til um það. Þetta var ekki fyrsta kafbátaslys Rússa. Í apríl 1989 sökk kjarn­ orkukafbáturinn Komsomolets eftir 39 daga úthald. Manntjón­ ið var mun minna en þegar Kursk fórst. Slysið vakti heimsathygli, ekki síst vegna getuleysis rúss­ neska flotans sem gat ekki stað­ ið fyrir nauðsynlegum björgunar­ aðgerðum. Það var nýlunda fyrir Rússa að komast svona í kastljós vestrænna fjölmiðla en CNN fjall­ aði til dæmis stöðugt um slysið. Hefði átt að stytta fríið Þegar Pútín mætti í fyrrnefnt við­ tal hjá Larry King varði hann að­ gerðir rússneskra yfirvalda og þá ákvörðun að þiggja ekki aðstoð frá Bretum og Norðmönnum (margir telja að Rússar hafi verið of stoltir til að þiggja hana). Pútín taldi ekki að hann hefði gert neitt öðruvísi varðandi málið, svona eftir á að hyggja, en þó var eitt sem hann nefndi að hann hefði átt að gera öðruvísi. Það var að stytta frí sitt við Svartahaf því ef hann hefði bundið enda á það strax hefði það væntanlega „litið betur út frá sjónarhorni almannatengsla“. Hugsanlega má kenna reynslu­ leysi Pútín í stjórnmálum um en hann var nýgræðingur á því sviði á þessum tíma. Ekki er útilokað að hann myndi taka öðruvísi á álíka máli í dag því hann hefur væntan­ lega áttað sig á að það er betri saga ef fólki er bjargað en ef það deyr. Í Murmansk eru margir ósáttir við að enginn hafi verið dreginn til ábyrgðar á slysinu. Vjatjeslav Popov, æðsti yfirmaður Norður­ flotans, og Mikhail Motsak starfs­ mannastjóri voru lækkaðir í tign í kjölfar slyssins en Popov er í dag þingmaður í héraðsstjórn Mur­ mansk en hann var kjörinn í hana fyrir flokk Pútín. Hin opinbera niðurstaða á til­ drögum þess að Kursk sökk er að sprenging hafi orðið um borð, en flotinn setti þá skýringu fram á sínum tíma að kafbáturinn hefði lent í árekstri við annan kaf­ bát. Það féll ekki að sjónarmið­ um ríkisstjórnarinnar og því er sprengingarskýringin hin opin­ bera skýring í dag. n Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum „Enginn var dreginn til ábyrgðar fyrir slysið og ættingjar þeirra sem lét- ust hafa ekki fengið svör við fjölda spurninga Þegar kafbáturinn Kursk fórst Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Kafbáturinn Kursk 118 sjóliðar fórust þegar hann lenti bilaður á botni Barentshafs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.