Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Síða 29
Vellíðan 10. maí 2019 KYNNINGARBLAÐ Húðmeðferðarstöðin HÚÐIN skin clinic býður upp á fjölbreytt-ar húðmeðferðir og faglega þjónustu. Þar starfa dr. Lára G. Sig- urðardóttir læknir, Sigríður Arna Sig- urðardóttir, hjúkrunar- og förðunar- fræðingur, Drífa Ísabella Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur og Esther Helga Ólafsdóttir, móttökuritari og snyrti- fræðingur. „Hjá HÚÐIN skin clinic fögnum við fjölbreytileika og leggjum áherslu á að bæta en ekki breyta náttúrulegu útliti. Undanfarinn áratug hefur orðið mikil vakning um hversu margt er hægt að gera til að auka heilbrigði húðarinnar. Við erum sífellt að auka þekkingu okkar og leggjum áherslu á að vera með nýjungar, bæði í með- ferðum og að taka inn nýjar vörur. Við bjóðum einnig upp á einstaklings- bundna ráðgjöf til að aðstoða fólk við val á meðferð. Okkur finnst mikilvægt að taka vel á móti viðskiptavinum þannig að þeir slaki vel á hjá okkur og bjóða upp á meðferðir sem sýnt hefur verið fram á að skili tilætluðum árangri,“ segir Lára. Laser fyrir framtíðina Fljótlega eftir 25 ára aldur byrjar kollagen að minnka í húðinni um 1% á ári en kollagen er það sem gefur húðinni styrk og heldur henni ung- legri. Á fyrstu fimm árum tíðahvarfa konunnar minnkar kollagenfram- leiðsla enn hraðar, eða um 30%. „Húðin er eins og vöðvarnir okkar að því leyti að líkt og við förum í leikfimi til að styrkja vöðvana þá er hægt að byggja upp húðina með ýmsum leiðum. Öflugasta meðferðin til að hægja á öldrunarferlinu er laserlyft- ing sem er oft þekkt sem andlitslyft- ing án skurðaðgerðar. Laserlyfting er vísindalega viðurkennd meðferð og sýna rannsóknir ótvíræðan árangur. Meðferðin örvar nýmyndun kollagens og elastíns í húðinni, jafnar áferð, þéttir húðina og fækkar andlitslínum þannig að húðin verður unglegri og heilbrigðari.“ 20% afsláttur af laserlyftingu í maí „Í maí bjóðum við 20% afslátt af laserlyftingu – meðferðinni sem Jennifer Aniston er þekkt fyrir að gangast undir. Við erum annars vegar með þægilega og léttari lasermeðferð sem tekur um 30 mínútur og hægt er að fara beint í vinnu að meðferð lokinni. Laserlyfting með Er:YAG er töluvert öflugri og tek- ur um fimm til sjö daga fyrir húðina að jafna sig. Hve fljótt árangur kemur fram og hve mikill árangur sést er alltaf einstaklingsbundið, en árang- ur af laserlyftingu er að koma fram allt að sex mánuðum eftir meðferð. Hver meðferð skilar árangri en oftast er mælt með 3–4 skiptum til að sjá hámarksárangur. Margir koma síðan árlega til að halda sér við.“ Cinderella húðþétting Þessi vinsæla meðferð eykur þéttni og ljóma í húð og kemur árangur strax fram. Meðferðin byggir á inn- rauðri tækni sem hefur verið vinsæl í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Húðin er hituð upp í ákveðið hitastig í nær- innrauðu ljósi. Meðferðin setur ferli af stað sem örvar frumurnar í fram- leiðslu á kollageni. „Meðferðin skilar þéttari húð og við mælum sérstak- lega með henni fyrir þá sem vilja smá „búst“ fyrir sérstök tilefni.“ Fyllt upp í djúpar línur með áhrifaríkum hætti Notkun á Restylane fylliefniefnum til að minnka og fjarlægja djúpar línur í húðinni er ein vinsælasta húð- meðferðin í dag enda algengt að heyra hve úthvíldur maður sé eða líti vel út eftir þessa meðferð. Restylane, sem er gert úr náttúrulegu rakaefni húðarinnar, er sett rétt undir húðina og við það sléttist úr henni, línur hverfa eða verða minna sýnilegar. Restylane er einnig vinsælt efni til að setja í varir til að gefa þeim meiri fyllingu. Gjafabréf að eigin vali Gjafabréf í húðmeðferð hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarið. „Það er kannski vegna þess að fólki líkar orðið betur að gefa ástvinum sínum upplifun eða vellíðan frekar en að auka á hið sístækkandi safn hluta sem fólk sankar að sér,“ segir Lára. Á vandaðri heimasíðu Húðarinnar hudin.is er að finna ítarlegar upplýsingar um allar meðferðir. Facebook: Húðin Instagram: Húðin.is Einnig eru veittar upplýsingar í síma 519-3223. HÚÐIN skin clinic er í Hátúni 6b, 105 Reykjavík. Óumdeilanlegur árangur með laserlyftingu HÚÐIN SKIN CLINIC: Re- stylane: Fyrir og eftir. Munur- inn er mikill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.