Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Page 33
FÓKUS - VIÐTAL 3310. maí 2019
K
amilla Einarsdóttir vakti
töluverða athygli þegar
hún gaf út sína fyrstu skáld-
sögu á síðasta ári, Kópa-
vogskrónikuna. Bókin er hispurs-
laus og segir af ástarævintýrum
móður í Kópavogi sem hún lýs-
ir fyrir dóttur sinni. DV ræddi við
Kamillu um bókina, framtíðina,
veturinn á strípibúllu og þátttök-
una í pólitík.
Kamillu leiðist ekki bækur
enda hefur hún alla sína ævi
verið í kringum þær. Faðir henn-
ar er Einar Kárason, hinn þekkti
rithöfundur, og móðir hennar,
Hildur Baldursdóttir, starfar sem
bókasafnsfræðingur. Sjálf starfar
Kamilla á Landsbókasafninu sem
bókavörður og þar líður henni
mjög vel. Kamilla segist hafa ver-
ið að skrifa síðan hún man eftir sér
en ekki fyrr en nýlega með það að
markmiði að gefa út bók.
„Ég hafði áður tekið þátt í safn-
riti um ástarsögur kvenna og
einnig skrifað töluvert á samfé-
lagsmiðlum. Einnig hafði ég nefnt
þennan möguleika í samtölum við
fólk. Þeir hjá Bjarti/Veröld höfðu
samband við mig og spurðu hvort
ég væri til í að reyna, og ég sagði
já.“
Hvað vildir þú segja með bók
inni?
„Aðallega vildi ég skemmta
fólki. Ég var ekki með stórar mein-
ingar eða boðskap um eitthvað
samfélagslega mikilvægt. Ég sá
bókina fyrir mér sem kilju sem
fólk gæti geymt í rassvasanum og
gripið til á ströndinni eða barn-
um á meðan það væri að bíða eft-
ir vinum sínum. Að lesa hana átti
að vera eins og að lenda á trúnó á
fylleríi, án þvoglumælginnar auð-
vitað.“
Lestur hefur alltaf verið stór
hluti af lífi Kamillu og áhrifin
koma víða að. Hún vill þó ekki skil-
greina sig sem hluta af einhverri
stefnu eða kenna sig við tiltekna
höfunda.
„Ég lít upp til margra höfunda
en er þó ekki endilega að reyna
að elta þá í stíl. En maður verð-
ur fyrir áhrifum af öllum bókum
sem maður les, sem og bíómynd-
um, myndlist og góðu rapplagi
sem maður heyrir. Ég vinn í kring-
um bækur og rekst á eitthvað nýtt
og spennandi á hverjum einasta
degi. En það er líka til ógrynni af
grútleiðinlegum bókum og það er
hvetjandi. Ég hugsa: Fyrst þetta
var gefið út þá hlýt ég að geta gefið
eitthvað út líka,“ segir Kamilla og
brosir breitt.
Kynlíf sprenghlægilegt og
skrýtið
Í mars hlaut Kamilla Rauðu
hrafnsfjöðrina frá Lestrarfélaginu
Krumma, en þau verðlaun eru veitt
árlega fyrir forvitnilegustu kynlífs-
lýsinguna. Í bók hennar eru ýms-
ar hispurslausar sögur í djarfari
kantinum.
„Mér finnst bókin ekkert gróf,“
segir Kamilla. „Mér finnst ein-
lægni heillandi og þegar sagt er frá
hlutunum á hráan máta. Kynlíf get-
ur verið, og er oft, sprenghlægilegt,
fyndið og skrýtið. Ég sæki að ein-
hverju leyti í eitthvað sem ég þekki
sjálf, en þetta er ekki endurminn-
ingabók heldur skáldverk.“
Fannstu fyrir pressu, verandi
dóttir þekkts rithöfundar?
„Nei, ég get ekki sagt það. Pabbi
vissi að ég væri að fara að gefa út,
en ég bað hann ekki um að lesa yfir
eða neitt slíkt. Ísland er svo lítið og
við erum öll svo skyld. Það er fjöldi
rithöfundabarna að skrifa og kikna
ekki undan pressu ættarinnar. Dóri
DNA lætur það ekki stoppa sig að
vera barnabarn Halldórs Laxness.“
Önnur bók í burðarliðnum
Kamilla ætlar ekki að láta þessa
bók nægja heldur situr hún við
skriftir að þeirri næstu. Hvort hún
komi út fyrir næstu jól eða ekki
verður að koma betur í ljós síðar.
„Það er erfitt að segja nákvæm-
lega hvernig hún verður, því á
þessu stigi gæti hún mjög auð-
veldlega breyst. En eitt er víst að
hún mun ekki gerast í Kópavogi,“
segir Kamilla og brosir. „Eins og er
virðist hún ætla að höggva í sama
knérunn og sú fyrsta.“
Er stefnan að gerast atvinnu
rithöfundur?
„Já, fyrir alla sem vilja skapa er
það draumurinn að geta lifað af
þessu. Eins og er geri ég þetta með
fullri vinnu og sé auk þess um fjöl-
skyldu. Það er ekki raunhæft að
ætla að stóla á þetta strax og það
græðir enginn á sölu eða upplestr-
um. Eina leiðin til að lifa af bókar-
skrifum á Íslandi er ef það verða
margar bækur þýddar og svo kom-
ast á listamannalaun.“
Kamilla segist vera ánægð með
viðtökurnar sem Kópavogskrónik-
an fékk.
„Þar sem þetta er fyrsta bók-
in eru þetta jafnframt bestu við-
brögðin sem ég hef fengið,“ segir
hún hæðnislega. „En svona án
gríns þá er ég mjög ánægð. Ég
passaði mig að vera ekki með of
miklar væntingar og átti alveg eins
von á að hún hyrfi í flóðið.“
Löngun í danskan leikskólamat
Kamilla er fertug að aldri, fædd í
Reykjavík árið 1979 og alin upp í
Hlíðahverfinu. Önnur í röðinni
3 SKREF
BÓKHALDSÞJÓNUSTA
LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF
EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR
• Skráningartöflur
• Eignaskiptayfirlýsingar
• Eftirfylgni
EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR
ÞARABAKKA 3
S. 578 6800
Engin pressa á rithöfundabörnum - Starfaði á strípibúllu - Dýfði tánni í pólitík
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
„Kynlíf
getur verið,
og er oft,
spreng
hlægilegt,
fyndið og
skrýtið“
M
Y
N
D
: H
A
N
N
A
/D
V